Grænfáninn 30 ára Sigurlaug Arnardóttir, Guðrún Schmidt, Ósk Kristinsdóttir og Borghildur Gunnardóttir skrifa 16. september 2024 11:32 Hjálpartæki til innleiðingar á menntun til sjálfbærni Á degi íslenskrar náttúru fögnum við því að hið alþjóðlega Grænfánaverkefni hefur verið leiðandi í eflingu á umhverfismennt og menntun til sjálfbærni í þrjá áratugi. Verkefnið var smátt í smíðum í upphafi en hefur þroskast í alþjóðlega hreyfingu í 100 löndum, 50.000 skólum og milljónir nemenda taka þátt um allan heim. Á Íslandi eru starfræktir Grænfánaskólar á öllum skólastigum um land allt og við sem störfum við verkefnið sjáum fjölbreytt og metnaðarfullt starf í skólum. Þar eru umhverfis- og sjálfbærnimálin tekin föstum tökum, hugmyndaauðgi kennara og nemenda er mikil og nálgun á efninu er ólík. Grænfáninn aðlagast ólíkum skólum Grænfáninn er öflugt tæki til þess að innleiða menntun til sjálfbærni samkvæmt tilmælum heimsmarkmiðanna og aðalnámskrár. Áhersla er lögð á að mæta skólum á þeirra forsendum og auðvelt er að aðlaga það eftir aðstæðum hvers og eins. Í dag eru flestir skólar með einhverja kennslu um umhverfis-, loftslags- og sjálfbærnimál auk þess sem flestir fjalla um hluti eins og flokkun, minnkun á sóun, neyslu og samgöngur. Þessi málefni eru grunnstef í Grænfánanum og með þátttöku er byggt ofan á þetta starf, það eflt og víkkað út og nemendur virkjaðir. Rými fyrir fjölbreytta nálgun Grænfánastarfið er allskonar og hver skóli mótar sínar eigin áherslur og útfærslur. Þátttökuskólar fylgja skrefunum sjö þar sem tækifæri gefst að lyfta upp sérkennum, styrkleikum og möguleikum hvers skóla. Styrkleiki einhverra skóla liggur í að nýta nærumhverfið inn í grænfánastarfið. Hjá sumum skólum er það náttúran í kring og hjá öðrum jafnvel samstarf við stofnanir og fyrirtæki í nágrenni. Sumir skólar leggja áherslu á öflugt nemendalýðræði og aðrir hafa skapandi starf í forgrunni. Einhverjir eru með grænfánadag, aðrir með þemaviku o.s.frv. Allar þessar áherslur og styrkleikar efla grænfánastarfið en enginn skóli þarf að vera sterkur í öllu. Alveg eftir mottói Grænfánans „Allir geta gert eitthvað en enginn getur gert allt“ (Jane Goodall). Það ríkir ákveðin umhverfismenning í skólum sem hafa lengi verið í Grænfánanum. Þá er starfið orðið sjálfsagður hlutur af daglegu skólastarfi sem styrkir meðvitund um málefnið og áhuga. Til eru Grænfánaskólar þar sem starfið er svo öflugt að flestir í skólanum koma að verkefninu á einhvern hátt, það er svokölluð heildarskólanálgun. Sumir hafa jafnvel sett stefnu um menntun til sjálfbærni og grænfánaverkefnið inn í námskrá skólans. Heildarskólanálgun er alveg til fyrirmyndar en ekki allir hafa tækifæri á að ná því. Þeir skólar hafa oft á tíðum aðra styrkleika eins og öfluga umhverfisnefnd nemenda og starfsfólks eða gamalgróin umhverfisverkefni sem fá að þróast áfram í grænfánastarfi. Gott aðgengi að fræðslu og upplýsingum Grænfánaskólar nálgast verkefnið með gleði og áhuga að leiðarljósi sem smitar svo út frá sér yfir á starfsfólk og nemendur. Grænfánastarfið ljáir umhverfis- og sjálfbærnimenntun vængi og eflir starfið, kennsluna, kennara og nemendur. Verkefnið á ekki að vera íþyngjandi eða flókið heldur hjálpartæki til þess að innleiða menntun til sjálfbærni á markvissan hátt í takt við annað skólastarf. Við hjá menntateyminu stöndum þétt að baki skólunum með ráðgjöf, fræðslu og námsefnisgerð. Á nýrri heimasíðu Grænfánans eru allar upplýsingar settar fram á hnitmiðaðan og aðgengilegan hátt auk þess sem mikið af námsefni, fróðleik og verkefnum er að finna þar. Heimsóknir í skólana gefa okkur góða innsýn í grænfánastarfið. Mat á starfi skólanna fer fram í virku samtali við nemendur og kennara og skriffinsku haldið í lágmarki. Það sem skiptir máli er valdeflandi starf skólanna sem styrkir nemendur. Grænfáninn er viðurkenning og gæðastimpill fyrir þetta starf sem allir geta verið stoltir af og er viðurkennt á alþjóðlega vísu. Við þökkum fyrir frábært starf Grænfánaskólanna og hvetjum þá áfram til dáða auk þess sem við hlökkum til að fá fleiri skóla inn á grænu vegferðina með menntun til sjálfbærni að vopni. Sigurlaug er verkefnastjóri menntaverkefna Landverndar og Guðrún, Ósk og Borghildur eru sérfræðingar í menntateymi Landverndar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Hjálpartæki til innleiðingar á menntun til sjálfbærni Á degi íslenskrar náttúru fögnum við því að hið alþjóðlega Grænfánaverkefni hefur verið leiðandi í eflingu á umhverfismennt og menntun til sjálfbærni í þrjá áratugi. Verkefnið var smátt í smíðum í upphafi en hefur þroskast í alþjóðlega hreyfingu í 100 löndum, 50.000 skólum og milljónir nemenda taka þátt um allan heim. Á Íslandi eru starfræktir Grænfánaskólar á öllum skólastigum um land allt og við sem störfum við verkefnið sjáum fjölbreytt og metnaðarfullt starf í skólum. Þar eru umhverfis- og sjálfbærnimálin tekin föstum tökum, hugmyndaauðgi kennara og nemenda er mikil og nálgun á efninu er ólík. Grænfáninn aðlagast ólíkum skólum Grænfáninn er öflugt tæki til þess að innleiða menntun til sjálfbærni samkvæmt tilmælum heimsmarkmiðanna og aðalnámskrár. Áhersla er lögð á að mæta skólum á þeirra forsendum og auðvelt er að aðlaga það eftir aðstæðum hvers og eins. Í dag eru flestir skólar með einhverja kennslu um umhverfis-, loftslags- og sjálfbærnimál auk þess sem flestir fjalla um hluti eins og flokkun, minnkun á sóun, neyslu og samgöngur. Þessi málefni eru grunnstef í Grænfánanum og með þátttöku er byggt ofan á þetta starf, það eflt og víkkað út og nemendur virkjaðir. Rými fyrir fjölbreytta nálgun Grænfánastarfið er allskonar og hver skóli mótar sínar eigin áherslur og útfærslur. Þátttökuskólar fylgja skrefunum sjö þar sem tækifæri gefst að lyfta upp sérkennum, styrkleikum og möguleikum hvers skóla. Styrkleiki einhverra skóla liggur í að nýta nærumhverfið inn í grænfánastarfið. Hjá sumum skólum er það náttúran í kring og hjá öðrum jafnvel samstarf við stofnanir og fyrirtæki í nágrenni. Sumir skólar leggja áherslu á öflugt nemendalýðræði og aðrir hafa skapandi starf í forgrunni. Einhverjir eru með grænfánadag, aðrir með þemaviku o.s.frv. Allar þessar áherslur og styrkleikar efla grænfánastarfið en enginn skóli þarf að vera sterkur í öllu. Alveg eftir mottói Grænfánans „Allir geta gert eitthvað en enginn getur gert allt“ (Jane Goodall). Það ríkir ákveðin umhverfismenning í skólum sem hafa lengi verið í Grænfánanum. Þá er starfið orðið sjálfsagður hlutur af daglegu skólastarfi sem styrkir meðvitund um málefnið og áhuga. Til eru Grænfánaskólar þar sem starfið er svo öflugt að flestir í skólanum koma að verkefninu á einhvern hátt, það er svokölluð heildarskólanálgun. Sumir hafa jafnvel sett stefnu um menntun til sjálfbærni og grænfánaverkefnið inn í námskrá skólans. Heildarskólanálgun er alveg til fyrirmyndar en ekki allir hafa tækifæri á að ná því. Þeir skólar hafa oft á tíðum aðra styrkleika eins og öfluga umhverfisnefnd nemenda og starfsfólks eða gamalgróin umhverfisverkefni sem fá að þróast áfram í grænfánastarfi. Gott aðgengi að fræðslu og upplýsingum Grænfánaskólar nálgast verkefnið með gleði og áhuga að leiðarljósi sem smitar svo út frá sér yfir á starfsfólk og nemendur. Grænfánastarfið ljáir umhverfis- og sjálfbærnimenntun vængi og eflir starfið, kennsluna, kennara og nemendur. Verkefnið á ekki að vera íþyngjandi eða flókið heldur hjálpartæki til þess að innleiða menntun til sjálfbærni á markvissan hátt í takt við annað skólastarf. Við hjá menntateyminu stöndum þétt að baki skólunum með ráðgjöf, fræðslu og námsefnisgerð. Á nýrri heimasíðu Grænfánans eru allar upplýsingar settar fram á hnitmiðaðan og aðgengilegan hátt auk þess sem mikið af námsefni, fróðleik og verkefnum er að finna þar. Heimsóknir í skólana gefa okkur góða innsýn í grænfánastarfið. Mat á starfi skólanna fer fram í virku samtali við nemendur og kennara og skriffinsku haldið í lágmarki. Það sem skiptir máli er valdeflandi starf skólanna sem styrkir nemendur. Grænfáninn er viðurkenning og gæðastimpill fyrir þetta starf sem allir geta verið stoltir af og er viðurkennt á alþjóðlega vísu. Við þökkum fyrir frábært starf Grænfánaskólanna og hvetjum þá áfram til dáða auk þess sem við hlökkum til að fá fleiri skóla inn á grænu vegferðina með menntun til sjálfbærni að vopni. Sigurlaug er verkefnastjóri menntaverkefna Landverndar og Guðrún, Ósk og Borghildur eru sérfræðingar í menntateymi Landverndar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun