Viðskipti innlent

Ráðin fram­kvæmda­stjóri Pekron

Atli Ísleifsson skrifar
Guðrún Nielsen kemur til Pekron frá SKEL.
Guðrún Nielsen kemur til Pekron frá SKEL. Pekron

Fjárfestingafélagið Pekron ehf. hefur ráðið Guðrúnu Nielsen í stöðu framkvæmdastjóra félagsins.

Í tilkynningu segir að Guðrún komi til Pekron frá Skel fjárfestingafélagi þar sem hún hafi starfað síðastliðin tíu ár, nú síðast sem forstöðumaður fjármála og rekstrar. 

„Guðrún átti stóran þátt í mörgum stefnumótandi verkefnum hjá SKEL, meðal annars uppskiptingu á Skeljungi og mótun nýs fjárfestingafélags. Einnig sat hún í stjórnum hjá félögum þess og hafði áhrif á þróun þeirra, m.a. hjá Orkunni, Skeljungi, Styrkási og fleirum.

Guðrún er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni. 

Tilgangur Pekton eru fjárfestingar, kaup, sala, lánastarfsemi og eignarhald á verðbréfum, fasteignum og lóðum ásamt öðrum skyldum rekstri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×