Húsnæði fyrir fólk, ekki fjárfesta Gísli Rafn Ólafsson skrifar 25. september 2024 09:01 Það er orðin staðreynd að húsnæðismarkaðurinn á Íslandi hefur tekið á sig mynd sem þjónar ekki hagsmunum almennings og sérstaklega ekki ungs fólks. Fjárfestar kaupa upp fasteignir með það að markmiði að leigja þær út til ferðamanna eða halda þeim auðum í von um verðhækkun. Á sama tíma stendur ungt og efnaminna fólk frammi fyrir því að geta hvorki keypt né leigt húsnæði á sanngjörnu verði. Skammtímaleiga, eins og Airbnb, hefur gjörbreytt húsnæðismarkaðnum í borgum og bæjum landsins. Í stað þess að húsnæði sé nýtt til búsetu fyrir íbúa, er það tekið af markaðnum og sett í skammtímaleigu fyrir ferðamenn. Þetta eykur eftirspurn eftir húsnæði fyrir ferðamenn en minnkar framboð fyrir almenna leigjendur. Afleiðingin er ekki aðeins hækkandi leiguverð og skortur á húsnæði fyrir þá sem þurfa mest á því að halda, heldur minnkar skammtímaleiga félagsauð samfélaga, stöðugleika og lífsgæði Fjárfestingareignir eru annað vandamál. Þegar fjársterkir aðilar kaupa upp fasteignir með það að markmiði að græða á verðhækkunum, en ekki með það í huga að veita fólki heimili, skapast ójafnvægi á markaðnum. Þetta leiðir til þess að húsnæði stendur autt eða er leigt út á óheyrilegu verði. Unnt er að mæta þessum áskorunum með því að beita skattalegum hvötum til að breyta hegðun á markaðnum. Skattlagning á skammtímaleigu Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur bent stjórnvöldum á hvernig tækla megi þennan vanda og betrumbæta húsnæðismarkaðinn. Með því að auka skattlagningu á skammtímaleigu og fjárfestingareignir, getum við hvatt eigendur til að setja eignir sínar aftur á langtímaleigumarkaðinn eða selja þær til fyrstu kaupenda. Hærri skattar á þessar tegundir eignarhalds myndu draga úr aðdráttarafli þess til fjárfestinga. Framboð yrði aukið til þeirra sem þurfa á húsnæði að halda til að búa sér heimili, hvort heldur til kaups eða leigu og þrýstingur myndi minnka á fasteignamarkaðnum. Það er mikilvægt að skilja að skattlagning er ekki refsing, heldur tæki til að stýra hegðun á markaðnum. Þegar markaðurinn bregst og þjónar ekki hagsmunum samfélagsins, er það hlutverk ríkisins að grípa um stýrið og koma skútunni á réttan kjöl. Með því að skattleggja skammtímaleigu og fjárfestingareignir hærra, erum við að senda skýr skilaboð um að húsnæði eigi fyrst og fremst að vera heimili, ekki fjárfestingartæki. Húsnæði fyrir heimili í forgang En skattlagning ein og sér er ekki lausnin. Við þurfum einnig að huga að öðrum aðgerðum til að bæta stöðu ungs fólks og efnaminna á húsnæðismarkaðnum. Sveitarfélög geta til dæmis sett reglur um hámarksfjölda skammtímaleigu í hverfum til að tryggja að heilu hverfin verði ekki einungis samansafn af gististöðum fyrir ferðamenn. Auk þess þarf að auðvelda uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði fyrir ungt og efnaminna fólk. Þetta gæti verið gert með því að veita skattalega hvata til byggingaraðila sem sérhæfa sig í slíkri uppbyggingu, eða með því að ríkið og sveitarfélög taki sjálf þátt í byggingu á viðeigandi húsnæði. Það er einnig nauðsynlegt að endurskoða reglur um lánveitingar og útborgunarkröfur til að gera ungu fólki kleift að kaupa sína fyrstu eign. Sanngjarnari húsnæðismarkaður til framtíðar Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að markaðurinn mun ekki leysa þetta vandamál af sjálfsdáðum. Það er kominn tími til að við setjum hagsmuni heildarinnar ofar sérhagsmunum. Með auknum takmörkunum á skammtímaleigu og fjárfestingareignum getum við stuðlað að sanngjarnari húsnæðismarkaði sem þjónar okkur öllum, ekki aðeins þeim fáu sem hafa efni á að græða á neyð annarra. Það þarf pólitíska forystu og kjark til að taka þær ákvarðanir sem nauðsynlegar eru. Með því að beita skattalegum hvötum getum við stýrt þróuninni í þá átt sem þjónar best hagsmunum samfélagsins. Við megum ekki gleyma því að ungt fólk er framtíð samfélagsins. Ef við gerum þeim ókleift að koma sér upp eigin heimili, erum við að grafa undan framtíðinni. Það er ekki aðeins spurning um fjármál heldur einnig um félagslegt réttlæti og jöfnuð. Allir ættu að hafa rétt á öruggu húsnæði óháð efnahag eða aldri. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Það er orðin staðreynd að húsnæðismarkaðurinn á Íslandi hefur tekið á sig mynd sem þjónar ekki hagsmunum almennings og sérstaklega ekki ungs fólks. Fjárfestar kaupa upp fasteignir með það að markmiði að leigja þær út til ferðamanna eða halda þeim auðum í von um verðhækkun. Á sama tíma stendur ungt og efnaminna fólk frammi fyrir því að geta hvorki keypt né leigt húsnæði á sanngjörnu verði. Skammtímaleiga, eins og Airbnb, hefur gjörbreytt húsnæðismarkaðnum í borgum og bæjum landsins. Í stað þess að húsnæði sé nýtt til búsetu fyrir íbúa, er það tekið af markaðnum og sett í skammtímaleigu fyrir ferðamenn. Þetta eykur eftirspurn eftir húsnæði fyrir ferðamenn en minnkar framboð fyrir almenna leigjendur. Afleiðingin er ekki aðeins hækkandi leiguverð og skortur á húsnæði fyrir þá sem þurfa mest á því að halda, heldur minnkar skammtímaleiga félagsauð samfélaga, stöðugleika og lífsgæði Fjárfestingareignir eru annað vandamál. Þegar fjársterkir aðilar kaupa upp fasteignir með það að markmiði að græða á verðhækkunum, en ekki með það í huga að veita fólki heimili, skapast ójafnvægi á markaðnum. Þetta leiðir til þess að húsnæði stendur autt eða er leigt út á óheyrilegu verði. Unnt er að mæta þessum áskorunum með því að beita skattalegum hvötum til að breyta hegðun á markaðnum. Skattlagning á skammtímaleigu Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur bent stjórnvöldum á hvernig tækla megi þennan vanda og betrumbæta húsnæðismarkaðinn. Með því að auka skattlagningu á skammtímaleigu og fjárfestingareignir, getum við hvatt eigendur til að setja eignir sínar aftur á langtímaleigumarkaðinn eða selja þær til fyrstu kaupenda. Hærri skattar á þessar tegundir eignarhalds myndu draga úr aðdráttarafli þess til fjárfestinga. Framboð yrði aukið til þeirra sem þurfa á húsnæði að halda til að búa sér heimili, hvort heldur til kaups eða leigu og þrýstingur myndi minnka á fasteignamarkaðnum. Það er mikilvægt að skilja að skattlagning er ekki refsing, heldur tæki til að stýra hegðun á markaðnum. Þegar markaðurinn bregst og þjónar ekki hagsmunum samfélagsins, er það hlutverk ríkisins að grípa um stýrið og koma skútunni á réttan kjöl. Með því að skattleggja skammtímaleigu og fjárfestingareignir hærra, erum við að senda skýr skilaboð um að húsnæði eigi fyrst og fremst að vera heimili, ekki fjárfestingartæki. Húsnæði fyrir heimili í forgang En skattlagning ein og sér er ekki lausnin. Við þurfum einnig að huga að öðrum aðgerðum til að bæta stöðu ungs fólks og efnaminna á húsnæðismarkaðnum. Sveitarfélög geta til dæmis sett reglur um hámarksfjölda skammtímaleigu í hverfum til að tryggja að heilu hverfin verði ekki einungis samansafn af gististöðum fyrir ferðamenn. Auk þess þarf að auðvelda uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði fyrir ungt og efnaminna fólk. Þetta gæti verið gert með því að veita skattalega hvata til byggingaraðila sem sérhæfa sig í slíkri uppbyggingu, eða með því að ríkið og sveitarfélög taki sjálf þátt í byggingu á viðeigandi húsnæði. Það er einnig nauðsynlegt að endurskoða reglur um lánveitingar og útborgunarkröfur til að gera ungu fólki kleift að kaupa sína fyrstu eign. Sanngjarnari húsnæðismarkaður til framtíðar Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að markaðurinn mun ekki leysa þetta vandamál af sjálfsdáðum. Það er kominn tími til að við setjum hagsmuni heildarinnar ofar sérhagsmunum. Með auknum takmörkunum á skammtímaleigu og fjárfestingareignum getum við stuðlað að sanngjarnari húsnæðismarkaði sem þjónar okkur öllum, ekki aðeins þeim fáu sem hafa efni á að græða á neyð annarra. Það þarf pólitíska forystu og kjark til að taka þær ákvarðanir sem nauðsynlegar eru. Með því að beita skattalegum hvötum getum við stýrt þróuninni í þá átt sem þjónar best hagsmunum samfélagsins. Við megum ekki gleyma því að ungt fólk er framtíð samfélagsins. Ef við gerum þeim ókleift að koma sér upp eigin heimili, erum við að grafa undan framtíðinni. Það er ekki aðeins spurning um fjármál heldur einnig um félagslegt réttlæti og jöfnuð. Allir ættu að hafa rétt á öruggu húsnæði óháð efnahag eða aldri. Höfundur er þingmaður Pírata.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun