Loftslag eða lífskjör: bæði betra Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar 25. september 2024 07:02 Viðskiptaráð skilaði í síðustu viku inn umsögn til umhverfis- orku- og loftslagsráðherra um uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Þar mátum við efnahagsleg áhrif þeirra 150 loftslagsaðgerða sem þar má finna. Niðurstaðan var sú að tvær af hverjum þremur aðgerðum hefðu neikvæð efnahagsleg áhrif. Umsögnin vakti sterk viðbrögð. Formaður Loftslagsráðs lýsti yfir vonbrigðum með afstöðu ráðsins auk þess sem landsþekktur rithöfundur kallaði eftir því að fyrirtæki segi sig úr Viðskiptaráði. Förum nánar yfir þessa gagnrýni. Forgangsraða ætti aðgerðum Því hefur verið haldið fram að Viðskiptaráð sé á móti því að ráðist verði í loftslagsaðgerðirnar 150. Það er ekki rétt. Viðskiptaráð hefur hvergi tekið afstöðu til þess hvort ráðast eigi í aðgerðirnar. Ráðið lagði mat á efnahagsleg áhrif þeirra, en það mat var ekki framkvæmt í aðgerðaráætluninni sjálfri. Matið leiddi í ljós að 97 af 150 aðgerðum hafa neikvæð efnahagsleg áhrif, ýmist vegna aukinna opinberra útgjalda, hærri skatta eða gjalda, aukinnar reglubyrði eða nýrra takmarkana og banna. Ekki var lagt mat á ávinning aðgerðanna í formi samdráttar í losun, enda hefur Viðskiptaráð ekki forsendur til þess og slíkt mat liggur aðeins fyrir í litlum hluta aðgerða. Með þessu mati varpaði Viðskiptaráð ljósi á þá staðreynd að mörgum aðgerðunum fylgir kostnaður. Ráðið benti í umsögn sinni á að mikilvægt væri að taka tillit til þessa kostnaðar í umfangsmiklum aðgerðapökkum stjórnvalda. Þetta rímar við lög um loftslagsmál, þar sem kveðið er á um að aðgerðum skuli fylgja „mat á áætluðum kostnaði ásamt mati á loftslagsávinningi.“ Allir ættu að vera sammála um mikilvægi þess að þetta mat fari fram. Það gerir stjórnvöldum kleift að forgangsraða þeim aðgerðum sem skila mestum samdrætti í útblæstri með minnstum eða jafnvel engum tilkostnaði. Þannig geta stjórnvöld náð loftslagsmarkmiðum Íslands með sem hagkvæmustum hætti. Breytt nálgun Evrópusambandsins Tillaga Viðskiptaráðs kallast á við nýja áherslu Evrópusambandsins í málaflokknum. Í nýlegri skýrslu Mario Draghi, sem unnin var fyrir framkvæmdastjórn ESB, er lögð áhersla á að horft sé til samkeppnishæfni álfunnar. Í skýrslunni er ESB hvatt til þess að lágmarka neikvæð efnahagsleg áhrif loftslagsaðgerða. Verði það ekki gert muni það bitna á lífsgæðum í álfunni til lengri tíma litið. Boðskapur Draghi rímar vel við reynslu Íslands undanfarin ár: kraftmikið efnahagslíf er besti undirbúningurinn gagnvart stórum áskorunum. Sé ríkjum alvara í því að takast á við loftslagsvandann er mikilvægt að þau skapi svigrúm fyrir atvinnulífið til fjárfestinga í grænum lausnum og orkuskiptum, en bindi það ekki í óhóflegri skattheimtu eða óþarfa reglubyrði. Þannig getur græn nýsköpun og orkuöflun leitt af sér umhverfisvænni framleiðslu þjóða samhliða því að lífsgæði aukast. Tökum tillit til kostnaðar og ávinnings Viðskiptaráð hefur hvergi gert ágreining um að draga eigi úr losun og standast þannig alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Ráðið hefur lagt sitt af mörkum í umræðu um málaflokkinn á síðustu árum. Umsögn ráðsins um loftslagsaðgerðir stjórnvalda er hluti af því. Ef breið samstaða og árangur á að nást um aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er nauðsynlegt að þar sé bæði tekið tillit til kostnaðar og ávinnings. Þannig getum við fundið farsælustu leiðina til að draga úr losun á sama tíma og við bætum lífskjör þeirra sem hér búa. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Björn Brynjúlfur Björnsson Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Viðskiptaráð skilaði í síðustu viku inn umsögn til umhverfis- orku- og loftslagsráðherra um uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Þar mátum við efnahagsleg áhrif þeirra 150 loftslagsaðgerða sem þar má finna. Niðurstaðan var sú að tvær af hverjum þremur aðgerðum hefðu neikvæð efnahagsleg áhrif. Umsögnin vakti sterk viðbrögð. Formaður Loftslagsráðs lýsti yfir vonbrigðum með afstöðu ráðsins auk þess sem landsþekktur rithöfundur kallaði eftir því að fyrirtæki segi sig úr Viðskiptaráði. Förum nánar yfir þessa gagnrýni. Forgangsraða ætti aðgerðum Því hefur verið haldið fram að Viðskiptaráð sé á móti því að ráðist verði í loftslagsaðgerðirnar 150. Það er ekki rétt. Viðskiptaráð hefur hvergi tekið afstöðu til þess hvort ráðast eigi í aðgerðirnar. Ráðið lagði mat á efnahagsleg áhrif þeirra, en það mat var ekki framkvæmt í aðgerðaráætluninni sjálfri. Matið leiddi í ljós að 97 af 150 aðgerðum hafa neikvæð efnahagsleg áhrif, ýmist vegna aukinna opinberra útgjalda, hærri skatta eða gjalda, aukinnar reglubyrði eða nýrra takmarkana og banna. Ekki var lagt mat á ávinning aðgerðanna í formi samdráttar í losun, enda hefur Viðskiptaráð ekki forsendur til þess og slíkt mat liggur aðeins fyrir í litlum hluta aðgerða. Með þessu mati varpaði Viðskiptaráð ljósi á þá staðreynd að mörgum aðgerðunum fylgir kostnaður. Ráðið benti í umsögn sinni á að mikilvægt væri að taka tillit til þessa kostnaðar í umfangsmiklum aðgerðapökkum stjórnvalda. Þetta rímar við lög um loftslagsmál, þar sem kveðið er á um að aðgerðum skuli fylgja „mat á áætluðum kostnaði ásamt mati á loftslagsávinningi.“ Allir ættu að vera sammála um mikilvægi þess að þetta mat fari fram. Það gerir stjórnvöldum kleift að forgangsraða þeim aðgerðum sem skila mestum samdrætti í útblæstri með minnstum eða jafnvel engum tilkostnaði. Þannig geta stjórnvöld náð loftslagsmarkmiðum Íslands með sem hagkvæmustum hætti. Breytt nálgun Evrópusambandsins Tillaga Viðskiptaráðs kallast á við nýja áherslu Evrópusambandsins í málaflokknum. Í nýlegri skýrslu Mario Draghi, sem unnin var fyrir framkvæmdastjórn ESB, er lögð áhersla á að horft sé til samkeppnishæfni álfunnar. Í skýrslunni er ESB hvatt til þess að lágmarka neikvæð efnahagsleg áhrif loftslagsaðgerða. Verði það ekki gert muni það bitna á lífsgæðum í álfunni til lengri tíma litið. Boðskapur Draghi rímar vel við reynslu Íslands undanfarin ár: kraftmikið efnahagslíf er besti undirbúningurinn gagnvart stórum áskorunum. Sé ríkjum alvara í því að takast á við loftslagsvandann er mikilvægt að þau skapi svigrúm fyrir atvinnulífið til fjárfestinga í grænum lausnum og orkuskiptum, en bindi það ekki í óhóflegri skattheimtu eða óþarfa reglubyrði. Þannig getur græn nýsköpun og orkuöflun leitt af sér umhverfisvænni framleiðslu þjóða samhliða því að lífsgæði aukast. Tökum tillit til kostnaðar og ávinnings Viðskiptaráð hefur hvergi gert ágreining um að draga eigi úr losun og standast þannig alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Ráðið hefur lagt sitt af mörkum í umræðu um málaflokkinn á síðustu árum. Umsögn ráðsins um loftslagsaðgerðir stjórnvalda er hluti af því. Ef breið samstaða og árangur á að nást um aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er nauðsynlegt að þar sé bæði tekið tillit til kostnaðar og ávinnings. Þannig getum við fundið farsælustu leiðina til að draga úr losun á sama tíma og við bætum lífskjör þeirra sem hér búa. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar