Sendir dótturina ekki í skólann vegna ofbeldis Ólafur Björn Sverrisson skrifar 15. september 2024 22:59 Marta er ráðalaus gagnvart skólayfirvöldum sem hún segir hafa brugðist í máli dóttur sinnar. aðsend Móðir stúlku í 2. bekk í Helgafellsskóla í Mosfellsbæ segist vera að niðurlotum komin eftir baráttu við skólayfirvöld vegna ofbeldis sem dóttir hennar hafi orðið fyrir í skólanum af hálfu samnemanda. Hann hafi hótað stúlkunni öllu illu og í einu tilviki mætt með hníf í skólann. Marta Eiríksdóttir segir þessa sögu sína opinberlega nú, eftir að hafa leitað allra leiða innan kerfisins. „Við erum búin að reyna allt. Búin að vera mjög þolinmóð og gefa skólanum mörg tækifæri til að bregðast við á viðeigandi hátt, sem er ekki gert,“ segir Marta Eiríksdóttir móðir stúlkunnar i samtali við Vísi. Síðasta úrræðið hafi verið að vekja athygli á málinu opinberlega. Langur aðdragandi hafi verið að því. „Þetta byrjar í vor þegar þau eru í fyrsta bekk. Við leituðum til bæjarins og þá fóru hlutir að gerast í vor. Við höfum fengið gott viðmót frá bænum en það hefur ekki dugað til. Skólinn tekur ákvarðanir um að breyta planinu og hleypa honum aftur að henni, án okkar vitneskju og samþykkis. Hljóð og mynd fer ekki saman.“ Ágerist dag frá degi Í Facebook-færslu, sem hefur vakið mikla athygli rekur Marta söguna ítarlega. Hún segir forsögu málsins vera vinsamband dóttur sinnar við dreng í bekknum. „Henni fannst hann mikið einn og án vina og fannst gaman að leika með honum. Hún fer síðan að koma heim og segja að hann sé farinn að meiða hana í leik. Hún fer að koma heim með marbletti og segist vera orðin hrædd við hann“ segir Marta sem hafi haft samband við móður drengsins og beðið hana um að vinna í þessu með sér. „En þetta bara ágerist dag eftir dag, kennarinn hennar hringir í mig og segir ástandið alvarlegt og að hún hafi miklar áhyggjur af henni. Hún sé uppá arminum hennar allan daginn og dauðhrædd við drenginn. Hann láti hana ekki í friði og noti hvert tækifæri til að hrella hana eða meiða. Aftur sendi ég skilaboð á móður hans og hún lofar að hann verði góður við hana,“ segir Marta og heldur áfram: Marta Eiríksdóttir.aðsend Kalt viðmót „Lítið breytist og daginn fyrir 1. maí fær ég símtal sem ég óska engu foreldri að fá. Deildarstjóri yngsta stigs kynnir sig og vill fá að ræða þeirra mál og biður mig að rekja aðeins samkipti þeirra frá okkar sjónarmiði sem ég geri. Hún tilkynnir mér þá ástæðu símhringingarinnar, drengurinn hafi mætt í skólann með hníf.“ Nokkuð sem var Mörtu gríðarlegt áfall. Við hafi tekið mikið streð við að koma á fyrirkomulagi innan skólans þar sem stúlkan sé örugg, en Marta er afar ósátt við viðmót skólans í málinu. „Við erum boðuð á fund með deildarstjóra yngsta stigs og skólastjóranum og ömurlegri fund hef ég ekki setið. Skólastjórinn var gjörsamlega tilfinningalaus, köld og spurði okkur hvað við vildum að þau gerðu? Það hafi ekkert gerst með hnífinn og öll börn eigi rétt á að stunda skóla.“ Aftur í sama far Plön um að hafa börnin aðskilin hafi aðeins gengið í stutta stund „en skólinn fer síðan að vilja mjaka honum í nálægð við hana aftur, gegn okkar vilja og vitundar,“ segir Marta. Í sumar hafi mikil breyting verið á líðan stúlkunnar. Hún hafi verið ólík sjálfri sér og áhugalaus. Við skólabyrjun nú í haust hafi Marta beðið um plan en mætt sama viðmóti. Það væri betra að bíða og sjá hvernig skólinn færi af stað. „Dagarnir líða, ekkert heyrist. Hún grætur þegar hún á að fara í skólann og springur þegar hún kemur heim. Grætur, er reið, líður illa,“ segir Marta en hún hafi í framhaldinu komist að því að drengurin nafi hótað henni öllu illu ef hún myndi ekki leika við hann. Færslu Mörtu má lesa í heild hér að neðan. Yngri hópur en fólk geri sér grein fyrir Í samtali við Vísi segi Marta að staðan nú sé að þau treysti sér ekki til að senda stúlkuna í skólann. „Ég er núna búin að fara á fund með Mosfellsbæ og þau vilja allt fyrir okkur gera en ég sé ekki hvernig það er hægt að leysa þetta. Skólinn virðist ekki hafa burði til að leysa þetta,“ segir Marta. Dóttirin vilji ekki hætta í skólanum þar sem allir hennar vinir séu þar og henni gengið vel í skólanum. „Þessi ákvörðun er ekki tekin af léttúð en hvað gerir maður ekki fyrir barnið sitt?“ Hún segir umræðu um ofbeldi ungmenna, sem hefur verið áberandi síðustu vikur, ná til mun yngri hóps en fólk geri sér grein fyrir. „Þetta eru krakkar í öðrum bekk. Það virðast allir vera með hausinn í sandinum. Það verður að vera skýrt plan fyrir þolendur og gerendur. Hvenær er komið nóg? Okkar heitasta ósk er einnig að þessi elsku drengur fái hjálpina, stuðninginn og ástina sem hann á skilið. Það er augljóslega þörf á því. Ekkert barn sem líður vel gengur um með hníf á sér, engu barni sem líður vel beitir ofbeldi.“ Skóla- og menntamál Mosfellsbær Ofbeldi barna Grunnskólar Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Marta Eiríksdóttir segir þessa sögu sína opinberlega nú, eftir að hafa leitað allra leiða innan kerfisins. „Við erum búin að reyna allt. Búin að vera mjög þolinmóð og gefa skólanum mörg tækifæri til að bregðast við á viðeigandi hátt, sem er ekki gert,“ segir Marta Eiríksdóttir móðir stúlkunnar i samtali við Vísi. Síðasta úrræðið hafi verið að vekja athygli á málinu opinberlega. Langur aðdragandi hafi verið að því. „Þetta byrjar í vor þegar þau eru í fyrsta bekk. Við leituðum til bæjarins og þá fóru hlutir að gerast í vor. Við höfum fengið gott viðmót frá bænum en það hefur ekki dugað til. Skólinn tekur ákvarðanir um að breyta planinu og hleypa honum aftur að henni, án okkar vitneskju og samþykkis. Hljóð og mynd fer ekki saman.“ Ágerist dag frá degi Í Facebook-færslu, sem hefur vakið mikla athygli rekur Marta söguna ítarlega. Hún segir forsögu málsins vera vinsamband dóttur sinnar við dreng í bekknum. „Henni fannst hann mikið einn og án vina og fannst gaman að leika með honum. Hún fer síðan að koma heim og segja að hann sé farinn að meiða hana í leik. Hún fer að koma heim með marbletti og segist vera orðin hrædd við hann“ segir Marta sem hafi haft samband við móður drengsins og beðið hana um að vinna í þessu með sér. „En þetta bara ágerist dag eftir dag, kennarinn hennar hringir í mig og segir ástandið alvarlegt og að hún hafi miklar áhyggjur af henni. Hún sé uppá arminum hennar allan daginn og dauðhrædd við drenginn. Hann láti hana ekki í friði og noti hvert tækifæri til að hrella hana eða meiða. Aftur sendi ég skilaboð á móður hans og hún lofar að hann verði góður við hana,“ segir Marta og heldur áfram: Marta Eiríksdóttir.aðsend Kalt viðmót „Lítið breytist og daginn fyrir 1. maí fær ég símtal sem ég óska engu foreldri að fá. Deildarstjóri yngsta stigs kynnir sig og vill fá að ræða þeirra mál og biður mig að rekja aðeins samkipti þeirra frá okkar sjónarmiði sem ég geri. Hún tilkynnir mér þá ástæðu símhringingarinnar, drengurinn hafi mætt í skólann með hníf.“ Nokkuð sem var Mörtu gríðarlegt áfall. Við hafi tekið mikið streð við að koma á fyrirkomulagi innan skólans þar sem stúlkan sé örugg, en Marta er afar ósátt við viðmót skólans í málinu. „Við erum boðuð á fund með deildarstjóra yngsta stigs og skólastjóranum og ömurlegri fund hef ég ekki setið. Skólastjórinn var gjörsamlega tilfinningalaus, köld og spurði okkur hvað við vildum að þau gerðu? Það hafi ekkert gerst með hnífinn og öll börn eigi rétt á að stunda skóla.“ Aftur í sama far Plön um að hafa börnin aðskilin hafi aðeins gengið í stutta stund „en skólinn fer síðan að vilja mjaka honum í nálægð við hana aftur, gegn okkar vilja og vitundar,“ segir Marta. Í sumar hafi mikil breyting verið á líðan stúlkunnar. Hún hafi verið ólík sjálfri sér og áhugalaus. Við skólabyrjun nú í haust hafi Marta beðið um plan en mætt sama viðmóti. Það væri betra að bíða og sjá hvernig skólinn færi af stað. „Dagarnir líða, ekkert heyrist. Hún grætur þegar hún á að fara í skólann og springur þegar hún kemur heim. Grætur, er reið, líður illa,“ segir Marta en hún hafi í framhaldinu komist að því að drengurin nafi hótað henni öllu illu ef hún myndi ekki leika við hann. Færslu Mörtu má lesa í heild hér að neðan. Yngri hópur en fólk geri sér grein fyrir Í samtali við Vísi segi Marta að staðan nú sé að þau treysti sér ekki til að senda stúlkuna í skólann. „Ég er núna búin að fara á fund með Mosfellsbæ og þau vilja allt fyrir okkur gera en ég sé ekki hvernig það er hægt að leysa þetta. Skólinn virðist ekki hafa burði til að leysa þetta,“ segir Marta. Dóttirin vilji ekki hætta í skólanum þar sem allir hennar vinir séu þar og henni gengið vel í skólanum. „Þessi ákvörðun er ekki tekin af léttúð en hvað gerir maður ekki fyrir barnið sitt?“ Hún segir umræðu um ofbeldi ungmenna, sem hefur verið áberandi síðustu vikur, ná til mun yngri hóps en fólk geri sér grein fyrir. „Þetta eru krakkar í öðrum bekk. Það virðast allir vera með hausinn í sandinum. Það verður að vera skýrt plan fyrir þolendur og gerendur. Hvenær er komið nóg? Okkar heitasta ósk er einnig að þessi elsku drengur fái hjálpina, stuðninginn og ástina sem hann á skilið. Það er augljóslega þörf á því. Ekkert barn sem líður vel gengur um með hníf á sér, engu barni sem líður vel beitir ofbeldi.“
Skóla- og menntamál Mosfellsbær Ofbeldi barna Grunnskólar Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira