Gerðu árás á landamærastöð þar sem tugir þúsunda hafa flúið Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2024 11:00 Frá einni af mörgum loftárásum Ísraela í Líbanon í morgun. AP/Baz Ratner Ísraelar vörpuðu í morgun sprengjum á landamærastöð milli Líbanon og Sýrlands. Tugir þúsunda hafa flúið yfir landamærin þar á undanförnum dögum en yfirvöld í Líbanon segja um 1,2 milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín. Sameinuðu þjóðirnar segja nánast öll neyðarskýli í Líbanon vera yfirfull og að ástandið í landinu sé „hörmulegt“. Reuters hefur eftir háttsettum starfsmanni Sameinuðu þjóðanna í Líbanon að fjöldi þeirra sem hefur þurft að flýja heimili sín sé meiri og fjölgun þeirra hraðari en alvarlegustu sviðsmyndir SÞ hafi gert ráð fyrir. Þá sagði hann að Ísraelar væru að valda allt of miklum skaða á borgaralegum innviðum Líbanon, þar sem efnahagsástandið og stand innviða hefur verið slæmt um árabil. Imran Riza sagði einnig að óttinn meðal líbönsku þjóðarinnar væri gífurlega mikill. Áföllin hefðu verið gífurleg. Hann sagði 97 sjúkraflutninga- eða björgunarsveitarmenn hafa fallið í árásum Ísraela. Gerðu einnig árásir á göng Ísraelar héldu því fram í gær að landamærastöðin við Masnaa væri mikið notuð af vígamönnum Hezbollah til að flytja vopn frá Íran inn í Líbanon. Þessi vopn hafa lengi verið flutt í gegnum Sýrland, þar sem Íranar og Hezbollah-liðar eru mjög áhrifamiklir, og hafa Ísraelar um árabil gert loftárásir í Sýrlandi sem beinast hafa gegn þessum hergagnasendingum. Í tilkynningu frá ísraelska hernum segir að einnig hafi verið gerðar árásir á 3,5 kílómetra löng göng sem lágu undir landamæri Líbanon og Sýrlands og að þau hafi einnig verið notuð til að flytja vopn frá Íran inn í landið. Vopnin eru sögð hafa verið flutt af hópi vígamanna sem stýrt var af Mohammed Jaafar Katzir, en hann mun hafa verið felldur í loftárás fyrr í þessari viku. Aðrar landamærastöðvar milli Líbanon og Sýrlands eru enn opnar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ísraelar gerðu umfangsmiklar árásir í Líbanon í gærkvöldi og eru þær sagðar hafa beinst að Hachem Safieddine, sem talið er að myndi taka við af Hassan Nasrallah, sem leiðtogi Hezbollah. Enn sem komið er er óljóst hvort hann hafi verið felldur eða ekki. Sjá einnig: Arftaki Nasrallah sagður drepinn í árás Ísraela Þá sögðu Ísraelar frá því í morgun að Mohammed Skafi, leiðtogi samskiptadeildar Hezbollah, hefði verið felldur í loftárás í Beirút í gær. Hann hafi stýrt samskiptum samtakanna frá árinu 2000 og unnið náið með helstu leiðtogum þeirra. Í enn einni yfirlýsingu sem ísraelski herinn birti í morgun segir að hermenn í sunnanverðu Líbanon hafi orðið varir við það að Hezbollah-liðar hafi yfirgefið varðstöðvar sínar og skilið vopn sín eftir. Þetta þykir til marks um dvínandi baráttuvilja vígamanna sökum þess hve marga leiðtoga samtakanna Ísraelar hafa fellt á undanförnum dögum, vikum og jafnvel mánuðum. Talsmenn hersins segja að níu hermenn hafi fallið í átökum við Hezbollah-liða í gær en að rúmlega hundrað vígamenn hafi verið felldir. ⭕️ 24hr Operational Recap in Southern Lebanon:During precise intelligence-based raids, IDF troops discovered rocket launcher munitions, anti-tank missiles and rockets inside a residential home. Additionally, dozens of weapons—aimed at Israeli territory—were left behind in… pic.twitter.com/yOYSyICz2l— Israel Defense Forces (@IDF) October 4, 2024 Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Íran Hryðjuverkastarfsemi Hernaður Tengdar fréttir Segja íbúum tuttugu og fimm þorpa að flýja Ísraelski herinn sagði íbúum 25 bæja og þorpa í sunnanverðu Líbanon í dag að yfirgefa heimili sín. Byggðirnar eru norður af Litani-á en hún markar svæði sem átti að vera nokkurs konar hlífðarsvæði samkvæmt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá 2006 og þykir yfirlýsingin til marks um mögulega útvíkkun innrásar Ísraela í Líbanon. 3. október 2024 16:18 Íhuga árásir á olíuvinnslur og kjarnorkustöðvar í Íran Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að hann væri ekki hlynntur því að Ísraelar gerðu loftárásir á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Ísraelar eru sagðir íhuga slíkar árásir eftir að íranski herinn skaut um tvö hundruð skotflaugum að Ísrael á þriðjudaginn. 3. október 2024 12:02 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar segja nánast öll neyðarskýli í Líbanon vera yfirfull og að ástandið í landinu sé „hörmulegt“. Reuters hefur eftir háttsettum starfsmanni Sameinuðu þjóðanna í Líbanon að fjöldi þeirra sem hefur þurft að flýja heimili sín sé meiri og fjölgun þeirra hraðari en alvarlegustu sviðsmyndir SÞ hafi gert ráð fyrir. Þá sagði hann að Ísraelar væru að valda allt of miklum skaða á borgaralegum innviðum Líbanon, þar sem efnahagsástandið og stand innviða hefur verið slæmt um árabil. Imran Riza sagði einnig að óttinn meðal líbönsku þjóðarinnar væri gífurlega mikill. Áföllin hefðu verið gífurleg. Hann sagði 97 sjúkraflutninga- eða björgunarsveitarmenn hafa fallið í árásum Ísraela. Gerðu einnig árásir á göng Ísraelar héldu því fram í gær að landamærastöðin við Masnaa væri mikið notuð af vígamönnum Hezbollah til að flytja vopn frá Íran inn í Líbanon. Þessi vopn hafa lengi verið flutt í gegnum Sýrland, þar sem Íranar og Hezbollah-liðar eru mjög áhrifamiklir, og hafa Ísraelar um árabil gert loftárásir í Sýrlandi sem beinast hafa gegn þessum hergagnasendingum. Í tilkynningu frá ísraelska hernum segir að einnig hafi verið gerðar árásir á 3,5 kílómetra löng göng sem lágu undir landamæri Líbanon og Sýrlands og að þau hafi einnig verið notuð til að flytja vopn frá Íran inn í landið. Vopnin eru sögð hafa verið flutt af hópi vígamanna sem stýrt var af Mohammed Jaafar Katzir, en hann mun hafa verið felldur í loftárás fyrr í þessari viku. Aðrar landamærastöðvar milli Líbanon og Sýrlands eru enn opnar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ísraelar gerðu umfangsmiklar árásir í Líbanon í gærkvöldi og eru þær sagðar hafa beinst að Hachem Safieddine, sem talið er að myndi taka við af Hassan Nasrallah, sem leiðtogi Hezbollah. Enn sem komið er er óljóst hvort hann hafi verið felldur eða ekki. Sjá einnig: Arftaki Nasrallah sagður drepinn í árás Ísraela Þá sögðu Ísraelar frá því í morgun að Mohammed Skafi, leiðtogi samskiptadeildar Hezbollah, hefði verið felldur í loftárás í Beirút í gær. Hann hafi stýrt samskiptum samtakanna frá árinu 2000 og unnið náið með helstu leiðtogum þeirra. Í enn einni yfirlýsingu sem ísraelski herinn birti í morgun segir að hermenn í sunnanverðu Líbanon hafi orðið varir við það að Hezbollah-liðar hafi yfirgefið varðstöðvar sínar og skilið vopn sín eftir. Þetta þykir til marks um dvínandi baráttuvilja vígamanna sökum þess hve marga leiðtoga samtakanna Ísraelar hafa fellt á undanförnum dögum, vikum og jafnvel mánuðum. Talsmenn hersins segja að níu hermenn hafi fallið í átökum við Hezbollah-liða í gær en að rúmlega hundrað vígamenn hafi verið felldir. ⭕️ 24hr Operational Recap in Southern Lebanon:During precise intelligence-based raids, IDF troops discovered rocket launcher munitions, anti-tank missiles and rockets inside a residential home. Additionally, dozens of weapons—aimed at Israeli territory—were left behind in… pic.twitter.com/yOYSyICz2l— Israel Defense Forces (@IDF) October 4, 2024
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Íran Hryðjuverkastarfsemi Hernaður Tengdar fréttir Segja íbúum tuttugu og fimm þorpa að flýja Ísraelski herinn sagði íbúum 25 bæja og þorpa í sunnanverðu Líbanon í dag að yfirgefa heimili sín. Byggðirnar eru norður af Litani-á en hún markar svæði sem átti að vera nokkurs konar hlífðarsvæði samkvæmt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá 2006 og þykir yfirlýsingin til marks um mögulega útvíkkun innrásar Ísraela í Líbanon. 3. október 2024 16:18 Íhuga árásir á olíuvinnslur og kjarnorkustöðvar í Íran Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að hann væri ekki hlynntur því að Ísraelar gerðu loftárásir á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Ísraelar eru sagðir íhuga slíkar árásir eftir að íranski herinn skaut um tvö hundruð skotflaugum að Ísrael á þriðjudaginn. 3. október 2024 12:02 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Segja íbúum tuttugu og fimm þorpa að flýja Ísraelski herinn sagði íbúum 25 bæja og þorpa í sunnanverðu Líbanon í dag að yfirgefa heimili sín. Byggðirnar eru norður af Litani-á en hún markar svæði sem átti að vera nokkurs konar hlífðarsvæði samkvæmt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá 2006 og þykir yfirlýsingin til marks um mögulega útvíkkun innrásar Ísraela í Líbanon. 3. október 2024 16:18
Íhuga árásir á olíuvinnslur og kjarnorkustöðvar í Íran Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að hann væri ekki hlynntur því að Ísraelar gerðu loftárásir á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Ísraelar eru sagðir íhuga slíkar árásir eftir að íranski herinn skaut um tvö hundruð skotflaugum að Ísrael á þriðjudaginn. 3. október 2024 12:02