Hafa ekki heyrt frá Hearts: „Kom mér jafn mikið á óvart og þér“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. september 2024 20:45 Arnar Gunnlaugsson er orðaður við starf Hearts en Víkingar hafa ekki heyrt frá skoska félaginu. Vísir/Hulda Margrét Forráðamenn hjá Víkingi heyrðu fyrst af mögulegum áhuga Hearts í Skotlandi á starfskröftum þjálfarans Arnars Gunnlaugssonar á vefmiðlum í kvöld. Félagið hefur, í það minnsta ekki ennþá, haft samband við Víking vegna Skagamannsins. Veðbankar í Bretlandi segja 25 prósent líkur á því að Arnar verði næsti þjálfari Hearts sem er í stjóraleit eftir að Steven Naismith var látinn taka poka sinn. Hearts, sem er frá Edinborg, er stórt félag í Skotlandi og gjarnan á meðal þeirra sem keppa um að vera það þriðja besta í landinu á eftir yfirburðaliðunum Celtic og Rangers frá Glasgow. Liðið lenti í þriðja sæti í skosku deildinni í fyrra en hefur aðeins fengið eitt stig úr fyrstu sex leikjum sínum á yfirstandandi leiktíð. Arnar hefur enga tengingu við félagið og vakti því athygli að hann skildi vera ofarlega á lista veðbanka, sem bendir til þess að Edinborgarar séu með hann á lista yfir mögulega arftaka Naismith. Hearts hefur hins vegar ekki haft samband við Víking, í það minnsta ekki ennþá, samkvæmt formanni knattspyrnudeildar félagsins. „Nei, við höfum ekkert heyrt frá þeim. Ég frétti þetta á vefmiðlunum eins og aðrir í kvöld. Þetta kom mér jafn mikið á óvart og þér,“ segir Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar í samtali við íþróttadeild í kvöld. „Við vitum það að hann er á listum út um allt. Hans starfskraftar eru eðlilega eftirsóttir vegna þess árangurs sem hann hefur náð í Víkinni undanfarin ár,“ segir Heimir enn fremur. Talið er tímaspursmál hvenær Arnar fer erlendis að þjálfa en hann átti í viðræðum við sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping síðasta vetur. Þeim viðræðum var slitið og hélt hann kyrru fyrir í Fossvoginum. Arnar þekkir lítillega til í Skotlandi en hann lék með Dundee United fyrri hluta vetrar leiktíðina 2002 til 2003. Í mars 2003 samdi hann við KR ásamt bróður sínum Bjarka og hefur verið á Íslandi síðan. Víkingur Reykjavík Skoski boltinn Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Veðbankar í Bretlandi segja 25 prósent líkur á því að Arnar verði næsti þjálfari Hearts sem er í stjóraleit eftir að Steven Naismith var látinn taka poka sinn. Hearts, sem er frá Edinborg, er stórt félag í Skotlandi og gjarnan á meðal þeirra sem keppa um að vera það þriðja besta í landinu á eftir yfirburðaliðunum Celtic og Rangers frá Glasgow. Liðið lenti í þriðja sæti í skosku deildinni í fyrra en hefur aðeins fengið eitt stig úr fyrstu sex leikjum sínum á yfirstandandi leiktíð. Arnar hefur enga tengingu við félagið og vakti því athygli að hann skildi vera ofarlega á lista veðbanka, sem bendir til þess að Edinborgarar séu með hann á lista yfir mögulega arftaka Naismith. Hearts hefur hins vegar ekki haft samband við Víking, í það minnsta ekki ennþá, samkvæmt formanni knattspyrnudeildar félagsins. „Nei, við höfum ekkert heyrt frá þeim. Ég frétti þetta á vefmiðlunum eins og aðrir í kvöld. Þetta kom mér jafn mikið á óvart og þér,“ segir Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar í samtali við íþróttadeild í kvöld. „Við vitum það að hann er á listum út um allt. Hans starfskraftar eru eðlilega eftirsóttir vegna þess árangurs sem hann hefur náð í Víkinni undanfarin ár,“ segir Heimir enn fremur. Talið er tímaspursmál hvenær Arnar fer erlendis að þjálfa en hann átti í viðræðum við sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping síðasta vetur. Þeim viðræðum var slitið og hélt hann kyrru fyrir í Fossvoginum. Arnar þekkir lítillega til í Skotlandi en hann lék með Dundee United fyrri hluta vetrar leiktíðina 2002 til 2003. Í mars 2003 samdi hann við KR ásamt bróður sínum Bjarka og hefur verið á Íslandi síðan.
Víkingur Reykjavík Skoski boltinn Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira