Óttinn við íslensku rafkrónuna Birna Guðný Björnsdóttir skrifar 18. september 2024 12:33 Hugsunin um íslensku rafkrónuna var ótti sem var magnaður smá upp í mér þegar ég gekk í gegnum eldskírn á ótta í andlegri vakningu. Nú einu og hálfu ári seinna, þá situr þessi ótti enn í mér. Spurningar sem ég hef haft í huga frá því ég tók eftir rafkrónunni standa flest allar enn ósvaraðar og áhuginn á því að ræða að hey, það er kominn nýr gjaldmiðill hér í landi, er ekkert svo mikill. Hverjar geta afleiðingar verið fyrir íslenskt viðskiptalíf? Hverjar geta afleiðingar verið fyrir íslensk heimili? Jæja, þessi ótti minn. Það er orðið tímabært að ég skili honum af mér og haldi bara mínu lífi áfram. Smá formáli. Íslenska rafkrónan fór hljóðlega af stað. Mér að vitandi þá hefur ekki verið fjallað sérstaklega um íslensku rafkrónuna inn á Alþingi. Kannski að það hafi farið framhjá mér. Hver veit. Ég er eiginlega að vona það, því það skelfir mig smá þessi litla umfjöllun. Tilraunir með notkun hennar hafa staðið frá vori 2023, í umsjá Seðlabankans. Leyfi til þess var gefið frá Alþingi í formi lítilla laga sem enginn tók eftir. Þeir sem ég hef rætt við, benda allir á að breytingin sé engin. Millifærslur með fjármagn hér á landi eru allar rafrænar hvort sem er. Hvaða máli skiptir það að þær séu gerðar í formi íslenskrar rafkrónu? Kannski er réttast að byrja á þeirri spurningu. Hver er munurinn? Ég ætla mér ekki að svara neinum af þessum spurningum. Ég ætla bara að varpa þeim fram. Í von um að einhverjum þessum spurningum verði svarað af fagfólki. Í von um að skilningurinn á breytingunum aukist. Því íslenska rafkrónan er rafræn útgáfa af íslensku krónunni, hún er rafmynt, en ekki venjuleg rafmynt. Hún er ríkisstýrð, rekjanleg, forritanleg rafmynt. Þema nr. 2. Hvað þýðir það að rafkrónan sé ríkisstýrð? Verður hún helsti farvegur miðlunar peningastefnunnar? Hvernig mun stjórnun á fjármagnsflæði koma til með að breytast? Mun þetta aðstoða Seðlabankann til stýringar á gengi, á stýrivöxtum og á verðbólgu? Þema nr. 3. Mun rafkrónan bera vexti og hvaða afleiðingar mun það þá hafa fyrir miðlun peningastefnunnar og fjármálamarkaðinn? Þema nr. 4. Munu bankarnir í alvöru ekki geta lengur búið til fjármagn í umferð? Mun það koma til með að hafa áhrif á hagnað hjá viðskiptabönkunum? Bankarnir hafa verið að hjálpa Seðlabankanum að stilla upp öllum kerfum bak við tjöldin. Er það gert að manngæsku einni saman? Hverju hefur þeim verið lofað fyrir að standa í því? Þema nr.5. Allar rafmyntir ferðast um höfin í gegnum Blockchain. Allar færslur á Blockchain eru rekjanlegar. Hvað þýðir þetta fyrir íslensk fyrirtæki og einstaklinga? Hverjir munu hafa aðgang að fjármagnsupplýsingum og í hvaða formi? Mun skatturinn komast í öll gögn? Munu allar fjármagnsupplýsingar bara poppa upp á skattframtölum? Með innleiðingu rafkrónunnar þá er ekki ætlað að útrýma seðlum og myntum. En mun þrýstingur aukast til að taka út alla seðla í umferð, til að halda öllu sýnilegu? Þýðir þetta endalok svarts hagkerfis? Þema nr.5. Hvaða afleiðingar getur það haft að íslenska rafkrónan er forritanleg? Hvaða forritun verður sett á notkun gjaldmiðilsins? Hvaða lög og reglur verða settar um notkun á forritun gjaldmiðilsins? Verður horft á siðferðisleg sjónarmið þegar kemur að forrituninni? Mun þetta þýða að ríkið geti sett skilyrði á fjármagnshreyfingar? Mun verða sett skilyrði um eignartíma fjármagns? Mun verða sett skilyrði um hámark eignastöðu fyrirtækja og/eða einstaklinga inn á bankareikningum? Verður hægt að binda notkun á fjármagni við verslun til ákveðinna aðila? Verður hægt að setja takmarkanir á notkun fjármagns? Þema nr.6. Í hversu miklu mæli er farið að nota íslensku rafkrónuna á bak við tjöldin? Hvaða áhrif eru að koma í ljós, sem menn höfðu ekki gert sér grein fyrir? Þema nr.7. Endanleg ákvörðun um útgáfu verður ekki tekin nema með aðkomu stjórnvalda og að undangengnu samtali við helstu hagsmunaaðila og almenning. En það er bara ekkert að gerast hérna. Hvenær er orðið tímabært að taka upp þetta mál. Hvaða elda þarf að kveikja undir hvaða rössum, til að eyða út óvissu þegar kemur að íslensku rafkrónunni. Á að búa til hérna einhvern samfélagslegan ótta, sem menn vilja helst ekki takast á við. Verður þetta aðal kosningarmálið í næstu kosningum? Og hvað ætlum við að setja í forgang ef svo skyldi vera? Ætlum við að kjósa fólk sem við treystum til að taka siðferðislega réttar ákvarðanir þegar kemur að lagagerð um rafkrónuna, eða mun okkur standa á sama? Já og kannski líka, verður þörf á því að gera stjórnarskrárbreytingar til að allt gangi snuðrulaust fyrir sig? Þema nr.8. Menn skyldu kannski spyrja sig hvar minn ótti sé mestur. Jú ég skal svara því, undir rós. Ég ætla bara að leyfa ykkur sjálfum að taka þessa spurningu lengra. Spurningin sem hefur ómað í kollinum hjá mér er að siðferðislegum toga. Hverjir skyldu hagnast einna mest með upptöku íslenskrar rafkrónu? Gæti það verið íslenska ríkið og Seðlabankinn? Ef svo er, haldið þið að það sé vitneskja sem menn hafa velt fyrir sér? Hefur það haft einhverjar afleiðingar og hvað haldið þið þá að þær gæti hafa verið? Höfundur greinar er með MAcc í reikningshaldi og endurskoðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Guðný Björnsdóttir Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Sjá meira
Hugsunin um íslensku rafkrónuna var ótti sem var magnaður smá upp í mér þegar ég gekk í gegnum eldskírn á ótta í andlegri vakningu. Nú einu og hálfu ári seinna, þá situr þessi ótti enn í mér. Spurningar sem ég hef haft í huga frá því ég tók eftir rafkrónunni standa flest allar enn ósvaraðar og áhuginn á því að ræða að hey, það er kominn nýr gjaldmiðill hér í landi, er ekkert svo mikill. Hverjar geta afleiðingar verið fyrir íslenskt viðskiptalíf? Hverjar geta afleiðingar verið fyrir íslensk heimili? Jæja, þessi ótti minn. Það er orðið tímabært að ég skili honum af mér og haldi bara mínu lífi áfram. Smá formáli. Íslenska rafkrónan fór hljóðlega af stað. Mér að vitandi þá hefur ekki verið fjallað sérstaklega um íslensku rafkrónuna inn á Alþingi. Kannski að það hafi farið framhjá mér. Hver veit. Ég er eiginlega að vona það, því það skelfir mig smá þessi litla umfjöllun. Tilraunir með notkun hennar hafa staðið frá vori 2023, í umsjá Seðlabankans. Leyfi til þess var gefið frá Alþingi í formi lítilla laga sem enginn tók eftir. Þeir sem ég hef rætt við, benda allir á að breytingin sé engin. Millifærslur með fjármagn hér á landi eru allar rafrænar hvort sem er. Hvaða máli skiptir það að þær séu gerðar í formi íslenskrar rafkrónu? Kannski er réttast að byrja á þeirri spurningu. Hver er munurinn? Ég ætla mér ekki að svara neinum af þessum spurningum. Ég ætla bara að varpa þeim fram. Í von um að einhverjum þessum spurningum verði svarað af fagfólki. Í von um að skilningurinn á breytingunum aukist. Því íslenska rafkrónan er rafræn útgáfa af íslensku krónunni, hún er rafmynt, en ekki venjuleg rafmynt. Hún er ríkisstýrð, rekjanleg, forritanleg rafmynt. Þema nr. 2. Hvað þýðir það að rafkrónan sé ríkisstýrð? Verður hún helsti farvegur miðlunar peningastefnunnar? Hvernig mun stjórnun á fjármagnsflæði koma til með að breytast? Mun þetta aðstoða Seðlabankann til stýringar á gengi, á stýrivöxtum og á verðbólgu? Þema nr. 3. Mun rafkrónan bera vexti og hvaða afleiðingar mun það þá hafa fyrir miðlun peningastefnunnar og fjármálamarkaðinn? Þema nr. 4. Munu bankarnir í alvöru ekki geta lengur búið til fjármagn í umferð? Mun það koma til með að hafa áhrif á hagnað hjá viðskiptabönkunum? Bankarnir hafa verið að hjálpa Seðlabankanum að stilla upp öllum kerfum bak við tjöldin. Er það gert að manngæsku einni saman? Hverju hefur þeim verið lofað fyrir að standa í því? Þema nr.5. Allar rafmyntir ferðast um höfin í gegnum Blockchain. Allar færslur á Blockchain eru rekjanlegar. Hvað þýðir þetta fyrir íslensk fyrirtæki og einstaklinga? Hverjir munu hafa aðgang að fjármagnsupplýsingum og í hvaða formi? Mun skatturinn komast í öll gögn? Munu allar fjármagnsupplýsingar bara poppa upp á skattframtölum? Með innleiðingu rafkrónunnar þá er ekki ætlað að útrýma seðlum og myntum. En mun þrýstingur aukast til að taka út alla seðla í umferð, til að halda öllu sýnilegu? Þýðir þetta endalok svarts hagkerfis? Þema nr.5. Hvaða afleiðingar getur það haft að íslenska rafkrónan er forritanleg? Hvaða forritun verður sett á notkun gjaldmiðilsins? Hvaða lög og reglur verða settar um notkun á forritun gjaldmiðilsins? Verður horft á siðferðisleg sjónarmið þegar kemur að forrituninni? Mun þetta þýða að ríkið geti sett skilyrði á fjármagnshreyfingar? Mun verða sett skilyrði um eignartíma fjármagns? Mun verða sett skilyrði um hámark eignastöðu fyrirtækja og/eða einstaklinga inn á bankareikningum? Verður hægt að binda notkun á fjármagni við verslun til ákveðinna aðila? Verður hægt að setja takmarkanir á notkun fjármagns? Þema nr.6. Í hversu miklu mæli er farið að nota íslensku rafkrónuna á bak við tjöldin? Hvaða áhrif eru að koma í ljós, sem menn höfðu ekki gert sér grein fyrir? Þema nr.7. Endanleg ákvörðun um útgáfu verður ekki tekin nema með aðkomu stjórnvalda og að undangengnu samtali við helstu hagsmunaaðila og almenning. En það er bara ekkert að gerast hérna. Hvenær er orðið tímabært að taka upp þetta mál. Hvaða elda þarf að kveikja undir hvaða rössum, til að eyða út óvissu þegar kemur að íslensku rafkrónunni. Á að búa til hérna einhvern samfélagslegan ótta, sem menn vilja helst ekki takast á við. Verður þetta aðal kosningarmálið í næstu kosningum? Og hvað ætlum við að setja í forgang ef svo skyldi vera? Ætlum við að kjósa fólk sem við treystum til að taka siðferðislega réttar ákvarðanir þegar kemur að lagagerð um rafkrónuna, eða mun okkur standa á sama? Já og kannski líka, verður þörf á því að gera stjórnarskrárbreytingar til að allt gangi snuðrulaust fyrir sig? Þema nr.8. Menn skyldu kannski spyrja sig hvar minn ótti sé mestur. Jú ég skal svara því, undir rós. Ég ætla bara að leyfa ykkur sjálfum að taka þessa spurningu lengra. Spurningin sem hefur ómað í kollinum hjá mér er að siðferðislegum toga. Hverjir skyldu hagnast einna mest með upptöku íslenskrar rafkrónu? Gæti það verið íslenska ríkið og Seðlabankinn? Ef svo er, haldið þið að það sé vitneskja sem menn hafa velt fyrir sér? Hefur það haft einhverjar afleiðingar og hvað haldið þið þá að þær gæti hafa verið? Höfundur greinar er með MAcc í reikningshaldi og endurskoðun.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun