Enn ein reikistjarnan í „bakgarði“ sólkerfisins Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2024 12:00 Teikning listamanns af því hvernig Barnard b gæti litið út þar sem hún þeytist í kringum stjörnu Barnards á aðeins þremur jarðneskum sólarhringum. ESO/M. Kornmesser Reikistjarna er fundin við næstu stöku stjörnuna í nágrenni sólkerfisins okkar. Þótt hún sé ekk lífvænleg bætist reikistjarnan í hóp smærri fjarreikistjarna sem er að finna í bakgarði okkar í alheiminum. Stjarna Barnards er í „aðeins“ sex ljósára fjarlægð frá jörðinni, meira en 56 billjón kílómetra í burtu. Hún er næsta staka stjarnan við sólkerfið okkar. Proxíma í Mannfáknum í þrístirnakerfinu Alfa í Mannfáknum er næst jörðinni, í um 4,2 ljósára fjarlægð. Tvær reikistjörnur á stærð við jörðina eða minni hafa fundist á braut um Proxímu. Reikistjarnan sem fannst á braut um stjörnu Barnards með VLT-sjónauka evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) er einnig smávaxin. Hún hefur að minnsta kosti helming massa Venusar og árið þar er um þrír jarðneskir sólarhringar. Barnard b, eins og reikistjarnan er kölluð, er tuttugu sinnum nær stjörnunni en Merkúríus, innsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar, er sólinni. Langsótt er að líf gæti þrifist á Barnard b enda er talið að yfirborðshitinn þar sé í kringum 125°C. Þrátt fyrir að stjarna Barnards sé svonefndur rauður dvergur og um 2.500 gráðum svalari en sólin okkar er reikistjarnan fyrir innan lífbelti stjörnunnar, því svæði þar sem vatn gæti verið á fljótandi formi. Það er talið grunnforsenda lífs. Vísbendingar fundust um reikistjörnu á braut um stjörnu Barnards árið 2018 en stjörnufræðingunum tókst ekki að staðfesta þann fund við athuganir sínar með VLT. Hins vegar bendir ýmislegt til þess að þrjár aðrar reikistjörnur gætu gengið um stjörnuna. Frekari rannsóknir þarf til þess að þefa þær uppi, að því er kemur fram í tilkynningu frá ESO. „En uppgötvun þessarar reikistjörnu ásamt fyrri uppgötvunum eins og á Proxíma b og d sýna að bakgarður okkar í alheiminum er fullur af litlum reikistjörnum,“ segir Alejandro Suárez Mascareño frá Stjarneðlisfræðistofnun Kanaríeyja og einum rannsakendanna. Rauðir dvergar hentugir til að leita smærri reikistjarna Langflestar þeirra þúsunda fjarreikistjarna sem stjarnfræðingar hafa fundið á braut um fjarlægar stjörnur eru gas- og ísrisar sem eru margfalt stærri en jörðin enda auðveldara að finna stærri reikistjörnur en minni. Þeirra er leitað með því að skima fyrir því þegar þær ganga fyrir móðurstjörnur sínar frá jörðinni séð og þyngdaráhrifum þeirra á stjörnurnar. Til þess að finna minni reikistjörnur, hugsanlega á stærð við jörðina, beina stjarnfræðingar oft sjónum sínum að rauðum dvergum eins og stjörnu Barnards. Lífbelti dverganna er mun nær þeim en heitari stjarna eins og sólarinnar okkar. Reikistjörnur í lífbeltinu hafa því gjarnan stuttan umferðartíma sem er talinn í dögum eða vikum frekar en árum. Það styttir verulega athugunartímann sem þarf til þess að sjá þær ganga fyrir móðurstjörnurnar. Barnard b fannst með svonefndri Doppleraðferð sem gengur út á að mæla vagg stjarna þegar þær færast örlítið nær og fjær jörðinni vegna þyngdartogs reikistjarna. Vegna þess að rauðir dvergar eru mun massaminni en stjörnur eins og sólin vagga reikistjörnur þeim hlutfallslega meira en þeim massameiri sem auðveldar stjörnufræðingum að finna þær. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Ein merkilegasta reikistjörnuuppgötvun síðari ára Stjörnufræðingar hafa fundið reikistjörnu á braut um Proxima Centauri sem er nálægasta stjarnan við sólkerfið okkar. Reikistjarnan er kölluð Proxima b og snýst um kalda og rauða móðurstjörnuna á ellefu dögum. 24. ágúst 2016 18:49 Minnsta reikistjarnan fannst á braut um nágranna okkar Stjörnufræðingar hafa fundið þriðju reikistjörnuna á braut um einn af okkar nálægustu grönnum. Reikistjarnan fannst á braut um rauða dverginn Proxima Centauri, sem er einnig þekkt sem Alpha Centauri C, og tilheyrir þriggja stjörnu sólkerfi sem er það næsta okkar eigin sólkerfi. 10. febrúar 2022 22:44 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Stjarna Barnards er í „aðeins“ sex ljósára fjarlægð frá jörðinni, meira en 56 billjón kílómetra í burtu. Hún er næsta staka stjarnan við sólkerfið okkar. Proxíma í Mannfáknum í þrístirnakerfinu Alfa í Mannfáknum er næst jörðinni, í um 4,2 ljósára fjarlægð. Tvær reikistjörnur á stærð við jörðina eða minni hafa fundist á braut um Proxímu. Reikistjarnan sem fannst á braut um stjörnu Barnards með VLT-sjónauka evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) er einnig smávaxin. Hún hefur að minnsta kosti helming massa Venusar og árið þar er um þrír jarðneskir sólarhringar. Barnard b, eins og reikistjarnan er kölluð, er tuttugu sinnum nær stjörnunni en Merkúríus, innsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar, er sólinni. Langsótt er að líf gæti þrifist á Barnard b enda er talið að yfirborðshitinn þar sé í kringum 125°C. Þrátt fyrir að stjarna Barnards sé svonefndur rauður dvergur og um 2.500 gráðum svalari en sólin okkar er reikistjarnan fyrir innan lífbelti stjörnunnar, því svæði þar sem vatn gæti verið á fljótandi formi. Það er talið grunnforsenda lífs. Vísbendingar fundust um reikistjörnu á braut um stjörnu Barnards árið 2018 en stjörnufræðingunum tókst ekki að staðfesta þann fund við athuganir sínar með VLT. Hins vegar bendir ýmislegt til þess að þrjár aðrar reikistjörnur gætu gengið um stjörnuna. Frekari rannsóknir þarf til þess að þefa þær uppi, að því er kemur fram í tilkynningu frá ESO. „En uppgötvun þessarar reikistjörnu ásamt fyrri uppgötvunum eins og á Proxíma b og d sýna að bakgarður okkar í alheiminum er fullur af litlum reikistjörnum,“ segir Alejandro Suárez Mascareño frá Stjarneðlisfræðistofnun Kanaríeyja og einum rannsakendanna. Rauðir dvergar hentugir til að leita smærri reikistjarna Langflestar þeirra þúsunda fjarreikistjarna sem stjarnfræðingar hafa fundið á braut um fjarlægar stjörnur eru gas- og ísrisar sem eru margfalt stærri en jörðin enda auðveldara að finna stærri reikistjörnur en minni. Þeirra er leitað með því að skima fyrir því þegar þær ganga fyrir móðurstjörnur sínar frá jörðinni séð og þyngdaráhrifum þeirra á stjörnurnar. Til þess að finna minni reikistjörnur, hugsanlega á stærð við jörðina, beina stjarnfræðingar oft sjónum sínum að rauðum dvergum eins og stjörnu Barnards. Lífbelti dverganna er mun nær þeim en heitari stjarna eins og sólarinnar okkar. Reikistjörnur í lífbeltinu hafa því gjarnan stuttan umferðartíma sem er talinn í dögum eða vikum frekar en árum. Það styttir verulega athugunartímann sem þarf til þess að sjá þær ganga fyrir móðurstjörnurnar. Barnard b fannst með svonefndri Doppleraðferð sem gengur út á að mæla vagg stjarna þegar þær færast örlítið nær og fjær jörðinni vegna þyngdartogs reikistjarna. Vegna þess að rauðir dvergar eru mun massaminni en stjörnur eins og sólin vagga reikistjörnur þeim hlutfallslega meira en þeim massameiri sem auðveldar stjörnufræðingum að finna þær.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Ein merkilegasta reikistjörnuuppgötvun síðari ára Stjörnufræðingar hafa fundið reikistjörnu á braut um Proxima Centauri sem er nálægasta stjarnan við sólkerfið okkar. Reikistjarnan er kölluð Proxima b og snýst um kalda og rauða móðurstjörnuna á ellefu dögum. 24. ágúst 2016 18:49 Minnsta reikistjarnan fannst á braut um nágranna okkar Stjörnufræðingar hafa fundið þriðju reikistjörnuna á braut um einn af okkar nálægustu grönnum. Reikistjarnan fannst á braut um rauða dverginn Proxima Centauri, sem er einnig þekkt sem Alpha Centauri C, og tilheyrir þriggja stjörnu sólkerfi sem er það næsta okkar eigin sólkerfi. 10. febrúar 2022 22:44 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Ein merkilegasta reikistjörnuuppgötvun síðari ára Stjörnufræðingar hafa fundið reikistjörnu á braut um Proxima Centauri sem er nálægasta stjarnan við sólkerfið okkar. Reikistjarnan er kölluð Proxima b og snýst um kalda og rauða móðurstjörnuna á ellefu dögum. 24. ágúst 2016 18:49
Minnsta reikistjarnan fannst á braut um nágranna okkar Stjörnufræðingar hafa fundið þriðju reikistjörnuna á braut um einn af okkar nálægustu grönnum. Reikistjarnan fannst á braut um rauða dverginn Proxima Centauri, sem er einnig þekkt sem Alpha Centauri C, og tilheyrir þriggja stjörnu sólkerfi sem er það næsta okkar eigin sólkerfi. 10. febrúar 2022 22:44