1,5 milljarða gjaldþrot og Landsbankinn fékk varla krónu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. september 2024 13:35 Landsbankinn var svo til eini kröfuhafinn í þrotabúið. Vísir/Vilhelm Gjaldþrot Blikastaða ehf. sem áður var byggingafélag sem bar heitið Gissur og Pálmi ehf. nam einum og hálfum milljarði króna. Svo til ekkert fékkst upp í kröfur í búið sem komu nær eingöngu frá viðskiptabanka félagsins, Landsbankanum. Félagið var úrskuðað gjaldþrota sumarið 2014 og var skiptum í búið lokið í október 2024. Tilkynning um skiptalok er birt í Lögbirtingablaðinu í dag. Jóhannes Ásgeirsson skiptastjóri segir að handvömm hafi orðið við birtingu auglýsingarinnar sem nú sé loks komin í loftið. Heildarkröfur í þrotabúið námu einum milljarði og 476 milljónum króna. Þrjár milljónir fengust greiddar upp í kröfurnar. Jóhannes segir kröfuna svo til eingöngu hafa verið frá viðskiptabanka félagsins, Landsbankanum. Gissur Rafn Jóhannsson og Pálmi Ásmundsson áttu hvor um sig 37 prósent hlut í félaginu og Ásdís Halldórsdóttir og Gyða Þórðardóttir 13 prósent. Í síðasta ársreikningi félagsins, fyrir árið 2012, kom fram að eigið fé í árslok var neikvætt um 1,4 milljarð króna. „Í kjölfar falls íslensku bankanna haustið 2008 hefur algjör stöðnun ríkt á bygginga- og fasteignamarkaði í kjölfarið,“ segir í ábendingum endurskoðanda í ársreikningnum. Byggingastarfssemi félagsins og dótturfélaga var stöðvuð við fall bankanna haustið 2008 þegar sköpuðust óvenjulegar og sérstakar aðstæður á íslenskum fjármálamarkaði. Í framhaldi af því hefði fjárhagsstaða félagsins versnað vegna mikillar veikingar íslensku krónunnar þar sem skuldir við lánastofnanir voru að stærstum hluta í erlendri mynt. „Þrátt fyrir lækkun lána um 1.753 mkr árinu 2011 vegna endurútreiknings þá er eigið fé félagsins neikvætt um 1.470 milljónir króna í árslok 2012. Lánasamningar hafa gjaldfallið á árunum 2010 til 2012. Náist ekki að endurfjármagna félagið, þ.m.t. með niðurfellingu skulda, verður það ekki rekstrarhæft. Fyrirtækið er í samningaviðræðum við viðskiptabanka sinn um framtíð þess.“ Tap Blikastaða árið 2012 nam 268 milljónum króna. Stjórn sagði óvissu um áframhaldandi rekstur félagsins sem var svo úrskurðað gjaldþrota árið 2014. Gjaldþrot Byggingariðnaður Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira
Félagið var úrskuðað gjaldþrota sumarið 2014 og var skiptum í búið lokið í október 2024. Tilkynning um skiptalok er birt í Lögbirtingablaðinu í dag. Jóhannes Ásgeirsson skiptastjóri segir að handvömm hafi orðið við birtingu auglýsingarinnar sem nú sé loks komin í loftið. Heildarkröfur í þrotabúið námu einum milljarði og 476 milljónum króna. Þrjár milljónir fengust greiddar upp í kröfurnar. Jóhannes segir kröfuna svo til eingöngu hafa verið frá viðskiptabanka félagsins, Landsbankanum. Gissur Rafn Jóhannsson og Pálmi Ásmundsson áttu hvor um sig 37 prósent hlut í félaginu og Ásdís Halldórsdóttir og Gyða Þórðardóttir 13 prósent. Í síðasta ársreikningi félagsins, fyrir árið 2012, kom fram að eigið fé í árslok var neikvætt um 1,4 milljarð króna. „Í kjölfar falls íslensku bankanna haustið 2008 hefur algjör stöðnun ríkt á bygginga- og fasteignamarkaði í kjölfarið,“ segir í ábendingum endurskoðanda í ársreikningnum. Byggingastarfssemi félagsins og dótturfélaga var stöðvuð við fall bankanna haustið 2008 þegar sköpuðust óvenjulegar og sérstakar aðstæður á íslenskum fjármálamarkaði. Í framhaldi af því hefði fjárhagsstaða félagsins versnað vegna mikillar veikingar íslensku krónunnar þar sem skuldir við lánastofnanir voru að stærstum hluta í erlendri mynt. „Þrátt fyrir lækkun lána um 1.753 mkr árinu 2011 vegna endurútreiknings þá er eigið fé félagsins neikvætt um 1.470 milljónir króna í árslok 2012. Lánasamningar hafa gjaldfallið á árunum 2010 til 2012. Náist ekki að endurfjármagna félagið, þ.m.t. með niðurfellingu skulda, verður það ekki rekstrarhæft. Fyrirtækið er í samningaviðræðum við viðskiptabanka sinn um framtíð þess.“ Tap Blikastaða árið 2012 nam 268 milljónum króna. Stjórn sagði óvissu um áframhaldandi rekstur félagsins sem var svo úrskurðað gjaldþrota árið 2014.
Gjaldþrot Byggingariðnaður Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira