„Við erum ekki komin á húrrandi ferð niður Esjuna“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. október 2024 18:31 jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka, Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/Hjalti Seðlabankinn lækkaði stýrivexti í fyrsta skipti í fjögur ár í morgun, um 0,25 prósentur. Varaseðlabankastjóri segir að við séum þó ekki komin á húrrandi ferð niður Esjuna. Hagkerfið verði að hægja meira á sér eigi þróunin að halda áfram niður á við. Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentstig í morgun en þeir höfðu fyrir þann tíma verið óbreyttir í rúmt ár. Þá er þetta í fyrsta skipti síðan 2020 sem bankinn ákveður að lækka vexti. Stýrivextir standa nú í 9 prósentum. Helvíti háir vextir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir merki um að hagkerfið sé að kólna. „Við erum að sjá hagkerfið hægja verulega á sér, við erum að sjá minni þenslu og verðbólgu minnka. Þannig að við teljum að þetta sé að ganga í rétta átt. Við erum náttúrulega búin að halda uppi verulegu vaxtaaðhaldi í rúmlega ár og það er að skila sér,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri lýsti einmitt stýrivöxtunum undanfarið svona á fundi peningastefnunefndar í morgun. „Getum við ekki verið sammála um að þetta séu helvíti háir vextir,“ sagði Ásgeir. Varfærið skref Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri varaði þó við of mikilli bjartsýni. „Það er rétt að ítreka það að nefndin er að taka varfærið skref. Það er alls ekki gefið að það verði vaxtalækkun á næsta fundi. Það fer algjörlega eftir því sem gerist milli funda. Við erum ekki kominn á húrrandi ferð niður Esjuna,“ sagði Rannveig. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir ljóst að Peningastefnunefnd hafi ekki verið einhuga í ákvörðun sinni. Hann telur þó að vaxtalækkunarferli bankans sé hafið. „Ég held að þessi orð Rannveigar endurspegli skoðanaskipti innan nefndarinnar. Við teljum þó að ferlið sé komið af stað. Gangi verðbólgan niður eins og við og Seðlabankinn er að spá og hægi áfram á efnahagsumsvifum þá eru meiri líkur en minni að við fáum aftur vaxtalækkun í nóvember,“ segir Jón. Verðbólga hefur að stórum hluta verið drifin áfram af hækkunum á fasteignamarkaði. Ásgeir telur merki um að hann sé að hægja á sér. „Um leið og hagkerfið hægir á sér, þessi mikla vinnuaflseftirspurn hættir að draga fólk til landsins og hærri vextir leiða til þess að það hægir á fasteignamarkaðnum þá má búast við hann fari leggja sitt að mörkum til verðstöðugleika,“ segir Ásgeir. Fólki er létt Hlutabréfamarkaður tók tíðindunum vel í dag. „Það er greinilega að fólki á mörkuðum er létt eins og reyndar flestum,“ segir Jón Bjarki Bentsson. Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Íslandsbanki Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Viðskipti innlent Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur „Þetta var ekki gert til að flækja, alls ekki“ Viðskipti innlent Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentstig í morgun en þeir höfðu fyrir þann tíma verið óbreyttir í rúmt ár. Þá er þetta í fyrsta skipti síðan 2020 sem bankinn ákveður að lækka vexti. Stýrivextir standa nú í 9 prósentum. Helvíti háir vextir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir merki um að hagkerfið sé að kólna. „Við erum að sjá hagkerfið hægja verulega á sér, við erum að sjá minni þenslu og verðbólgu minnka. Þannig að við teljum að þetta sé að ganga í rétta átt. Við erum náttúrulega búin að halda uppi verulegu vaxtaaðhaldi í rúmlega ár og það er að skila sér,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri lýsti einmitt stýrivöxtunum undanfarið svona á fundi peningastefnunefndar í morgun. „Getum við ekki verið sammála um að þetta séu helvíti háir vextir,“ sagði Ásgeir. Varfærið skref Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri varaði þó við of mikilli bjartsýni. „Það er rétt að ítreka það að nefndin er að taka varfærið skref. Það er alls ekki gefið að það verði vaxtalækkun á næsta fundi. Það fer algjörlega eftir því sem gerist milli funda. Við erum ekki kominn á húrrandi ferð niður Esjuna,“ sagði Rannveig. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir ljóst að Peningastefnunefnd hafi ekki verið einhuga í ákvörðun sinni. Hann telur þó að vaxtalækkunarferli bankans sé hafið. „Ég held að þessi orð Rannveigar endurspegli skoðanaskipti innan nefndarinnar. Við teljum þó að ferlið sé komið af stað. Gangi verðbólgan niður eins og við og Seðlabankinn er að spá og hægi áfram á efnahagsumsvifum þá eru meiri líkur en minni að við fáum aftur vaxtalækkun í nóvember,“ segir Jón. Verðbólga hefur að stórum hluta verið drifin áfram af hækkunum á fasteignamarkaði. Ásgeir telur merki um að hann sé að hægja á sér. „Um leið og hagkerfið hægir á sér, þessi mikla vinnuaflseftirspurn hættir að draga fólk til landsins og hærri vextir leiða til þess að það hægir á fasteignamarkaðnum þá má búast við hann fari leggja sitt að mörkum til verðstöðugleika,“ segir Ásgeir. Fólki er létt Hlutabréfamarkaður tók tíðindunum vel í dag. „Það er greinilega að fólki á mörkuðum er létt eins og reyndar flestum,“ segir Jón Bjarki Bentsson.
Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Íslandsbanki Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Viðskipti innlent Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur „Þetta var ekki gert til að flækja, alls ekki“ Viðskipti innlent Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira