Enn ein reikistjarnan í „bakgarði“ sólkerfisins Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2024 12:00 Teikning listamanns af því hvernig Barnard b gæti litið út þar sem hún þeytist í kringum stjörnu Barnards á aðeins þremur jarðneskum sólarhringum. ESO/M. Kornmesser Reikistjarna er fundin við næstu stöku stjörnuna í nágrenni sólkerfisins okkar. Þótt hún sé ekk lífvænleg bætist reikistjarnan í hóp smærri fjarreikistjarna sem er að finna í bakgarði okkar í alheiminum. Stjarna Barnards er í „aðeins“ sex ljósára fjarlægð frá jörðinni, meira en 56 billjón kílómetra í burtu. Hún er næsta staka stjarnan við sólkerfið okkar. Proxíma í Mannfáknum í þrístirnakerfinu Alfa í Mannfáknum er næst jörðinni, í um 4,2 ljósára fjarlægð. Tvær reikistjörnur á stærð við jörðina eða minni hafa fundist á braut um Proxímu. Reikistjarnan sem fannst á braut um stjörnu Barnards með VLT-sjónauka evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) er einnig smávaxin. Hún hefur að minnsta kosti helming massa Venusar og árið þar er um þrír jarðneskir sólarhringar. Barnard b, eins og reikistjarnan er kölluð, er tuttugu sinnum nær stjörnunni en Merkúríus, innsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar, er sólinni. Langsótt er að líf gæti þrifist á Barnard b enda er talið að yfirborðshitinn þar sé í kringum 125°C. Þrátt fyrir að stjarna Barnards sé svonefndur rauður dvergur og um 2.500 gráðum svalari en sólin okkar er reikistjarnan fyrir innan lífbelti stjörnunnar, því svæði þar sem vatn gæti verið á fljótandi formi. Það er talið grunnforsenda lífs. Vísbendingar fundust um reikistjörnu á braut um stjörnu Barnards árið 2018 en stjörnufræðingunum tókst ekki að staðfesta þann fund við athuganir sínar með VLT. Hins vegar bendir ýmislegt til þess að þrjár aðrar reikistjörnur gætu gengið um stjörnuna. Frekari rannsóknir þarf til þess að þefa þær uppi, að því er kemur fram í tilkynningu frá ESO. „En uppgötvun þessarar reikistjörnu ásamt fyrri uppgötvunum eins og á Proxíma b og d sýna að bakgarður okkar í alheiminum er fullur af litlum reikistjörnum,“ segir Alejandro Suárez Mascareño frá Stjarneðlisfræðistofnun Kanaríeyja og einum rannsakendanna. Rauðir dvergar hentugir til að leita smærri reikistjarna Langflestar þeirra þúsunda fjarreikistjarna sem stjarnfræðingar hafa fundið á braut um fjarlægar stjörnur eru gas- og ísrisar sem eru margfalt stærri en jörðin enda auðveldara að finna stærri reikistjörnur en minni. Þeirra er leitað með því að skima fyrir því þegar þær ganga fyrir móðurstjörnur sínar frá jörðinni séð og þyngdaráhrifum þeirra á stjörnurnar. Til þess að finna minni reikistjörnur, hugsanlega á stærð við jörðina, beina stjarnfræðingar oft sjónum sínum að rauðum dvergum eins og stjörnu Barnards. Lífbelti dverganna er mun nær þeim en heitari stjarna eins og sólarinnar okkar. Reikistjörnur í lífbeltinu hafa því gjarnan stuttan umferðartíma sem er talinn í dögum eða vikum frekar en árum. Það styttir verulega athugunartímann sem þarf til þess að sjá þær ganga fyrir móðurstjörnurnar. Barnard b fannst með svonefndri Doppleraðferð sem gengur út á að mæla vagg stjarna þegar þær færast örlítið nær og fjær jörðinni vegna þyngdartogs reikistjarna. Vegna þess að rauðir dvergar eru mun massaminni en stjörnur eins og sólin vagga reikistjörnur þeim hlutfallslega meira en þeim massameiri sem auðveldar stjörnufræðingum að finna þær. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Ein merkilegasta reikistjörnuuppgötvun síðari ára Stjörnufræðingar hafa fundið reikistjörnu á braut um Proxima Centauri sem er nálægasta stjarnan við sólkerfið okkar. Reikistjarnan er kölluð Proxima b og snýst um kalda og rauða móðurstjörnuna á ellefu dögum. 24. ágúst 2016 18:49 Minnsta reikistjarnan fannst á braut um nágranna okkar Stjörnufræðingar hafa fundið þriðju reikistjörnuna á braut um einn af okkar nálægustu grönnum. Reikistjarnan fannst á braut um rauða dverginn Proxima Centauri, sem er einnig þekkt sem Alpha Centauri C, og tilheyrir þriggja stjörnu sólkerfi sem er það næsta okkar eigin sólkerfi. 10. febrúar 2022 22:44 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Stjarna Barnards er í „aðeins“ sex ljósára fjarlægð frá jörðinni, meira en 56 billjón kílómetra í burtu. Hún er næsta staka stjarnan við sólkerfið okkar. Proxíma í Mannfáknum í þrístirnakerfinu Alfa í Mannfáknum er næst jörðinni, í um 4,2 ljósára fjarlægð. Tvær reikistjörnur á stærð við jörðina eða minni hafa fundist á braut um Proxímu. Reikistjarnan sem fannst á braut um stjörnu Barnards með VLT-sjónauka evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) er einnig smávaxin. Hún hefur að minnsta kosti helming massa Venusar og árið þar er um þrír jarðneskir sólarhringar. Barnard b, eins og reikistjarnan er kölluð, er tuttugu sinnum nær stjörnunni en Merkúríus, innsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar, er sólinni. Langsótt er að líf gæti þrifist á Barnard b enda er talið að yfirborðshitinn þar sé í kringum 125°C. Þrátt fyrir að stjarna Barnards sé svonefndur rauður dvergur og um 2.500 gráðum svalari en sólin okkar er reikistjarnan fyrir innan lífbelti stjörnunnar, því svæði þar sem vatn gæti verið á fljótandi formi. Það er talið grunnforsenda lífs. Vísbendingar fundust um reikistjörnu á braut um stjörnu Barnards árið 2018 en stjörnufræðingunum tókst ekki að staðfesta þann fund við athuganir sínar með VLT. Hins vegar bendir ýmislegt til þess að þrjár aðrar reikistjörnur gætu gengið um stjörnuna. Frekari rannsóknir þarf til þess að þefa þær uppi, að því er kemur fram í tilkynningu frá ESO. „En uppgötvun þessarar reikistjörnu ásamt fyrri uppgötvunum eins og á Proxíma b og d sýna að bakgarður okkar í alheiminum er fullur af litlum reikistjörnum,“ segir Alejandro Suárez Mascareño frá Stjarneðlisfræðistofnun Kanaríeyja og einum rannsakendanna. Rauðir dvergar hentugir til að leita smærri reikistjarna Langflestar þeirra þúsunda fjarreikistjarna sem stjarnfræðingar hafa fundið á braut um fjarlægar stjörnur eru gas- og ísrisar sem eru margfalt stærri en jörðin enda auðveldara að finna stærri reikistjörnur en minni. Þeirra er leitað með því að skima fyrir því þegar þær ganga fyrir móðurstjörnur sínar frá jörðinni séð og þyngdaráhrifum þeirra á stjörnurnar. Til þess að finna minni reikistjörnur, hugsanlega á stærð við jörðina, beina stjarnfræðingar oft sjónum sínum að rauðum dvergum eins og stjörnu Barnards. Lífbelti dverganna er mun nær þeim en heitari stjarna eins og sólarinnar okkar. Reikistjörnur í lífbeltinu hafa því gjarnan stuttan umferðartíma sem er talinn í dögum eða vikum frekar en árum. Það styttir verulega athugunartímann sem þarf til þess að sjá þær ganga fyrir móðurstjörnurnar. Barnard b fannst með svonefndri Doppleraðferð sem gengur út á að mæla vagg stjarna þegar þær færast örlítið nær og fjær jörðinni vegna þyngdartogs reikistjarna. Vegna þess að rauðir dvergar eru mun massaminni en stjörnur eins og sólin vagga reikistjörnur þeim hlutfallslega meira en þeim massameiri sem auðveldar stjörnufræðingum að finna þær.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Ein merkilegasta reikistjörnuuppgötvun síðari ára Stjörnufræðingar hafa fundið reikistjörnu á braut um Proxima Centauri sem er nálægasta stjarnan við sólkerfið okkar. Reikistjarnan er kölluð Proxima b og snýst um kalda og rauða móðurstjörnuna á ellefu dögum. 24. ágúst 2016 18:49 Minnsta reikistjarnan fannst á braut um nágranna okkar Stjörnufræðingar hafa fundið þriðju reikistjörnuna á braut um einn af okkar nálægustu grönnum. Reikistjarnan fannst á braut um rauða dverginn Proxima Centauri, sem er einnig þekkt sem Alpha Centauri C, og tilheyrir þriggja stjörnu sólkerfi sem er það næsta okkar eigin sólkerfi. 10. febrúar 2022 22:44 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Ein merkilegasta reikistjörnuuppgötvun síðari ára Stjörnufræðingar hafa fundið reikistjörnu á braut um Proxima Centauri sem er nálægasta stjarnan við sólkerfið okkar. Reikistjarnan er kölluð Proxima b og snýst um kalda og rauða móðurstjörnuna á ellefu dögum. 24. ágúst 2016 18:49
Minnsta reikistjarnan fannst á braut um nágranna okkar Stjörnufræðingar hafa fundið þriðju reikistjörnuna á braut um einn af okkar nálægustu grönnum. Reikistjarnan fannst á braut um rauða dverginn Proxima Centauri, sem er einnig þekkt sem Alpha Centauri C, og tilheyrir þriggja stjörnu sólkerfi sem er það næsta okkar eigin sólkerfi. 10. febrúar 2022 22:44