„Eftir að hafa deilt afmælisdeginum með eiginmanni mínum síðastliðin 25 ár er ég að verða uppiskroppa með gjafahugmyndir. Þetta er hugmynd númer tvö, golfkúlur voru mín fyrsta hugmynd, að sjálfsögðu,“ skrifað hún við myndina. Óhætt er að segja að hún sé stórglæsileg í toppformi.
Hjónin fæddust bæði þann 25. september, Catherine árið 1969 og Michael árið 1944. Þau kynntust árið 1998 og giftu sig árið 2000. Saman eiga þau tvö börn, Dylan Michael og Carys Zetu.
Afmælissöngur af dýrari gerðinni
Þetta var ekki eina færslan sem Catherine birti á Instagram í tilefni dagsins. Hún birti myndband af sér ásamt tónlistarmanninum Bono sem söng afmælissönginn fyrir Michael.