1,5 milljarða gjaldþrot og Landsbankinn fékk varla krónu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. september 2024 13:35 Landsbankinn var svo til eini kröfuhafinn í þrotabúið. Vísir/Vilhelm Gjaldþrot Blikastaða ehf. sem áður var byggingafélag sem bar heitið Gissur og Pálmi ehf. nam einum og hálfum milljarði króna. Svo til ekkert fékkst upp í kröfur í búið sem komu nær eingöngu frá viðskiptabanka félagsins, Landsbankanum. Félagið var úrskuðað gjaldþrota sumarið 2014 og var skiptum í búið lokið í október 2024. Tilkynning um skiptalok er birt í Lögbirtingablaðinu í dag. Jóhannes Ásgeirsson skiptastjóri segir að handvömm hafi orðið við birtingu auglýsingarinnar sem nú sé loks komin í loftið. Heildarkröfur í þrotabúið námu einum milljarði og 476 milljónum króna. Þrjár milljónir fengust greiddar upp í kröfurnar. Jóhannes segir kröfuna svo til eingöngu hafa verið frá viðskiptabanka félagsins, Landsbankanum. Gissur Rafn Jóhannsson og Pálmi Ásmundsson áttu hvor um sig 37 prósent hlut í félaginu og Ásdís Halldórsdóttir og Gyða Þórðardóttir 13 prósent. Í síðasta ársreikningi félagsins, fyrir árið 2012, kom fram að eigið fé í árslok var neikvætt um 1,4 milljarð króna. „Í kjölfar falls íslensku bankanna haustið 2008 hefur algjör stöðnun ríkt á bygginga- og fasteignamarkaði í kjölfarið,“ segir í ábendingum endurskoðanda í ársreikningnum. Byggingastarfssemi félagsins og dótturfélaga var stöðvuð við fall bankanna haustið 2008 þegar sköpuðust óvenjulegar og sérstakar aðstæður á íslenskum fjármálamarkaði. Í framhaldi af því hefði fjárhagsstaða félagsins versnað vegna mikillar veikingar íslensku krónunnar þar sem skuldir við lánastofnanir voru að stærstum hluta í erlendri mynt. „Þrátt fyrir lækkun lána um 1.753 mkr árinu 2011 vegna endurútreiknings þá er eigið fé félagsins neikvætt um 1.470 milljónir króna í árslok 2012. Lánasamningar hafa gjaldfallið á árunum 2010 til 2012. Náist ekki að endurfjármagna félagið, þ.m.t. með niðurfellingu skulda, verður það ekki rekstrarhæft. Fyrirtækið er í samningaviðræðum við viðskiptabanka sinn um framtíð þess.“ Tap Blikastaða árið 2012 nam 268 milljónum króna. Stjórn sagði óvissu um áframhaldandi rekstur félagsins sem var svo úrskurðað gjaldþrota árið 2014. Gjaldþrot Byggingariðnaður Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Félagið var úrskuðað gjaldþrota sumarið 2014 og var skiptum í búið lokið í október 2024. Tilkynning um skiptalok er birt í Lögbirtingablaðinu í dag. Jóhannes Ásgeirsson skiptastjóri segir að handvömm hafi orðið við birtingu auglýsingarinnar sem nú sé loks komin í loftið. Heildarkröfur í þrotabúið námu einum milljarði og 476 milljónum króna. Þrjár milljónir fengust greiddar upp í kröfurnar. Jóhannes segir kröfuna svo til eingöngu hafa verið frá viðskiptabanka félagsins, Landsbankanum. Gissur Rafn Jóhannsson og Pálmi Ásmundsson áttu hvor um sig 37 prósent hlut í félaginu og Ásdís Halldórsdóttir og Gyða Þórðardóttir 13 prósent. Í síðasta ársreikningi félagsins, fyrir árið 2012, kom fram að eigið fé í árslok var neikvætt um 1,4 milljarð króna. „Í kjölfar falls íslensku bankanna haustið 2008 hefur algjör stöðnun ríkt á bygginga- og fasteignamarkaði í kjölfarið,“ segir í ábendingum endurskoðanda í ársreikningnum. Byggingastarfssemi félagsins og dótturfélaga var stöðvuð við fall bankanna haustið 2008 þegar sköpuðust óvenjulegar og sérstakar aðstæður á íslenskum fjármálamarkaði. Í framhaldi af því hefði fjárhagsstaða félagsins versnað vegna mikillar veikingar íslensku krónunnar þar sem skuldir við lánastofnanir voru að stærstum hluta í erlendri mynt. „Þrátt fyrir lækkun lána um 1.753 mkr árinu 2011 vegna endurútreiknings þá er eigið fé félagsins neikvætt um 1.470 milljónir króna í árslok 2012. Lánasamningar hafa gjaldfallið á árunum 2010 til 2012. Náist ekki að endurfjármagna félagið, þ.m.t. með niðurfellingu skulda, verður það ekki rekstrarhæft. Fyrirtækið er í samningaviðræðum við viðskiptabanka sinn um framtíð þess.“ Tap Blikastaða árið 2012 nam 268 milljónum króna. Stjórn sagði óvissu um áframhaldandi rekstur félagsins sem var svo úrskurðað gjaldþrota árið 2014.
Gjaldþrot Byggingariðnaður Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira