„Pep Guardiola eyðilagði fótboltann“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. september 2024 23:16 Áhrif Pep Guardiola á fótboltann verða seint mæld. Skiptar skoðanir eru um ágæti þeirra áhrifa. Alex Pantling - UEFA/UEFA via Getty Images Fyrrum markvörðurinn Tim Howard kennir Pep Guardiola, þjálfara Manchester City, um að hafa eyðilagt fótboltann. Of mikil áhersla sé lögð á knattspyrnu eftir höfði hans um allan heim. Howard var gestur nýrrar bandarískrar útgáfu The Overlap hlaðvarpsins, sem breski miðillinn Sky stendur fyrir. Overlap hefur verið á meðal vinsælli fótboltaþátta heims en kumpánarnir Jamie Carragher, Gary Neville, Ian Wright og Roy Keane hafa verið fastir gestir auk ensku landsliðskonunnar fyrrverandi Jill Scott. Nú hefur bandarískri útgáfu, sem ber heitið It's Called Soccer , verið hleypt af stokkunum og Howard var þar gestur Carraghers og Neville í fyrsta þætti. Umræðan sneri meðal annars að nýjum landsliðsþjálfara Bandaríkjanna, Argentínumanninum Mauricio Pochettino, sem og fráfarandi þjálfara Gregg Berhalter, sem var rekinn í sumar. Howard er öllum hnútum kunnugur en hann tæplega 400 leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir Manchester United og Everton og var landsliðsmarkvörður Bandaríkjanna um árabil, spilaði 117 landsleiki. Tim Howard lék 117 landsleiki fyrir Bandaríkin á árunum 2002 til 2017.vísir/getty „Það sem Gregg Berhalter gerði, ef litið er aftur til minnar kynslóðar, þá var þetta hópur hörkutóla og svo örfárra sem gátu unnið leikina upp á sitt einsdæmi. Hann bjó til trú hjá þessu liði að það gæti spilað góðan bolta fram á við,“ segir Howard um forvera Pochettino í starfi. Fótboltaheimurinn hafi breyst, og ekki endilega til hins betra, síðustu ár. „En það sem gerðist, sem snerti alla, er að Pep Guardiola eyðilagði fótboltann. Hann hafði þau áhrif að allir halda að þeir geti spilað sóknarbolta. Það er ekki þannig, ekki allir geta það. Þrjú lið í heiminum geta gert það vel,“ segir Howard sem vill sjá afturkall til fortíðar. „Þú þarft að vera markviss og ákveðinn. Ef litið er á bestu lið Pochettino, þá voru það tvær þéttar fjögurra manna línur og tveir frammi. Þegar liðin sóttu hratt gerðu þeir það með fjórum leikmönnum sem gátu verið skapandi en það mikilvægasta var að vera þéttir til baka,“ „Ef hann getur fundið þessa markvissu og ákveðni getur hann náð fínum árangri,“ segir Howard í þættinum. Fótbolti Enski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Sjá meira
Howard var gestur nýrrar bandarískrar útgáfu The Overlap hlaðvarpsins, sem breski miðillinn Sky stendur fyrir. Overlap hefur verið á meðal vinsælli fótboltaþátta heims en kumpánarnir Jamie Carragher, Gary Neville, Ian Wright og Roy Keane hafa verið fastir gestir auk ensku landsliðskonunnar fyrrverandi Jill Scott. Nú hefur bandarískri útgáfu, sem ber heitið It's Called Soccer , verið hleypt af stokkunum og Howard var þar gestur Carraghers og Neville í fyrsta þætti. Umræðan sneri meðal annars að nýjum landsliðsþjálfara Bandaríkjanna, Argentínumanninum Mauricio Pochettino, sem og fráfarandi þjálfara Gregg Berhalter, sem var rekinn í sumar. Howard er öllum hnútum kunnugur en hann tæplega 400 leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir Manchester United og Everton og var landsliðsmarkvörður Bandaríkjanna um árabil, spilaði 117 landsleiki. Tim Howard lék 117 landsleiki fyrir Bandaríkin á árunum 2002 til 2017.vísir/getty „Það sem Gregg Berhalter gerði, ef litið er aftur til minnar kynslóðar, þá var þetta hópur hörkutóla og svo örfárra sem gátu unnið leikina upp á sitt einsdæmi. Hann bjó til trú hjá þessu liði að það gæti spilað góðan bolta fram á við,“ segir Howard um forvera Pochettino í starfi. Fótboltaheimurinn hafi breyst, og ekki endilega til hins betra, síðustu ár. „En það sem gerðist, sem snerti alla, er að Pep Guardiola eyðilagði fótboltann. Hann hafði þau áhrif að allir halda að þeir geti spilað sóknarbolta. Það er ekki þannig, ekki allir geta það. Þrjú lið í heiminum geta gert það vel,“ segir Howard sem vill sjá afturkall til fortíðar. „Þú þarft að vera markviss og ákveðinn. Ef litið er á bestu lið Pochettino, þá voru það tvær þéttar fjögurra manna línur og tveir frammi. Þegar liðin sóttu hratt gerðu þeir það með fjórum leikmönnum sem gátu verið skapandi en það mikilvægasta var að vera þéttir til baka,“ „Ef hann getur fundið þessa markvissu og ákveðni getur hann náð fínum árangri,“ segir Howard í þættinum.
Fótbolti Enski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Sjá meira