HR og HSÍ taka höndum saman: „Engin meðalmennska hér, það er tekið á því“ Aron Guðmundsson skrifar 24. september 2024 19:46 Prófanirnar sem landsliðskonur Íslands í handbolta þreyttu í fyrsta skipti í Háskólanum í Reykjavík í dag eru sambærilegar þeim sem sjást hjá atvinnumanna- og landsliðum erlendis sem við viljum bera okkur saman við. Vísir/Sigurjón Mikilvæg skref voru tekin í starfi íslenska kvennalandsliðsins í handbolta í Háskólanum í Reykjavík í dag þegar að leikmenn liðsins gengust undir ítarleg próf sem skila niðurstöðum sem gera vinnu leikmanna og þjálfara markvissari og skipulagðari. Gerðar voru ýmsar mælingar á þáttum leikmanna. Til dæmis þoli, styrk, hraða, hreyfanleika og sálfræðilegri hæfni og er um að ræða tímamót í umgjörð og fagmennskunni í kringum liðið sem horft er til að muni gagnast liðinu og leikmönnum þess til langs tíma litið. Allt er þetta nú geranlegt í fyrsta skipti sökum nýs búnaðar sem Háskólinn í Reykjavík hefur tekið í notkun en sambærilegar mælingar þekkjast hjá atvinnumanna- og landsliðum sem við viljum bera okkur saman við úti í heimi. Verkefnið er leitt áfram af íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík en í þéttu samstarfi og undir forystu landsliðsþjálfarans Arnars Péturssonar. Verða markvissari og skipulagðari Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handboltaVísir/Sigurjón „Þessi skref hérna í dag sem við tökum með HR eru mjög mikilvæg vegna þess að við vitum að þessi lið sem við erum að bera okkur saman við. Liðin sem við viljum vera að nálgast. Eru einmitt að vinna þessa vinnu. Það að fá einhverjar niðurstöður, sem við vitum að munu gera vinnu okkar markvissari í framhaldinu, gerir bara ógeðslega mikið fyrir okkur. Við verðum markvissari. Verðum skipulagðari. Ættum að vera betur undir það búin að hjálpa þessum stelpum að taka þau skref sem eru nauðsynleg. Þetta skiptir okkur miklu máli. Ég er ánægður með frumkvæði Háskólans í Reykjavík í þessu máli. Að bjóða okkur upp á þetta. Ég er þeim virkilega þakklátur.“ Unnið er hratt og örugglega úr gögnunum og munu niðurstöður berast þjálfarateymi liðsins og er horft til þess að þær muni nýtast íslenska landsliðinu og leikmönnum þess til langs tíma litið. Við stefnum á að vera hérna aftur eftir einhvern ákveðinn tíma. Þessar mælingar í dag er ákveðin upphafsstaða. Úr þeim fáum við ákveðnar niðurstöður sem við getum unnið með í framhaldinu. Til langs tíma mun þetta skila okkur alveg g miklu. En til skamms tíma, fram að EM í lok árs, jú þá mun þetta nýtast okkur en er kannski ekki algjört lykilatriði.“ Vonandi vísirinn af því sem koma skal Sveinn Þorgeirsson er stjórnandi RU Sports Lab hjá HR og hefur yfirumsjón með verkefninu sem gagnast ekki háskólanum síður en landsliðinu en meistaranemar taka virkan þátt í ferlinu. Sveinn Þorgeirsson, stjórnandi RU Sports LabVísir/Sigurjón „Við hér í Háskólanum í Reykjavík styðjum við þetta ferli. Það þjónar okkar markmiði líka. Við komum inn með okkar meistaranemendur og tvinnum þetta allt saman. Við fáum því helling út úr þessu. Bæði í tengslum við akademísk, vísinda- og íþróttaleg gildi. Þessar prófanir sem við erum að gera hér í dag eru eiginlega alveg sambærilegar því sem við erum að sjá hjá atvinnumanna- og landsliðum erlendis. Það er frábært tækifæri fyrir okkur að geta veitt nemendum okkar reynslu í þessu og um leið veitt HSÍ þjónustu á þennan hátt.“ Verkefnið nú formlega hafið og vonandi bara í fyrsta skipti sem HR og HSÍ taka höndum saman með þessum hætti. „Vonandi er þetta bara vísirinn af því sem koma skal. Að þetta verði hluti af umgjörðinni í kringum landsliðin. Það verður auðvitað gert í samtali við HSÍ. Þetta er í fyrsta skipti sem við gerum þetta en ég er viss um að það verði mikill þungi lagður í að nota gögnin. Að þau fari beint í notkun hjá hverjum og einum einstaklingi. Sumir leikmenn koma út úr þessu með þær upplýsingar að þær séu bara í góðum málum. Eru sterkar, í góðu jafnvægi og þar fram eftir götunum. Svo náum við örugglega að koma augu á eitthvað sem við þurfum að fylgja eftir fyrir leikmanninn. Eitthvað til að bæta úr og hjálpa þeim að haldast heilum. Af því að við viljum að okkar landsliðsfólk sé heilt heilsu og geti tekið þátt af fullum krafti á stórmótum.“ „Engin meðalmennska hér“ „Þegar að leikmenn klára prófin og labba héðan út þá verða gögnin komin inn. Við getum því strax tekið niðurstöðurnar til skoðunar næstu daga og vikur. Þessar tölur eru nú svolítið bara eins og grænmeti. Þær eru bestar fyrst og ferskar. Það liggur því mikið á að vinna úr þeim hratt og vel. Við höfum fagfólk hér til að hjálpa til við það.“ Afreksíþróttafólk okkar Íslendinga býr yfir miklu keppnisskapi og það var ekki lagt til hliðar í prófunum dagsins. Verðurðu var við að þær séu í einhverjum metingi innbyrðis og keppni varðandi þessi próf sem þær eru að þreyta? „Já. Það er alveg augljóst,“ svarar Sveinn. „Það er engin meðalmennska hér. Hér er bara verið að taka á því.“ „Miklu meiri fræði en ég bjóst við“ Og leikmenn landsliðsins voru ánægðar með daginn. Þórey Björk Stefánsdóttir, landsliðskona í handboltaVísir/Sigurjón „Þetta hefur allt svo mikið að segja,“ segir Þórey Rósa Stefánsdóttir ein af reynsluboltum liðsins. „Það er búið að tala um líkamlega þáttinn í mörg ár. Það er verið að taka hann föstum tökum núna sem og aðra þætti. Öll fagmennska. Öll umgjörð skiptir miklu máli í þessu. Hún er á uppleið. Það er alltaf að færast meiri og meiri alvara í íþróttir vil ég meina. Það er orðin miklu meiri vinna að vera íþróttamaður núna heldur en var fyrir einhverjum tíu til fimmtán árum. Fræðin eru meiri og fyrir vikið verður íþróttafólkið betra. Þetta er bara búið að vera mjög fræðandi og skemmtilegt ferli í dag. Í rauninni miklu meiri fræði á bak við þetta en ég bjóst við fyrir fram.“ Thea Imani Sturludóttir tekur í sama streng og liðsfélagi sinn í landsliðinu. Thea Imani Sturludóttir, landsliðskona í handboltaVísir/Sigurjón „Það er búið að vera ógeðslega skemmtilegt að taka þátt í þessu. Þetta eru svona hámarks mælingar sem verður gott að fá niðurstöður úr til þess að sjá hvar maður getur bætt sig. Við erum bara hrikalega heppnar að fá að koma hingað og taka þátt í þessu.“ Það verður líka bara gaman að sjá niðurstöðurnar, upp á fyrirbyggjandi hluti varðandi meiðsli og annað að gera. Sjá hvað maður þarf að bæta hér og þar. Svo þegar að við mætum hingað aftur, þreytum þessi próf aftur, þá getum við fengið góða mynd af því hvar við stöndum. Hvort að við höfum náð að bæta okkur milli skipta. Það verður bara mjög gaman að sjá.“ Spennandi mánuðir fram undan Íslenska landsliðið heldur af landi brott á morgun til Tékklands á æfingamót þar sem liðið mun leika þrjá leiki. Því næst taka við tveir leikir við pólska landsliðið hér heima í október og þá erum við komin ískyggilega nálægt upphafsdegi Evrópumótsins sem stelpurnar okkar taka þátt í undir lok árs. Þar verða þær í krefjandi riðli með Hollandi, Þýskalandi og Úkraínu en riðill liðsins verður spilaður í Innsbruck í Austurríki. Mótið hefst þann 28.nóvember og lýkur 15.desember. Elín Klara, ein af landsliðskonum Íslands í landsleik.Vísir/Anton Brink „Það er hugur í öllum hópnum,“ segir Arnar. „Framhaldið er náttúrulega bara spennandi. Við erum að fara í þessa þrjá leiki um helgina sem skipta okkur miklu máli. Þar munum við fá einhver svör og munum sömuleiðis leita svara við ákveðnum spurningum sem við höfum. Í framhaldi af því tökum við svo á móti pólska landsliðinu hérna heima í tveimur leikjum í október sem er frábært. Uppsetningin á undirbúningi okkar fyrir Evrópumótið er eins góð og hún getur orðið. Við þurfum bara að geta unnið eins vel með þann tíma sem við höfum eins og við getum.“ Landslið kvenna í handbolta Handbolti Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Gerðar voru ýmsar mælingar á þáttum leikmanna. Til dæmis þoli, styrk, hraða, hreyfanleika og sálfræðilegri hæfni og er um að ræða tímamót í umgjörð og fagmennskunni í kringum liðið sem horft er til að muni gagnast liðinu og leikmönnum þess til langs tíma litið. Allt er þetta nú geranlegt í fyrsta skipti sökum nýs búnaðar sem Háskólinn í Reykjavík hefur tekið í notkun en sambærilegar mælingar þekkjast hjá atvinnumanna- og landsliðum sem við viljum bera okkur saman við úti í heimi. Verkefnið er leitt áfram af íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík en í þéttu samstarfi og undir forystu landsliðsþjálfarans Arnars Péturssonar. Verða markvissari og skipulagðari Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handboltaVísir/Sigurjón „Þessi skref hérna í dag sem við tökum með HR eru mjög mikilvæg vegna þess að við vitum að þessi lið sem við erum að bera okkur saman við. Liðin sem við viljum vera að nálgast. Eru einmitt að vinna þessa vinnu. Það að fá einhverjar niðurstöður, sem við vitum að munu gera vinnu okkar markvissari í framhaldinu, gerir bara ógeðslega mikið fyrir okkur. Við verðum markvissari. Verðum skipulagðari. Ættum að vera betur undir það búin að hjálpa þessum stelpum að taka þau skref sem eru nauðsynleg. Þetta skiptir okkur miklu máli. Ég er ánægður með frumkvæði Háskólans í Reykjavík í þessu máli. Að bjóða okkur upp á þetta. Ég er þeim virkilega þakklátur.“ Unnið er hratt og örugglega úr gögnunum og munu niðurstöður berast þjálfarateymi liðsins og er horft til þess að þær muni nýtast íslenska landsliðinu og leikmönnum þess til langs tíma litið. Við stefnum á að vera hérna aftur eftir einhvern ákveðinn tíma. Þessar mælingar í dag er ákveðin upphafsstaða. Úr þeim fáum við ákveðnar niðurstöður sem við getum unnið með í framhaldinu. Til langs tíma mun þetta skila okkur alveg g miklu. En til skamms tíma, fram að EM í lok árs, jú þá mun þetta nýtast okkur en er kannski ekki algjört lykilatriði.“ Vonandi vísirinn af því sem koma skal Sveinn Þorgeirsson er stjórnandi RU Sports Lab hjá HR og hefur yfirumsjón með verkefninu sem gagnast ekki háskólanum síður en landsliðinu en meistaranemar taka virkan þátt í ferlinu. Sveinn Þorgeirsson, stjórnandi RU Sports LabVísir/Sigurjón „Við hér í Háskólanum í Reykjavík styðjum við þetta ferli. Það þjónar okkar markmiði líka. Við komum inn með okkar meistaranemendur og tvinnum þetta allt saman. Við fáum því helling út úr þessu. Bæði í tengslum við akademísk, vísinda- og íþróttaleg gildi. Þessar prófanir sem við erum að gera hér í dag eru eiginlega alveg sambærilegar því sem við erum að sjá hjá atvinnumanna- og landsliðum erlendis. Það er frábært tækifæri fyrir okkur að geta veitt nemendum okkar reynslu í þessu og um leið veitt HSÍ þjónustu á þennan hátt.“ Verkefnið nú formlega hafið og vonandi bara í fyrsta skipti sem HR og HSÍ taka höndum saman með þessum hætti. „Vonandi er þetta bara vísirinn af því sem koma skal. Að þetta verði hluti af umgjörðinni í kringum landsliðin. Það verður auðvitað gert í samtali við HSÍ. Þetta er í fyrsta skipti sem við gerum þetta en ég er viss um að það verði mikill þungi lagður í að nota gögnin. Að þau fari beint í notkun hjá hverjum og einum einstaklingi. Sumir leikmenn koma út úr þessu með þær upplýsingar að þær séu bara í góðum málum. Eru sterkar, í góðu jafnvægi og þar fram eftir götunum. Svo náum við örugglega að koma augu á eitthvað sem við þurfum að fylgja eftir fyrir leikmanninn. Eitthvað til að bæta úr og hjálpa þeim að haldast heilum. Af því að við viljum að okkar landsliðsfólk sé heilt heilsu og geti tekið þátt af fullum krafti á stórmótum.“ „Engin meðalmennska hér“ „Þegar að leikmenn klára prófin og labba héðan út þá verða gögnin komin inn. Við getum því strax tekið niðurstöðurnar til skoðunar næstu daga og vikur. Þessar tölur eru nú svolítið bara eins og grænmeti. Þær eru bestar fyrst og ferskar. Það liggur því mikið á að vinna úr þeim hratt og vel. Við höfum fagfólk hér til að hjálpa til við það.“ Afreksíþróttafólk okkar Íslendinga býr yfir miklu keppnisskapi og það var ekki lagt til hliðar í prófunum dagsins. Verðurðu var við að þær séu í einhverjum metingi innbyrðis og keppni varðandi þessi próf sem þær eru að þreyta? „Já. Það er alveg augljóst,“ svarar Sveinn. „Það er engin meðalmennska hér. Hér er bara verið að taka á því.“ „Miklu meiri fræði en ég bjóst við“ Og leikmenn landsliðsins voru ánægðar með daginn. Þórey Björk Stefánsdóttir, landsliðskona í handboltaVísir/Sigurjón „Þetta hefur allt svo mikið að segja,“ segir Þórey Rósa Stefánsdóttir ein af reynsluboltum liðsins. „Það er búið að tala um líkamlega þáttinn í mörg ár. Það er verið að taka hann föstum tökum núna sem og aðra þætti. Öll fagmennska. Öll umgjörð skiptir miklu máli í þessu. Hún er á uppleið. Það er alltaf að færast meiri og meiri alvara í íþróttir vil ég meina. Það er orðin miklu meiri vinna að vera íþróttamaður núna heldur en var fyrir einhverjum tíu til fimmtán árum. Fræðin eru meiri og fyrir vikið verður íþróttafólkið betra. Þetta er bara búið að vera mjög fræðandi og skemmtilegt ferli í dag. Í rauninni miklu meiri fræði á bak við þetta en ég bjóst við fyrir fram.“ Thea Imani Sturludóttir tekur í sama streng og liðsfélagi sinn í landsliðinu. Thea Imani Sturludóttir, landsliðskona í handboltaVísir/Sigurjón „Það er búið að vera ógeðslega skemmtilegt að taka þátt í þessu. Þetta eru svona hámarks mælingar sem verður gott að fá niðurstöður úr til þess að sjá hvar maður getur bætt sig. Við erum bara hrikalega heppnar að fá að koma hingað og taka þátt í þessu.“ Það verður líka bara gaman að sjá niðurstöðurnar, upp á fyrirbyggjandi hluti varðandi meiðsli og annað að gera. Sjá hvað maður þarf að bæta hér og þar. Svo þegar að við mætum hingað aftur, þreytum þessi próf aftur, þá getum við fengið góða mynd af því hvar við stöndum. Hvort að við höfum náð að bæta okkur milli skipta. Það verður bara mjög gaman að sjá.“ Spennandi mánuðir fram undan Íslenska landsliðið heldur af landi brott á morgun til Tékklands á æfingamót þar sem liðið mun leika þrjá leiki. Því næst taka við tveir leikir við pólska landsliðið hér heima í október og þá erum við komin ískyggilega nálægt upphafsdegi Evrópumótsins sem stelpurnar okkar taka þátt í undir lok árs. Þar verða þær í krefjandi riðli með Hollandi, Þýskalandi og Úkraínu en riðill liðsins verður spilaður í Innsbruck í Austurríki. Mótið hefst þann 28.nóvember og lýkur 15.desember. Elín Klara, ein af landsliðskonum Íslands í landsleik.Vísir/Anton Brink „Það er hugur í öllum hópnum,“ segir Arnar. „Framhaldið er náttúrulega bara spennandi. Við erum að fara í þessa þrjá leiki um helgina sem skipta okkur miklu máli. Þar munum við fá einhver svör og munum sömuleiðis leita svara við ákveðnum spurningum sem við höfum. Í framhaldi af því tökum við svo á móti pólska landsliðinu hérna heima í tveimur leikjum í október sem er frábært. Uppsetningin á undirbúningi okkar fyrir Evrópumótið er eins góð og hún getur orðið. Við þurfum bara að geta unnið eins vel með þann tíma sem við höfum eins og við getum.“
Landslið kvenna í handbolta Handbolti Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira