Grænfáninn 30 ára Sigurlaug Arnardóttir, Guðrún Schmidt, Ósk Kristinsdóttir og Borghildur Gunnardóttir skrifa 16. september 2024 11:32 Hjálpartæki til innleiðingar á menntun til sjálfbærni Á degi íslenskrar náttúru fögnum við því að hið alþjóðlega Grænfánaverkefni hefur verið leiðandi í eflingu á umhverfismennt og menntun til sjálfbærni í þrjá áratugi. Verkefnið var smátt í smíðum í upphafi en hefur þroskast í alþjóðlega hreyfingu í 100 löndum, 50.000 skólum og milljónir nemenda taka þátt um allan heim. Á Íslandi eru starfræktir Grænfánaskólar á öllum skólastigum um land allt og við sem störfum við verkefnið sjáum fjölbreytt og metnaðarfullt starf í skólum. Þar eru umhverfis- og sjálfbærnimálin tekin föstum tökum, hugmyndaauðgi kennara og nemenda er mikil og nálgun á efninu er ólík. Grænfáninn aðlagast ólíkum skólum Grænfáninn er öflugt tæki til þess að innleiða menntun til sjálfbærni samkvæmt tilmælum heimsmarkmiðanna og aðalnámskrár. Áhersla er lögð á að mæta skólum á þeirra forsendum og auðvelt er að aðlaga það eftir aðstæðum hvers og eins. Í dag eru flestir skólar með einhverja kennslu um umhverfis-, loftslags- og sjálfbærnimál auk þess sem flestir fjalla um hluti eins og flokkun, minnkun á sóun, neyslu og samgöngur. Þessi málefni eru grunnstef í Grænfánanum og með þátttöku er byggt ofan á þetta starf, það eflt og víkkað út og nemendur virkjaðir. Rými fyrir fjölbreytta nálgun Grænfánastarfið er allskonar og hver skóli mótar sínar eigin áherslur og útfærslur. Þátttökuskólar fylgja skrefunum sjö þar sem tækifæri gefst að lyfta upp sérkennum, styrkleikum og möguleikum hvers skóla. Styrkleiki einhverra skóla liggur í að nýta nærumhverfið inn í grænfánastarfið. Hjá sumum skólum er það náttúran í kring og hjá öðrum jafnvel samstarf við stofnanir og fyrirtæki í nágrenni. Sumir skólar leggja áherslu á öflugt nemendalýðræði og aðrir hafa skapandi starf í forgrunni. Einhverjir eru með grænfánadag, aðrir með þemaviku o.s.frv. Allar þessar áherslur og styrkleikar efla grænfánastarfið en enginn skóli þarf að vera sterkur í öllu. Alveg eftir mottói Grænfánans „Allir geta gert eitthvað en enginn getur gert allt“ (Jane Goodall). Það ríkir ákveðin umhverfismenning í skólum sem hafa lengi verið í Grænfánanum. Þá er starfið orðið sjálfsagður hlutur af daglegu skólastarfi sem styrkir meðvitund um málefnið og áhuga. Til eru Grænfánaskólar þar sem starfið er svo öflugt að flestir í skólanum koma að verkefninu á einhvern hátt, það er svokölluð heildarskólanálgun. Sumir hafa jafnvel sett stefnu um menntun til sjálfbærni og grænfánaverkefnið inn í námskrá skólans. Heildarskólanálgun er alveg til fyrirmyndar en ekki allir hafa tækifæri á að ná því. Þeir skólar hafa oft á tíðum aðra styrkleika eins og öfluga umhverfisnefnd nemenda og starfsfólks eða gamalgróin umhverfisverkefni sem fá að þróast áfram í grænfánastarfi. Gott aðgengi að fræðslu og upplýsingum Grænfánaskólar nálgast verkefnið með gleði og áhuga að leiðarljósi sem smitar svo út frá sér yfir á starfsfólk og nemendur. Grænfánastarfið ljáir umhverfis- og sjálfbærnimenntun vængi og eflir starfið, kennsluna, kennara og nemendur. Verkefnið á ekki að vera íþyngjandi eða flókið heldur hjálpartæki til þess að innleiða menntun til sjálfbærni á markvissan hátt í takt við annað skólastarf. Við hjá menntateyminu stöndum þétt að baki skólunum með ráðgjöf, fræðslu og námsefnisgerð. Á nýrri heimasíðu Grænfánans eru allar upplýsingar settar fram á hnitmiðaðan og aðgengilegan hátt auk þess sem mikið af námsefni, fróðleik og verkefnum er að finna þar. Heimsóknir í skólana gefa okkur góða innsýn í grænfánastarfið. Mat á starfi skólanna fer fram í virku samtali við nemendur og kennara og skriffinsku haldið í lágmarki. Það sem skiptir máli er valdeflandi starf skólanna sem styrkir nemendur. Grænfáninn er viðurkenning og gæðastimpill fyrir þetta starf sem allir geta verið stoltir af og er viðurkennt á alþjóðlega vísu. Við þökkum fyrir frábært starf Grænfánaskólanna og hvetjum þá áfram til dáða auk þess sem við hlökkum til að fá fleiri skóla inn á grænu vegferðina með menntun til sjálfbærni að vopni. Sigurlaug er verkefnastjóri menntaverkefna Landverndar og Guðrún, Ósk og Borghildur eru sérfræðingar í menntateymi Landverndar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hjálpartæki til innleiðingar á menntun til sjálfbærni Á degi íslenskrar náttúru fögnum við því að hið alþjóðlega Grænfánaverkefni hefur verið leiðandi í eflingu á umhverfismennt og menntun til sjálfbærni í þrjá áratugi. Verkefnið var smátt í smíðum í upphafi en hefur þroskast í alþjóðlega hreyfingu í 100 löndum, 50.000 skólum og milljónir nemenda taka þátt um allan heim. Á Íslandi eru starfræktir Grænfánaskólar á öllum skólastigum um land allt og við sem störfum við verkefnið sjáum fjölbreytt og metnaðarfullt starf í skólum. Þar eru umhverfis- og sjálfbærnimálin tekin föstum tökum, hugmyndaauðgi kennara og nemenda er mikil og nálgun á efninu er ólík. Grænfáninn aðlagast ólíkum skólum Grænfáninn er öflugt tæki til þess að innleiða menntun til sjálfbærni samkvæmt tilmælum heimsmarkmiðanna og aðalnámskrár. Áhersla er lögð á að mæta skólum á þeirra forsendum og auðvelt er að aðlaga það eftir aðstæðum hvers og eins. Í dag eru flestir skólar með einhverja kennslu um umhverfis-, loftslags- og sjálfbærnimál auk þess sem flestir fjalla um hluti eins og flokkun, minnkun á sóun, neyslu og samgöngur. Þessi málefni eru grunnstef í Grænfánanum og með þátttöku er byggt ofan á þetta starf, það eflt og víkkað út og nemendur virkjaðir. Rými fyrir fjölbreytta nálgun Grænfánastarfið er allskonar og hver skóli mótar sínar eigin áherslur og útfærslur. Þátttökuskólar fylgja skrefunum sjö þar sem tækifæri gefst að lyfta upp sérkennum, styrkleikum og möguleikum hvers skóla. Styrkleiki einhverra skóla liggur í að nýta nærumhverfið inn í grænfánastarfið. Hjá sumum skólum er það náttúran í kring og hjá öðrum jafnvel samstarf við stofnanir og fyrirtæki í nágrenni. Sumir skólar leggja áherslu á öflugt nemendalýðræði og aðrir hafa skapandi starf í forgrunni. Einhverjir eru með grænfánadag, aðrir með þemaviku o.s.frv. Allar þessar áherslur og styrkleikar efla grænfánastarfið en enginn skóli þarf að vera sterkur í öllu. Alveg eftir mottói Grænfánans „Allir geta gert eitthvað en enginn getur gert allt“ (Jane Goodall). Það ríkir ákveðin umhverfismenning í skólum sem hafa lengi verið í Grænfánanum. Þá er starfið orðið sjálfsagður hlutur af daglegu skólastarfi sem styrkir meðvitund um málefnið og áhuga. Til eru Grænfánaskólar þar sem starfið er svo öflugt að flestir í skólanum koma að verkefninu á einhvern hátt, það er svokölluð heildarskólanálgun. Sumir hafa jafnvel sett stefnu um menntun til sjálfbærni og grænfánaverkefnið inn í námskrá skólans. Heildarskólanálgun er alveg til fyrirmyndar en ekki allir hafa tækifæri á að ná því. Þeir skólar hafa oft á tíðum aðra styrkleika eins og öfluga umhverfisnefnd nemenda og starfsfólks eða gamalgróin umhverfisverkefni sem fá að þróast áfram í grænfánastarfi. Gott aðgengi að fræðslu og upplýsingum Grænfánaskólar nálgast verkefnið með gleði og áhuga að leiðarljósi sem smitar svo út frá sér yfir á starfsfólk og nemendur. Grænfánastarfið ljáir umhverfis- og sjálfbærnimenntun vængi og eflir starfið, kennsluna, kennara og nemendur. Verkefnið á ekki að vera íþyngjandi eða flókið heldur hjálpartæki til þess að innleiða menntun til sjálfbærni á markvissan hátt í takt við annað skólastarf. Við hjá menntateyminu stöndum þétt að baki skólunum með ráðgjöf, fræðslu og námsefnisgerð. Á nýrri heimasíðu Grænfánans eru allar upplýsingar settar fram á hnitmiðaðan og aðgengilegan hátt auk þess sem mikið af námsefni, fróðleik og verkefnum er að finna þar. Heimsóknir í skólana gefa okkur góða innsýn í grænfánastarfið. Mat á starfi skólanna fer fram í virku samtali við nemendur og kennara og skriffinsku haldið í lágmarki. Það sem skiptir máli er valdeflandi starf skólanna sem styrkir nemendur. Grænfáninn er viðurkenning og gæðastimpill fyrir þetta starf sem allir geta verið stoltir af og er viðurkennt á alþjóðlega vísu. Við þökkum fyrir frábært starf Grænfánaskólanna og hvetjum þá áfram til dáða auk þess sem við hlökkum til að fá fleiri skóla inn á grænu vegferðina með menntun til sjálfbærni að vopni. Sigurlaug er verkefnastjóri menntaverkefna Landverndar og Guðrún, Ósk og Borghildur eru sérfræðingar í menntateymi Landverndar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun