Við getum ekki beðið í 131 ár Jódís Skúladóttir skrifar 27. september 2024 14:02 Árið er 2024 og ekkert land í heiminum hefur náð kynjajafnrétti. Eitt af hverjum þremur löndum hefur ekki tekið framförum á því sviði síðan 2015 og staða kvenna hefur versnað í 18 löndum. Á þessu skriði mun taka 131 ár til viðbótar að ná kynjajafnrétti á heimsvísu. Í Afganistan hafa konur verið sviptar öllu og ekki einu sinni raddir þeirra mega nú heyrast á almannafæri. Þær syngja nú samt. Nú eru liðin tvö ár síðan mótmælin í Íran, sem eru kennd við Möshu Amini undir slagorðinu Kona, líf frelsi, hófust og í dag búa konur þar við stöðuga ógn um ofbeldi af hendi yfirvalda ef þær fara út úr húsi án blæju eða setja stöðufærslu á samfélagsmiðla. Þær fara samt út með hárið flaksandi í vindinum. Í Frakklandi eru 72 menn ákærðir fyrir að nauðga einni og sömu konunni að undirlagi og með aðstoð eiginmanns hennar. Hún hafnaði réttarhöldum fyrir luktum dyrum vegna þess að hún vill ekki halda hlífiskildi yfir þeim sem brutu gegn henni. Alls staðar segja konur stopp. Þær standa upp og hafna kúgun, ofbeldi og þöggun feðraveldisins. En í þeirri baráttu eru allt of mörg líf sem verða undir. þrátt fyrir hugrekki kvenna á hverjum stað og þrátt fyrir allan slagina sem þær taka verða þær undir í baráttunni. Um allan heim og ekki síst á samfélagsmiðlum sjáum við vísbendingar um uppgang karllægra gilda og kvenfjandsamlegra viðhorfa sem hægja á baráttunni og hrinda henni jafnvel mörg skref afturábak. Hér á Íslandi búum við vissulega við meira jafnrétti en gerist í flestum löndum heims en samt verðum við vör við bakslag þegar kemur að viðhorfum í jafnréttismálum. Við sjáum hneigð í áttina til þess að færa konur aftur inn á heimilin með ójöfnum greiðslum í fæðingarorlofi og verðlaunum fyrir þær fjölskyldur sem hafa börn í styttri tíma á leikskóla. Þá eru ótalin öll þau kynferðisbrotamál sem lognast út af í kerfinu og vaxandi ofbeldi í garð kvenna og stúlkna. Launamunur kynjanna er ennþá viðvarandi vandamál og ólaunuð ábyrgð kvenna á heimilishaldi og félagslegum tengslum, skipulagi og velsæld fjölskyldunnar kemur síðan ofan á það. Kvenfrelsi er ein af grunnstoðum Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs sem felur í sér viðurkenningu á nauðsyn þess að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis í samfélaginu. 131 ár er of langur tími til að bíða eftir því að kynjajafnrétti verði náð. Sterk og þétt kvennasamstaða þvert á pólitík og aðra hagsmuni verður vonandi til þess að okkur takist að stytta þessa löngu bið. Höfundur er þingmaður VG og í framboði til varaformanns hreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Vinstri græn Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Árið er 2024 og ekkert land í heiminum hefur náð kynjajafnrétti. Eitt af hverjum þremur löndum hefur ekki tekið framförum á því sviði síðan 2015 og staða kvenna hefur versnað í 18 löndum. Á þessu skriði mun taka 131 ár til viðbótar að ná kynjajafnrétti á heimsvísu. Í Afganistan hafa konur verið sviptar öllu og ekki einu sinni raddir þeirra mega nú heyrast á almannafæri. Þær syngja nú samt. Nú eru liðin tvö ár síðan mótmælin í Íran, sem eru kennd við Möshu Amini undir slagorðinu Kona, líf frelsi, hófust og í dag búa konur þar við stöðuga ógn um ofbeldi af hendi yfirvalda ef þær fara út úr húsi án blæju eða setja stöðufærslu á samfélagsmiðla. Þær fara samt út með hárið flaksandi í vindinum. Í Frakklandi eru 72 menn ákærðir fyrir að nauðga einni og sömu konunni að undirlagi og með aðstoð eiginmanns hennar. Hún hafnaði réttarhöldum fyrir luktum dyrum vegna þess að hún vill ekki halda hlífiskildi yfir þeim sem brutu gegn henni. Alls staðar segja konur stopp. Þær standa upp og hafna kúgun, ofbeldi og þöggun feðraveldisins. En í þeirri baráttu eru allt of mörg líf sem verða undir. þrátt fyrir hugrekki kvenna á hverjum stað og þrátt fyrir allan slagina sem þær taka verða þær undir í baráttunni. Um allan heim og ekki síst á samfélagsmiðlum sjáum við vísbendingar um uppgang karllægra gilda og kvenfjandsamlegra viðhorfa sem hægja á baráttunni og hrinda henni jafnvel mörg skref afturábak. Hér á Íslandi búum við vissulega við meira jafnrétti en gerist í flestum löndum heims en samt verðum við vör við bakslag þegar kemur að viðhorfum í jafnréttismálum. Við sjáum hneigð í áttina til þess að færa konur aftur inn á heimilin með ójöfnum greiðslum í fæðingarorlofi og verðlaunum fyrir þær fjölskyldur sem hafa börn í styttri tíma á leikskóla. Þá eru ótalin öll þau kynferðisbrotamál sem lognast út af í kerfinu og vaxandi ofbeldi í garð kvenna og stúlkna. Launamunur kynjanna er ennþá viðvarandi vandamál og ólaunuð ábyrgð kvenna á heimilishaldi og félagslegum tengslum, skipulagi og velsæld fjölskyldunnar kemur síðan ofan á það. Kvenfrelsi er ein af grunnstoðum Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs sem felur í sér viðurkenningu á nauðsyn þess að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis í samfélaginu. 131 ár er of langur tími til að bíða eftir því að kynjajafnrétti verði náð. Sterk og þétt kvennasamstaða þvert á pólitík og aðra hagsmuni verður vonandi til þess að okkur takist að stytta þessa löngu bið. Höfundur er þingmaður VG og í framboði til varaformanns hreyfingarinnar.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun