Arnar ætlar ekki að fylgja sínum mönnum í Vesturbæinn Aron Guðmundsson skrifar 13. september 2024 12:31 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, tekur út leikbann í leik gegn KR í Bestu deildinni í kvöld. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Arnar Gunnlaugsson ætlar ekki að hreiðra um sig í stúkunni á Meistaravöllum í dag þegar að KR tekur á móti Víkingi Reykjavík í þýðingarmiklum leik fyrir bæði lið í Bestu deildinni. Arnar tekur út leikbann í dag og mætir því Óskari Hrafni, þjálfara KR, ekki á hliðarlínunni. Þeir kollegarnir hafa marga hildina háð í gegnum tíðina og Arnar er farinn að sjá handbragð Óskars á KR-liðinu. „Gríðarlega mikilvægur leikur,“ segir Arnar aðspurður um hversu mikið mikilvægi leikur dagsins er fyrir Víkinga sem geta með sigri í kvöld jafnað Breiðablik að stigum á toppi Bestu deildarinnar fyrir lokaumferð hinnar hefðbundnu deildarkeppni. „Það skiptir miklu máli að enda í efsta sæti áður en að deildinni er skipt upp. Upp á heimaleikjarétt og annað. Svo er þetta einn af iconic völlum á Íslandi. KR-völlurinn. Þrátt fyrir að hann sé kominn til ára sinna. Þessi völlur hefur reynst mér vel. Bæði sem leikmaður og enn betur sem þjálfari. Ég held að öllum Víkingum hlakki gríðarlega til leiksins í kvöld.“ Hvar ætlarðu að horfa á leikinn? „Ég held að ég verði bara í Víkinni. Horfi á leikinn þar. Eins og ég sagði áður þá er KR-völlurinn goðsagnakenndur en aðeins kominn til ára sinna. Það er ekki alveg nægilega góð aðstaða þarna fyrir mig til þess að mæta á svæðið og horfa á leikinn innan um stuðningsmenn. Þó svo að það sé gaman. Ég verð bara í tjillinu í Víkinni.“ Það er ekki möguleiki á því að ef að leikur dagsins verður of spennandi fyrir þig að þú brunir í Vesturbæinn á Meistaravelli? „Jú það gæti nú alveg verið,“ svarar Arnar hlæjandi. „Ég held bara að það sé svo ótrúlega mikill hugur í stuðningsmönnum beggja liða. Það blása ferskir vindar um KR-svæðið núna. Óskar Hrafn tekinn við þjálfun liðsins. Hann er einn af okkar allra bestu þjálfurum. Hann er mættur í uppeldisfélagið og er þar með að láta sinn draum rætast. Það er stemning í báðum félögum þrátt fyrir að staðan í deildinni hjá þeim sé ekki sú sama.“ Miklu rólegri upp í stúku Ertu ekki alveg ómögulegur upp í stúku? „Nei það er eiginlega þveröfug upplifun. Ég verð miklu meira stressaður á hliðarlínunni. Að því að það sem að maður heldur að sé alveg í volli á hliðarlínunni lítur bara þokkalega út þegar að maður er með yfirsýn yfir völlinn. Svo er Sölvi bara með svo góða nærveru á hliðarlínunni fyrir okkur. Ég treysti honum og restinni af teyminu fullkomlega til þess að stjórna liðinu. Við erum vel drillað lið með góðan strúktur. Svona til að svara spurningunni þá líður mér eiginlega bara betur upp í stúku. Ég verð kannski bara þar í framhaldinu. Fyrir utan völlinn.“ Handbragð Óskars farið að sjást á KR Þið Óskar Hrafn hafið nú tekist á í gegnum tíðina. Er ekkert leiðinlegt fyrir þig að missa af tækifærinu að mæta honum svona í fyrsta skipti sem hann þjálfar KR liðið á móti Víkingum? „Ég held að það sé leiðinlegra fyrir ykkur fjölmiðlamennina sem og stuðningsmenn. Þið hefðuð kannski búist við einhverri flugeldasýningu en við Óskar Hrafn ræddum málin vel í sumar. Það var aldrei neitt illt á milli okkar, þannig séð, fyrir utan völlinn. Stressið var bara svo mikið þegar að okkar lið mættust. Staða Víkings og Breiðabliks á þessum tíma gerði það að verkum að það þurfti lítið til að allt færi í bál og brand. Auðvitað vill maður vera á hliðarlínunni. Sama hver þjálfari andstæðingsins er. En kannski sérstaklega í kvöld á móti Óskari. Það kemur kannski seinna.“ Arnar er farinn að sjá handbragð Óskars Hrafns á KR-liðinu. „Blikaliðið undir hans stjórn var eitt skemmtilegasta fótboltalið íslenskrar knattspyrnusögu. Það er ekkert flóknara en það. Það er ákveðið handbragð hans byrjað að mótast á KR-liðinu. En auðvitað þar kannski að taka smærri skref svona fyrst um sinn. Þú getur ekki gleypt heiminn í einum bita. En það er ákveðið handbragð sem maður sér alveg strax. Það er af hinu góða.“ Enginn að fara liggja til baka Liðin hafa fengið góða pásu milli leikja sökum landsleikjahlés sem Arnar segir hafa gert Víkingum gott því mikið hefur verið að gera hjá liðinu. Bæði hér heima sem og í Evrópu þar sem að Víkingar hafa tryggt sér sæti í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu. „Það var dálítið kærkomið. Þetta er erfitt. Ekki bara líkamlega heldur einnig andlega. Að stimpla sig inn og út úr Evrópu með ferðalögum og tilheyrandi raski. Fríið var því kærkomið. Reyndar fóru þrír eða fjórir leikmenn í landsliðsverkefni frá okkur, stóðu sig mjög vel þar. En það eru einhverjir leikmenn í banni hjá okkur í leik dagsins. Við erum án einhverra sex til sjö lykilleikmanna í kvöld en hópurinn er búinn að vera frábær í sumar. Hefur tekist vel á við öll áföll. Við mætum því vel gíraðir og með sterkt lið í kvöld.“ KR og Víkingur hafa marga hildina háð í gegnum tíðina. Þrátt fyrir að liðin séu stödd við sitt hvoran enda töflunnar er leikja þessa liða alltaf beðið með spennu og eftirvæntingu. Mikið er undir fyrir bæði lið í kvöld. „Grasið gerir þetta að svo skemmtilegum leik. Þetta verða svo miklir baráttuleikir og læti. Sérstaklega núna í lokin þegar að tímabilið er komið inn á síðasta hlutann og menn sjá fram á það hvar þeir geti endað. Það setur extra mikilvægi á þetta. Við verðum bara að vinna í kvöld. Það er ekkert flóknara en það. KR er náttúrulega, þannig séð, enn í fallbaráttu og eiga erfiðan leik gegn Val fyrir höndum á mánudaginn kemur. Þeir mega ekkert heldur við að tapa stigum. DNA beggja þjálfara er nú þannig að það er enginn að fara liggja til baka og verja eitthvað stig. Ég held að þetta verði þrælskemmtilegur leikur sem áhorfendur munu hafa gaman að.“ Leikur KR og Víkings Reykjavíkur hefst klukkan 17:00 í dag og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Besta deild karla KR Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Jón Axel og félagar spila til úrslita Körfubolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira
„Gríðarlega mikilvægur leikur,“ segir Arnar aðspurður um hversu mikið mikilvægi leikur dagsins er fyrir Víkinga sem geta með sigri í kvöld jafnað Breiðablik að stigum á toppi Bestu deildarinnar fyrir lokaumferð hinnar hefðbundnu deildarkeppni. „Það skiptir miklu máli að enda í efsta sæti áður en að deildinni er skipt upp. Upp á heimaleikjarétt og annað. Svo er þetta einn af iconic völlum á Íslandi. KR-völlurinn. Þrátt fyrir að hann sé kominn til ára sinna. Þessi völlur hefur reynst mér vel. Bæði sem leikmaður og enn betur sem þjálfari. Ég held að öllum Víkingum hlakki gríðarlega til leiksins í kvöld.“ Hvar ætlarðu að horfa á leikinn? „Ég held að ég verði bara í Víkinni. Horfi á leikinn þar. Eins og ég sagði áður þá er KR-völlurinn goðsagnakenndur en aðeins kominn til ára sinna. Það er ekki alveg nægilega góð aðstaða þarna fyrir mig til þess að mæta á svæðið og horfa á leikinn innan um stuðningsmenn. Þó svo að það sé gaman. Ég verð bara í tjillinu í Víkinni.“ Það er ekki möguleiki á því að ef að leikur dagsins verður of spennandi fyrir þig að þú brunir í Vesturbæinn á Meistaravelli? „Jú það gæti nú alveg verið,“ svarar Arnar hlæjandi. „Ég held bara að það sé svo ótrúlega mikill hugur í stuðningsmönnum beggja liða. Það blása ferskir vindar um KR-svæðið núna. Óskar Hrafn tekinn við þjálfun liðsins. Hann er einn af okkar allra bestu þjálfurum. Hann er mættur í uppeldisfélagið og er þar með að láta sinn draum rætast. Það er stemning í báðum félögum þrátt fyrir að staðan í deildinni hjá þeim sé ekki sú sama.“ Miklu rólegri upp í stúku Ertu ekki alveg ómögulegur upp í stúku? „Nei það er eiginlega þveröfug upplifun. Ég verð miklu meira stressaður á hliðarlínunni. Að því að það sem að maður heldur að sé alveg í volli á hliðarlínunni lítur bara þokkalega út þegar að maður er með yfirsýn yfir völlinn. Svo er Sölvi bara með svo góða nærveru á hliðarlínunni fyrir okkur. Ég treysti honum og restinni af teyminu fullkomlega til þess að stjórna liðinu. Við erum vel drillað lið með góðan strúktur. Svona til að svara spurningunni þá líður mér eiginlega bara betur upp í stúku. Ég verð kannski bara þar í framhaldinu. Fyrir utan völlinn.“ Handbragð Óskars farið að sjást á KR Þið Óskar Hrafn hafið nú tekist á í gegnum tíðina. Er ekkert leiðinlegt fyrir þig að missa af tækifærinu að mæta honum svona í fyrsta skipti sem hann þjálfar KR liðið á móti Víkingum? „Ég held að það sé leiðinlegra fyrir ykkur fjölmiðlamennina sem og stuðningsmenn. Þið hefðuð kannski búist við einhverri flugeldasýningu en við Óskar Hrafn ræddum málin vel í sumar. Það var aldrei neitt illt á milli okkar, þannig séð, fyrir utan völlinn. Stressið var bara svo mikið þegar að okkar lið mættust. Staða Víkings og Breiðabliks á þessum tíma gerði það að verkum að það þurfti lítið til að allt færi í bál og brand. Auðvitað vill maður vera á hliðarlínunni. Sama hver þjálfari andstæðingsins er. En kannski sérstaklega í kvöld á móti Óskari. Það kemur kannski seinna.“ Arnar er farinn að sjá handbragð Óskars Hrafns á KR-liðinu. „Blikaliðið undir hans stjórn var eitt skemmtilegasta fótboltalið íslenskrar knattspyrnusögu. Það er ekkert flóknara en það. Það er ákveðið handbragð hans byrjað að mótast á KR-liðinu. En auðvitað þar kannski að taka smærri skref svona fyrst um sinn. Þú getur ekki gleypt heiminn í einum bita. En það er ákveðið handbragð sem maður sér alveg strax. Það er af hinu góða.“ Enginn að fara liggja til baka Liðin hafa fengið góða pásu milli leikja sökum landsleikjahlés sem Arnar segir hafa gert Víkingum gott því mikið hefur verið að gera hjá liðinu. Bæði hér heima sem og í Evrópu þar sem að Víkingar hafa tryggt sér sæti í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu. „Það var dálítið kærkomið. Þetta er erfitt. Ekki bara líkamlega heldur einnig andlega. Að stimpla sig inn og út úr Evrópu með ferðalögum og tilheyrandi raski. Fríið var því kærkomið. Reyndar fóru þrír eða fjórir leikmenn í landsliðsverkefni frá okkur, stóðu sig mjög vel þar. En það eru einhverjir leikmenn í banni hjá okkur í leik dagsins. Við erum án einhverra sex til sjö lykilleikmanna í kvöld en hópurinn er búinn að vera frábær í sumar. Hefur tekist vel á við öll áföll. Við mætum því vel gíraðir og með sterkt lið í kvöld.“ KR og Víkingur hafa marga hildina háð í gegnum tíðina. Þrátt fyrir að liðin séu stödd við sitt hvoran enda töflunnar er leikja þessa liða alltaf beðið með spennu og eftirvæntingu. Mikið er undir fyrir bæði lið í kvöld. „Grasið gerir þetta að svo skemmtilegum leik. Þetta verða svo miklir baráttuleikir og læti. Sérstaklega núna í lokin þegar að tímabilið er komið inn á síðasta hlutann og menn sjá fram á það hvar þeir geti endað. Það setur extra mikilvægi á þetta. Við verðum bara að vinna í kvöld. Það er ekkert flóknara en það. KR er náttúrulega, þannig séð, enn í fallbaráttu og eiga erfiðan leik gegn Val fyrir höndum á mánudaginn kemur. Þeir mega ekkert heldur við að tapa stigum. DNA beggja þjálfara er nú þannig að það er enginn að fara liggja til baka og verja eitthvað stig. Ég held að þetta verði þrælskemmtilegur leikur sem áhorfendur munu hafa gaman að.“ Leikur KR og Víkings Reykjavíkur hefst klukkan 17:00 í dag og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Besta deild karla KR Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Jón Axel og félagar spila til úrslita Körfubolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira