Þjóðin slæst við elda: Hvar er Alþingi? Baldur Borgþórsson skrifar 17. september 2024 10:30 Eins og greinarhöfundur hefur áður fjallað um í grein sinni Greiðslubyrði húsnæðislána lækkar um helming! Frekari lækkana að vænta á næstu mánuðum - Vísir (visir.is), þá er eitt mesta mein íslenskra heimila og fyrirtækja háir vextir. Okurvextir sem þekkjast hvergi annarsstaðar í kringum okkur. Áðurnefnd grein lýsir því hvernig við getum með einföldum hætti breytt leikreglum þannig að landsmenn geti framvegis búið við sömu lágu vexti og stöðugleika og nágrannar okkar í Evrópu. En eitt getur Alþingi gert strax sem: Lækkar verðbólgu úr 6,2% í 3,5% ? Lækkar stýrivexti Seðlabanka um helming? Lækkar vexti/greiðslubyrði sem nú sligar 60 þúsund heimili og þúsundir fyrirtækja - um nær helming? Hvers vegna Alþingi er ekki löngu búið að hrinda þessari einföldu og jafnframt mikilvægu breytingu í framkvæmd er óskiljanlegt. Hvernig má vera að þingmenn allra flokka hafi ekki séð sóma sinn í að sameinast um velferð kjósenda sinna með þessum hætti? Það er ekki eins og það þurfi að vera átök um slíkt mál. Svona sjálfsögð og einföld er framkvæmdin: Húsnæðisverð tekið úr vísitölu neysluverðs: Gjörbreytt og bætt staða heimila og fyrirtækja Á einum degi getur Alþingi tekið sig saman og samþykkt að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölu neysluverðs og lækkað þannig verðbólgu úr 6,2% í 3,5%. Áhrifin yrðu þau sem lýst er hér að ofan og því gríðarlegur léttir fyrir þau sextíu þúsund heimili og þúsundir fyrirtækja sem samkvæmt nýbirtri könnun ná ekki endum saman í dag og þurfa því að mæta vaxtaokinu með aukinni lántöku og tæma sparnað sinn. Slík tillaga er stutt og einföld: Húsnæðisverð verður ekki lengur í vísitölu neysluverðs. Tillaga þessi tekur gildi strax. Rökstuðningur með tillögunni er að sama skapi einfaldur. Húsnæðisverð er einfaldlega ekki í vísitölu neysluverðs hjá nágrannaþjóðum okkar. Svo einfalt er það. Fyrir kröfuharða sem vilja meiri lestur er hægt að vísa í skýrslu sem gerð var fyrir fjármálaráðuneytið og birt var snemma árs 2017. Skýrslan er svo ekki sé meira sagt afar fróðleg og höfundar hennar ekki síður en skýrslan heitir: FRAMTÍÐ ÍSLENSKRAR PENINGASTEFNU ENDURMAT Á RAMMA PENINGASTEFNUNNAR Höfundar eru: Ásgeir Jónsson núverandi Seðlabankastjóri Ásdís Kristjánsdóttir núverandi bæjarstjóri Kópavogs Illugi Gunnarsson fyrrverandi ráðherra Tilvitnanir úr þessari skýrslu eru afgerandi þegar kemur að samsetningu vísitölu neysluverðs: „Starfshópurinn vill í þessu efni taka þá grundvallarafstöðu að húsnæðisverð eigi ekki heima í verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands og það eigi ekki að reyna að beita stýrivöxtum gegn fasteignaverði þegar vaxtamiðlunin er eins veik og raunin er. Til þess eru nokkrar leiðir færar, Seðlabankinn gæti miðað við aðrar vísitölur neysluverðs án húsnæðis eða samræmda vísitölu neysluverðs. Að mati starfshópsins þarf að skoða slíkar leiðir vel og vandlega.“ „Tillaga 5: Verðbólgumarkmið Seðlabanka skal áfram miða við 2,5% en sú vísitala sem markmiðið nær til skal ekki taka mið af kostnaði vegna eigin húsnæðis. Verðbólgumarkmið skal því undanskilja húsnæðisverð.“ Hér er því kominn ítarleg skýrsla, samin af sjálfum Seðlabankastjóra, núverandi bæjarstjóra Kópavogs og fyrrverandi ráðherra. Svo sjálfsagt mál væri þannig afgreitt - samdægurs. En stóra spurningin hlýtur að vera, af hverju er þetta ekki þegar orðið? Fyrir hverja eru þessir 63 þingmenn eiginlega að vinna? Hvernig má vera að ekki einn einasti þeirra hefur lagt fram frumvarp þessa efnis, þrátt fyrir jafn afgerandi fyrirliggjandi skýrslu og hér liggur til grundvallar? Skipta kjósendur engu máli? HVAR ER ALÞINGI? Höfundur er fyrrverandi varaborgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Borgþórsson Alþingi Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Eins og greinarhöfundur hefur áður fjallað um í grein sinni Greiðslubyrði húsnæðislána lækkar um helming! Frekari lækkana að vænta á næstu mánuðum - Vísir (visir.is), þá er eitt mesta mein íslenskra heimila og fyrirtækja háir vextir. Okurvextir sem þekkjast hvergi annarsstaðar í kringum okkur. Áðurnefnd grein lýsir því hvernig við getum með einföldum hætti breytt leikreglum þannig að landsmenn geti framvegis búið við sömu lágu vexti og stöðugleika og nágrannar okkar í Evrópu. En eitt getur Alþingi gert strax sem: Lækkar verðbólgu úr 6,2% í 3,5% ? Lækkar stýrivexti Seðlabanka um helming? Lækkar vexti/greiðslubyrði sem nú sligar 60 þúsund heimili og þúsundir fyrirtækja - um nær helming? Hvers vegna Alþingi er ekki löngu búið að hrinda þessari einföldu og jafnframt mikilvægu breytingu í framkvæmd er óskiljanlegt. Hvernig má vera að þingmenn allra flokka hafi ekki séð sóma sinn í að sameinast um velferð kjósenda sinna með þessum hætti? Það er ekki eins og það þurfi að vera átök um slíkt mál. Svona sjálfsögð og einföld er framkvæmdin: Húsnæðisverð tekið úr vísitölu neysluverðs: Gjörbreytt og bætt staða heimila og fyrirtækja Á einum degi getur Alþingi tekið sig saman og samþykkt að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölu neysluverðs og lækkað þannig verðbólgu úr 6,2% í 3,5%. Áhrifin yrðu þau sem lýst er hér að ofan og því gríðarlegur léttir fyrir þau sextíu þúsund heimili og þúsundir fyrirtækja sem samkvæmt nýbirtri könnun ná ekki endum saman í dag og þurfa því að mæta vaxtaokinu með aukinni lántöku og tæma sparnað sinn. Slík tillaga er stutt og einföld: Húsnæðisverð verður ekki lengur í vísitölu neysluverðs. Tillaga þessi tekur gildi strax. Rökstuðningur með tillögunni er að sama skapi einfaldur. Húsnæðisverð er einfaldlega ekki í vísitölu neysluverðs hjá nágrannaþjóðum okkar. Svo einfalt er það. Fyrir kröfuharða sem vilja meiri lestur er hægt að vísa í skýrslu sem gerð var fyrir fjármálaráðuneytið og birt var snemma árs 2017. Skýrslan er svo ekki sé meira sagt afar fróðleg og höfundar hennar ekki síður en skýrslan heitir: FRAMTÍÐ ÍSLENSKRAR PENINGASTEFNU ENDURMAT Á RAMMA PENINGASTEFNUNNAR Höfundar eru: Ásgeir Jónsson núverandi Seðlabankastjóri Ásdís Kristjánsdóttir núverandi bæjarstjóri Kópavogs Illugi Gunnarsson fyrrverandi ráðherra Tilvitnanir úr þessari skýrslu eru afgerandi þegar kemur að samsetningu vísitölu neysluverðs: „Starfshópurinn vill í þessu efni taka þá grundvallarafstöðu að húsnæðisverð eigi ekki heima í verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands og það eigi ekki að reyna að beita stýrivöxtum gegn fasteignaverði þegar vaxtamiðlunin er eins veik og raunin er. Til þess eru nokkrar leiðir færar, Seðlabankinn gæti miðað við aðrar vísitölur neysluverðs án húsnæðis eða samræmda vísitölu neysluverðs. Að mati starfshópsins þarf að skoða slíkar leiðir vel og vandlega.“ „Tillaga 5: Verðbólgumarkmið Seðlabanka skal áfram miða við 2,5% en sú vísitala sem markmiðið nær til skal ekki taka mið af kostnaði vegna eigin húsnæðis. Verðbólgumarkmið skal því undanskilja húsnæðisverð.“ Hér er því kominn ítarleg skýrsla, samin af sjálfum Seðlabankastjóra, núverandi bæjarstjóra Kópavogs og fyrrverandi ráðherra. Svo sjálfsagt mál væri þannig afgreitt - samdægurs. En stóra spurningin hlýtur að vera, af hverju er þetta ekki þegar orðið? Fyrir hverja eru þessir 63 þingmenn eiginlega að vinna? Hvernig má vera að ekki einn einasti þeirra hefur lagt fram frumvarp þessa efnis, þrátt fyrir jafn afgerandi fyrirliggjandi skýrslu og hér liggur til grundvallar? Skipta kjósendur engu máli? HVAR ER ALÞINGI? Höfundur er fyrrverandi varaborgarfulltrúi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar