Færri íbúðir í byggingu en fyrir ári Atli Ísleifsson skrifar 24. september 2024 07:55 Á höfuðborgarsvæðinu hefur hægst á uppbyggingu samkvæmt greiningu HMS. Vísir/Vilhelm Alls voru 16,8 prósentum færri íbúðir í byggingu á landinu í september en á sama tíma á síðasta ári. Ljóst má vera að framkvæmdir eru að hefjast á of fáum íbúðum ef ekki á að verða frekari samdráttur á nýjum íbúðum. Þetta kemur fram á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofununar þar sem sagt er frá nýjustu íbúatalningu stofnunarinnar. Framkvæmdir voru hafnar á 7.221 íbúð um allt land í september, samanborið við 7.937 íbúðir í mars síðastliðinn og 8.683 í september 2023. „Íbúðum í byggingu fjölgar frá síðustu talningu HMS í mars síðastliðnum í Hvalfjarðarsveit og Hveragerðisbæ, en í hvoru sveitarfélagi nemur fjölgunin 31 íbúð. Á höfuðborgarsvæðinu fækkar íbúðum í byggingu í öllum sveitarfélögum nema í Seltjarnarnesbæ þar sem jafnmargar íbúðir eru í byggingu og í síðustu talningu HMS. Á höfuðborgarsvæðinu hefur hægst á uppbyggingu og fækkar íbúðum í byggingu um 536 íbúðir sem er samdráttur um 9,7 prósent á milli talninga. Mest fækkar þeim í Hafnarfjarðarbæ eða um 185 íbúðir og næstmest í Garðabæ þar sem 144 færri íbúðir eru í byggingu miðað við síðustu talningu HMS. Í Reykjavíkurborg fækkar íbúðum í byggingu um 27 íbúðir á milli talninga,“ segir í greiningunni. Áhersla á að klára verkin Greining HMS sýnir ennfremur að við samanburð nýjustu talningar við fyrri talningar komi í ljós að fjöldi íbúða á fyrri framvindustigum, það er fyrir fokheldi, hafi farið fækkandi í síðustu fimm talningum og hafi ekki verið færri síðan í september 2021. Færri íbúðir eru í framkvæmdum sem standa í stað milli talninga og telja þær framkvæmdir nú 1.311 íbúðir samanborið við 1.880 íbúðir í marstalningunni fyrr á árinu og 3.929 íbúðir í september fyrir ári síðan. „Fækkun íbúða sem standa í stað á milli talninga samhliða auknum umsvifum í byggingarframkvæmdum á síðustu misserum gefur til kynna að byggingaaðilar leggi nú meiri áherslu á að klára verkefni sem þegar eru hafin í stað þess að hefja ný verkefni. Hins vegar eru 454 íbúðir nú á sama stigi og þær voru á í talningu HMS frá septembermánuði í fyrra, en undir venjulegum hraða á framvindu byggingarframkvæmda hefðu þessar íbúðir átt að færast á milli framvindustiga á 12 mánaða tímabili. Því gætu byggingaraðilar þessara íbúða verið í vandræðum með að klára uppbyggingu eða haldið að sér höndum þar til markaðsaðstæður breytast. Út frá nýjustu talningu gerir HMS ráð fyrir að 3.024 íbúðir verði fullbúnar í ár sem er í samræmi við spá HMS eftir marstalningu fyrr á þessu ári. Áætlað er að 2.897 íbúðir verði fullbúnar árið 2025 og 2.323 íbúðir árið 2026, líkt og sjá má á mynd hér að neðan. Þess má geta að framkvæmdir sem hefjast á næstu mánuðum gætu klárast árið 2026 miðað við tveggja ára framleiðslutíma íbúða og er því spáin fyrir árið 2026 ekki endanleg spá fyrir það ár,“ segir í greiningunni. Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Fleiri leigi nú af vinum og ættingjum Fasteignamarkaðurinn ber nú merki um aukið jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar samhliða minni áhrifum vegna Grindavíkur, þrátt fyrir að eftirspurn sé enn mikil. Merki eru um að fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sé enn á valdi seljenda og á leigumarkaði virðast fleiri nú leigja hjá ættingjum eða vinum. 19. september 2024 07:36 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofununar þar sem sagt er frá nýjustu íbúatalningu stofnunarinnar. Framkvæmdir voru hafnar á 7.221 íbúð um allt land í september, samanborið við 7.937 íbúðir í mars síðastliðinn og 8.683 í september 2023. „Íbúðum í byggingu fjölgar frá síðustu talningu HMS í mars síðastliðnum í Hvalfjarðarsveit og Hveragerðisbæ, en í hvoru sveitarfélagi nemur fjölgunin 31 íbúð. Á höfuðborgarsvæðinu fækkar íbúðum í byggingu í öllum sveitarfélögum nema í Seltjarnarnesbæ þar sem jafnmargar íbúðir eru í byggingu og í síðustu talningu HMS. Á höfuðborgarsvæðinu hefur hægst á uppbyggingu og fækkar íbúðum í byggingu um 536 íbúðir sem er samdráttur um 9,7 prósent á milli talninga. Mest fækkar þeim í Hafnarfjarðarbæ eða um 185 íbúðir og næstmest í Garðabæ þar sem 144 færri íbúðir eru í byggingu miðað við síðustu talningu HMS. Í Reykjavíkurborg fækkar íbúðum í byggingu um 27 íbúðir á milli talninga,“ segir í greiningunni. Áhersla á að klára verkin Greining HMS sýnir ennfremur að við samanburð nýjustu talningar við fyrri talningar komi í ljós að fjöldi íbúða á fyrri framvindustigum, það er fyrir fokheldi, hafi farið fækkandi í síðustu fimm talningum og hafi ekki verið færri síðan í september 2021. Færri íbúðir eru í framkvæmdum sem standa í stað milli talninga og telja þær framkvæmdir nú 1.311 íbúðir samanborið við 1.880 íbúðir í marstalningunni fyrr á árinu og 3.929 íbúðir í september fyrir ári síðan. „Fækkun íbúða sem standa í stað á milli talninga samhliða auknum umsvifum í byggingarframkvæmdum á síðustu misserum gefur til kynna að byggingaaðilar leggi nú meiri áherslu á að klára verkefni sem þegar eru hafin í stað þess að hefja ný verkefni. Hins vegar eru 454 íbúðir nú á sama stigi og þær voru á í talningu HMS frá septembermánuði í fyrra, en undir venjulegum hraða á framvindu byggingarframkvæmda hefðu þessar íbúðir átt að færast á milli framvindustiga á 12 mánaða tímabili. Því gætu byggingaraðilar þessara íbúða verið í vandræðum með að klára uppbyggingu eða haldið að sér höndum þar til markaðsaðstæður breytast. Út frá nýjustu talningu gerir HMS ráð fyrir að 3.024 íbúðir verði fullbúnar í ár sem er í samræmi við spá HMS eftir marstalningu fyrr á þessu ári. Áætlað er að 2.897 íbúðir verði fullbúnar árið 2025 og 2.323 íbúðir árið 2026, líkt og sjá má á mynd hér að neðan. Þess má geta að framkvæmdir sem hefjast á næstu mánuðum gætu klárast árið 2026 miðað við tveggja ára framleiðslutíma íbúða og er því spáin fyrir árið 2026 ekki endanleg spá fyrir það ár,“ segir í greiningunni.
Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Fleiri leigi nú af vinum og ættingjum Fasteignamarkaðurinn ber nú merki um aukið jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar samhliða minni áhrifum vegna Grindavíkur, þrátt fyrir að eftirspurn sé enn mikil. Merki eru um að fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sé enn á valdi seljenda og á leigumarkaði virðast fleiri nú leigja hjá ættingjum eða vinum. 19. september 2024 07:36 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Fleiri leigi nú af vinum og ættingjum Fasteignamarkaðurinn ber nú merki um aukið jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar samhliða minni áhrifum vegna Grindavíkur, þrátt fyrir að eftirspurn sé enn mikil. Merki eru um að fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sé enn á valdi seljenda og á leigumarkaði virðast fleiri nú leigja hjá ættingjum eða vinum. 19. september 2024 07:36