Er Miðflokkurinn fyrir ungt fólk? Anton Sveinn McKee skrifar 26. september 2024 14:01 Viðbrögðin sem stjórnin í Freyfaxa, ungliðahreyfingu Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi, hefur fengið eftir stofnfundinn föstudaginn 20. september hafa verið mögnuð og birtingarmynd þess að ungt fólk var að bíða eftir nýjum valkosti fyrir ungliðahreyfingu. Besta svarið við spurningunni sem titill þessarar greinar leggur fram er að spyrja sjálfan sig: Finnst þér núverandi ríkisstjórn vinna fyrir hagsmunum yngri kynslóða og þjóðarinnar? Ég upplifi það ekki og þess vegna tók ég þátt í stofnun Freyfaxa. Framtíðarsýn hreyfingarinnar er Ísland sem land tækifæranna – þar sem allir hafa tækifæri til að blómstra. Þó er ljóst að áskoranirnar sem þjóðin stendur frammi fyrir eru erfiðar. Einstaklingur þarf ekki að vera hagfræðingur til að sjá að verðbólga og hátt húsnæðisverð gera ungu fólki erfitt fyrir að komast inn á markaðinn. Skólakerfið, sem er burðarás framtíðarinnar, þarf umbætur til að mæta alþjóðlegum stöðlum. Borgarar upplifa sig óörugga og fleiri fréttir af skipulögðum glæpasamtökum á Íslandi birtast á miðlum. Stefna í orkumálum, sem er ein af grunnstoðum atvinnustarfsemi á landinu, hefur hægt og rólega verið að sigla í átt að ísjaka og munum við nú horfa fram á glötuð atvinnutækifæri sem verða ekki til vegna yfirvofandi orkuskorts. Það vantar aðhald í ríkisfjármálum sem þýðir að yngri kynslóðir munu þurfa að axla þungar byrðar þeirra ákvarðana sem teknar hafa verið á undanförnum árum. Þrátt fyrir þetta segja stjórnvöld okkur að ofangreind upptalning sé ekki rétt, við séum einfaldlega að upplifa hlutina rangt; Ísland hafi aldrei áður upplifað eins hagvöxt og hér sé best að búa. En ef almenningur finnur ekki fyrir því, hvaða máli skiptir það hvað Excel-skjölin segja? Fyrir hvern er þessi hagvöxtur? Íslenska þjóðin stendur á krossgötum. Til að tryggja áframhaldandi velferð og tækifæri fyrir komandi kynslóðir þarf að nálgast pólitíkina á lausnarmiðaðan hátt og með skynsamari stefnumótun. Miðflokkurinn mun leiða þessa breytingu því undirstöður flokksins eru gildi sem standa með landi og þjóð af skynsemishyggju og skapa vettvang þar sem ungt fólk getur tekið virkan þátt og mótað sína eigin framtíð. Freyfaxi mun vera leiðandi afl í að virkja ungt fólk í Suðvesturkjördæmi til að skapa betra Ísland til frambúðar. Nú er tíminn til að taka af skarið og móta framtíðina saman. Vertu hluti af þessari breytingu og taktu þátt með okkur á Nýliðakvöldi Freyfaxa þann 28. september kl. 20:00 í Hamraborg 1. Áfram Ísland! Höfundur er formaður Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Viðbrögðin sem stjórnin í Freyfaxa, ungliðahreyfingu Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi, hefur fengið eftir stofnfundinn föstudaginn 20. september hafa verið mögnuð og birtingarmynd þess að ungt fólk var að bíða eftir nýjum valkosti fyrir ungliðahreyfingu. Besta svarið við spurningunni sem titill þessarar greinar leggur fram er að spyrja sjálfan sig: Finnst þér núverandi ríkisstjórn vinna fyrir hagsmunum yngri kynslóða og þjóðarinnar? Ég upplifi það ekki og þess vegna tók ég þátt í stofnun Freyfaxa. Framtíðarsýn hreyfingarinnar er Ísland sem land tækifæranna – þar sem allir hafa tækifæri til að blómstra. Þó er ljóst að áskoranirnar sem þjóðin stendur frammi fyrir eru erfiðar. Einstaklingur þarf ekki að vera hagfræðingur til að sjá að verðbólga og hátt húsnæðisverð gera ungu fólki erfitt fyrir að komast inn á markaðinn. Skólakerfið, sem er burðarás framtíðarinnar, þarf umbætur til að mæta alþjóðlegum stöðlum. Borgarar upplifa sig óörugga og fleiri fréttir af skipulögðum glæpasamtökum á Íslandi birtast á miðlum. Stefna í orkumálum, sem er ein af grunnstoðum atvinnustarfsemi á landinu, hefur hægt og rólega verið að sigla í átt að ísjaka og munum við nú horfa fram á glötuð atvinnutækifæri sem verða ekki til vegna yfirvofandi orkuskorts. Það vantar aðhald í ríkisfjármálum sem þýðir að yngri kynslóðir munu þurfa að axla þungar byrðar þeirra ákvarðana sem teknar hafa verið á undanförnum árum. Þrátt fyrir þetta segja stjórnvöld okkur að ofangreind upptalning sé ekki rétt, við séum einfaldlega að upplifa hlutina rangt; Ísland hafi aldrei áður upplifað eins hagvöxt og hér sé best að búa. En ef almenningur finnur ekki fyrir því, hvaða máli skiptir það hvað Excel-skjölin segja? Fyrir hvern er þessi hagvöxtur? Íslenska þjóðin stendur á krossgötum. Til að tryggja áframhaldandi velferð og tækifæri fyrir komandi kynslóðir þarf að nálgast pólitíkina á lausnarmiðaðan hátt og með skynsamari stefnumótun. Miðflokkurinn mun leiða þessa breytingu því undirstöður flokksins eru gildi sem standa með landi og þjóð af skynsemishyggju og skapa vettvang þar sem ungt fólk getur tekið virkan þátt og mótað sína eigin framtíð. Freyfaxi mun vera leiðandi afl í að virkja ungt fólk í Suðvesturkjördæmi til að skapa betra Ísland til frambúðar. Nú er tíminn til að taka af skarið og móta framtíðina saman. Vertu hluti af þessari breytingu og taktu þátt með okkur á Nýliðakvöldi Freyfaxa þann 28. september kl. 20:00 í Hamraborg 1. Áfram Ísland! Höfundur er formaður Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun