Arnar sagður líklegur til að taka við í Skotlandi Valur Páll Eiríksson skrifar 23. september 2024 19:47 Arnar Gunnlaugsson hefur vakið athygli út fyrir landssteinana. vísir/Diego Arnar Gunnlaugsson, þjálfari ríkjandi Íslandsmeistara Víkings, er ofarlega á lista yfir þá sem veðbankar í Bretlandi telja líklega til að taka við Hearts í Skotlandi. Steven Naismith, fyrrum leikmaður Everton á Englandi, var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra hjá Hearts um helgina eftir 2-1 tap fyrir St. Mirren í skosku úrvalsdeildina. Hearts situr á botni skosku deildarinnar með aðeins eitt stig eftir sex umferðir. Sjá einnig: Ekki heyrt frá Hearts Liðið er í stjóraleit og samkvæmt breskum veðbönkum er Arnar á lista yfir þá líklegri til að taka við þeim purpurarauðu í Edinborg. Líkurnar á næsta stjóra Hearts samkvæmt SkyBet í Bretlandi.Skjáskot Skotinn Alex Neil, sem stýrði Norwich um tíma í ensku úrvalsdeildinni, er efstur á lista veðbanka, Stephen Robinson, stjóri St. Mirren sem lagði Hearts um helgina, er annar en Arnar er svo þriðji. Þriðjungslíkur eru taldar á því að Neil taki við, rétt rúmlega 30 prósent líkur eru settar við Robinson og 25 prósent líkur á því að Arnar taki við skoska liðinu. Þar fyrir neðan er Derek McInnes með 22,2 prósent líkur og John McGlynn með 20 prósent. Hearts gerði vel á síðustu leiktíð og hafnaði í þriðja sæti skosku deildarinnar og er byrjun þessarar leiktíðar þeim mun meiri vonbrigði. Arnar þekkir lítillega til í Skotlandi en hann lék með Dundee United fyrri hluta vetrar leiktíðina 2002 til 2003. Í mars 2003 samdi hann við KR ásamt bróður sínum Bjarka. Talið er tímaspursmál hvenær Arnar fer erlendis að þjálfa en hann átti í viðræðum við sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping síðasta vetur. Þeim viðræðum var slitið og hélt hann kyrru fyrir í Fossvoginum. Undir stjórn Arnars varð Víkingur Íslandsmeistari 2021 og í fyrra. Liðið vann þá bikarkeppnina fjögur skipti í röð, frá 2019 til 2023, en keppnin 2020 var lögð af vegna kórónuveirufaraldursins. Víkingur tapaði um helgina bikarúrslitum í fyrsta sinn í fimm ár þegar KA vann 2-0 sigur í Laugardalnum. Liðið berst um Íslandsmeistaratitilinn við Breiðablik en liðin eru jöfn á toppi Bestu deildarinnar eftir 22 umferðir. Víkingur Reykjavík Skoski boltinn Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Steven Naismith, fyrrum leikmaður Everton á Englandi, var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra hjá Hearts um helgina eftir 2-1 tap fyrir St. Mirren í skosku úrvalsdeildina. Hearts situr á botni skosku deildarinnar með aðeins eitt stig eftir sex umferðir. Sjá einnig: Ekki heyrt frá Hearts Liðið er í stjóraleit og samkvæmt breskum veðbönkum er Arnar á lista yfir þá líklegri til að taka við þeim purpurarauðu í Edinborg. Líkurnar á næsta stjóra Hearts samkvæmt SkyBet í Bretlandi.Skjáskot Skotinn Alex Neil, sem stýrði Norwich um tíma í ensku úrvalsdeildinni, er efstur á lista veðbanka, Stephen Robinson, stjóri St. Mirren sem lagði Hearts um helgina, er annar en Arnar er svo þriðji. Þriðjungslíkur eru taldar á því að Neil taki við, rétt rúmlega 30 prósent líkur eru settar við Robinson og 25 prósent líkur á því að Arnar taki við skoska liðinu. Þar fyrir neðan er Derek McInnes með 22,2 prósent líkur og John McGlynn með 20 prósent. Hearts gerði vel á síðustu leiktíð og hafnaði í þriðja sæti skosku deildarinnar og er byrjun þessarar leiktíðar þeim mun meiri vonbrigði. Arnar þekkir lítillega til í Skotlandi en hann lék með Dundee United fyrri hluta vetrar leiktíðina 2002 til 2003. Í mars 2003 samdi hann við KR ásamt bróður sínum Bjarka. Talið er tímaspursmál hvenær Arnar fer erlendis að þjálfa en hann átti í viðræðum við sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping síðasta vetur. Þeim viðræðum var slitið og hélt hann kyrru fyrir í Fossvoginum. Undir stjórn Arnars varð Víkingur Íslandsmeistari 2021 og í fyrra. Liðið vann þá bikarkeppnina fjögur skipti í röð, frá 2019 til 2023, en keppnin 2020 var lögð af vegna kórónuveirufaraldursins. Víkingur tapaði um helgina bikarúrslitum í fyrsta sinn í fimm ár þegar KA vann 2-0 sigur í Laugardalnum. Liðið berst um Íslandsmeistaratitilinn við Breiðablik en liðin eru jöfn á toppi Bestu deildarinnar eftir 22 umferðir.
Víkingur Reykjavík Skoski boltinn Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira