Loftslag eða lífskjör: bæði betra Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar 25. september 2024 07:02 Viðskiptaráð skilaði í síðustu viku inn umsögn til umhverfis- orku- og loftslagsráðherra um uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Þar mátum við efnahagsleg áhrif þeirra 150 loftslagsaðgerða sem þar má finna. Niðurstaðan var sú að tvær af hverjum þremur aðgerðum hefðu neikvæð efnahagsleg áhrif. Umsögnin vakti sterk viðbrögð. Formaður Loftslagsráðs lýsti yfir vonbrigðum með afstöðu ráðsins auk þess sem landsþekktur rithöfundur kallaði eftir því að fyrirtæki segi sig úr Viðskiptaráði. Förum nánar yfir þessa gagnrýni. Forgangsraða ætti aðgerðum Því hefur verið haldið fram að Viðskiptaráð sé á móti því að ráðist verði í loftslagsaðgerðirnar 150. Það er ekki rétt. Viðskiptaráð hefur hvergi tekið afstöðu til þess hvort ráðast eigi í aðgerðirnar. Ráðið lagði mat á efnahagsleg áhrif þeirra, en það mat var ekki framkvæmt í aðgerðaráætluninni sjálfri. Matið leiddi í ljós að 97 af 150 aðgerðum hafa neikvæð efnahagsleg áhrif, ýmist vegna aukinna opinberra útgjalda, hærri skatta eða gjalda, aukinnar reglubyrði eða nýrra takmarkana og banna. Ekki var lagt mat á ávinning aðgerðanna í formi samdráttar í losun, enda hefur Viðskiptaráð ekki forsendur til þess og slíkt mat liggur aðeins fyrir í litlum hluta aðgerða. Með þessu mati varpaði Viðskiptaráð ljósi á þá staðreynd að mörgum aðgerðunum fylgir kostnaður. Ráðið benti í umsögn sinni á að mikilvægt væri að taka tillit til þessa kostnaðar í umfangsmiklum aðgerðapökkum stjórnvalda. Þetta rímar við lög um loftslagsmál, þar sem kveðið er á um að aðgerðum skuli fylgja „mat á áætluðum kostnaði ásamt mati á loftslagsávinningi.“ Allir ættu að vera sammála um mikilvægi þess að þetta mat fari fram. Það gerir stjórnvöldum kleift að forgangsraða þeim aðgerðum sem skila mestum samdrætti í útblæstri með minnstum eða jafnvel engum tilkostnaði. Þannig geta stjórnvöld náð loftslagsmarkmiðum Íslands með sem hagkvæmustum hætti. Breytt nálgun Evrópusambandsins Tillaga Viðskiptaráðs kallast á við nýja áherslu Evrópusambandsins í málaflokknum. Í nýlegri skýrslu Mario Draghi, sem unnin var fyrir framkvæmdastjórn ESB, er lögð áhersla á að horft sé til samkeppnishæfni álfunnar. Í skýrslunni er ESB hvatt til þess að lágmarka neikvæð efnahagsleg áhrif loftslagsaðgerða. Verði það ekki gert muni það bitna á lífsgæðum í álfunni til lengri tíma litið. Boðskapur Draghi rímar vel við reynslu Íslands undanfarin ár: kraftmikið efnahagslíf er besti undirbúningurinn gagnvart stórum áskorunum. Sé ríkjum alvara í því að takast á við loftslagsvandann er mikilvægt að þau skapi svigrúm fyrir atvinnulífið til fjárfestinga í grænum lausnum og orkuskiptum, en bindi það ekki í óhóflegri skattheimtu eða óþarfa reglubyrði. Þannig getur græn nýsköpun og orkuöflun leitt af sér umhverfisvænni framleiðslu þjóða samhliða því að lífsgæði aukast. Tökum tillit til kostnaðar og ávinnings Viðskiptaráð hefur hvergi gert ágreining um að draga eigi úr losun og standast þannig alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Ráðið hefur lagt sitt af mörkum í umræðu um málaflokkinn á síðustu árum. Umsögn ráðsins um loftslagsaðgerðir stjórnvalda er hluti af því. Ef breið samstaða og árangur á að nást um aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er nauðsynlegt að þar sé bæði tekið tillit til kostnaðar og ávinnings. Þannig getum við fundið farsælustu leiðina til að draga úr losun á sama tíma og við bætum lífskjör þeirra sem hér búa. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Björn Brynjúlfur Björnsson Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Viðskiptaráð skilaði í síðustu viku inn umsögn til umhverfis- orku- og loftslagsráðherra um uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Þar mátum við efnahagsleg áhrif þeirra 150 loftslagsaðgerða sem þar má finna. Niðurstaðan var sú að tvær af hverjum þremur aðgerðum hefðu neikvæð efnahagsleg áhrif. Umsögnin vakti sterk viðbrögð. Formaður Loftslagsráðs lýsti yfir vonbrigðum með afstöðu ráðsins auk þess sem landsþekktur rithöfundur kallaði eftir því að fyrirtæki segi sig úr Viðskiptaráði. Förum nánar yfir þessa gagnrýni. Forgangsraða ætti aðgerðum Því hefur verið haldið fram að Viðskiptaráð sé á móti því að ráðist verði í loftslagsaðgerðirnar 150. Það er ekki rétt. Viðskiptaráð hefur hvergi tekið afstöðu til þess hvort ráðast eigi í aðgerðirnar. Ráðið lagði mat á efnahagsleg áhrif þeirra, en það mat var ekki framkvæmt í aðgerðaráætluninni sjálfri. Matið leiddi í ljós að 97 af 150 aðgerðum hafa neikvæð efnahagsleg áhrif, ýmist vegna aukinna opinberra útgjalda, hærri skatta eða gjalda, aukinnar reglubyrði eða nýrra takmarkana og banna. Ekki var lagt mat á ávinning aðgerðanna í formi samdráttar í losun, enda hefur Viðskiptaráð ekki forsendur til þess og slíkt mat liggur aðeins fyrir í litlum hluta aðgerða. Með þessu mati varpaði Viðskiptaráð ljósi á þá staðreynd að mörgum aðgerðunum fylgir kostnaður. Ráðið benti í umsögn sinni á að mikilvægt væri að taka tillit til þessa kostnaðar í umfangsmiklum aðgerðapökkum stjórnvalda. Þetta rímar við lög um loftslagsmál, þar sem kveðið er á um að aðgerðum skuli fylgja „mat á áætluðum kostnaði ásamt mati á loftslagsávinningi.“ Allir ættu að vera sammála um mikilvægi þess að þetta mat fari fram. Það gerir stjórnvöldum kleift að forgangsraða þeim aðgerðum sem skila mestum samdrætti í útblæstri með minnstum eða jafnvel engum tilkostnaði. Þannig geta stjórnvöld náð loftslagsmarkmiðum Íslands með sem hagkvæmustum hætti. Breytt nálgun Evrópusambandsins Tillaga Viðskiptaráðs kallast á við nýja áherslu Evrópusambandsins í málaflokknum. Í nýlegri skýrslu Mario Draghi, sem unnin var fyrir framkvæmdastjórn ESB, er lögð áhersla á að horft sé til samkeppnishæfni álfunnar. Í skýrslunni er ESB hvatt til þess að lágmarka neikvæð efnahagsleg áhrif loftslagsaðgerða. Verði það ekki gert muni það bitna á lífsgæðum í álfunni til lengri tíma litið. Boðskapur Draghi rímar vel við reynslu Íslands undanfarin ár: kraftmikið efnahagslíf er besti undirbúningurinn gagnvart stórum áskorunum. Sé ríkjum alvara í því að takast á við loftslagsvandann er mikilvægt að þau skapi svigrúm fyrir atvinnulífið til fjárfestinga í grænum lausnum og orkuskiptum, en bindi það ekki í óhóflegri skattheimtu eða óþarfa reglubyrði. Þannig getur græn nýsköpun og orkuöflun leitt af sér umhverfisvænni framleiðslu þjóða samhliða því að lífsgæði aukast. Tökum tillit til kostnaðar og ávinnings Viðskiptaráð hefur hvergi gert ágreining um að draga eigi úr losun og standast þannig alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Ráðið hefur lagt sitt af mörkum í umræðu um málaflokkinn á síðustu árum. Umsögn ráðsins um loftslagsaðgerðir stjórnvalda er hluti af því. Ef breið samstaða og árangur á að nást um aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er nauðsynlegt að þar sé bæði tekið tillit til kostnaðar og ávinnings. Þannig getum við fundið farsælustu leiðina til að draga úr losun á sama tíma og við bætum lífskjör þeirra sem hér búa. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun