„Hagkvæm nýting skólahúsnæðis“ Dröfn Farestveit skrifar 13. september 2024 13:31 Áskoranir og vaxandi þörf Sveitarfélög á Íslandi standa frammi fyrir verulegum áskorunum vegna ört vaxandi fólksfjölgunar og þéttingu byggðar. Þrátt fyrir mikla uppbyggingu í mörgum sveitarfélögunum þá hefur ekki verið fylgt nægilega vel eftir með uppbyggingu leik- og grunnskóla, sem veldur miklu álagi á núverandi innviði. Fjárhagsleg geta sveitarfélaga til að stækka leik- og grunnskóla hefur verið takmörkuð þar sem ekki hefur verið lögð áhersla á fjárfestingar í málaflokknum. Óhagstætt vaxtaumhverfi gerir það enn erfiðara fyrir sveitarfélögin, sem þurfa því að leita allra leiða til að nýta núverandi innviði sem best og tryggja á sama tíma að hagsmunir barna og starfsfólks séu ávallt í forgrunni. Eru tækifæri í því að greina nýtingu rýma í grunn- og leikskólum landsins? Mikilvægt er leggja mat á húsnæði og skipulag sem er þegar til staðar í leik- og grunnskólum hjá sveitarfélögum og hvernig það er nýtt. Samkvæmt upplýsingum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) fyrir árið 2023 er heildar fermetrafjöldi í grunnskólum landsins um 1.065.798 sem gerir að meðaltali 20 fermetra á nemanda. Leikskólarnir eru með samtals 227.735 fermetra sem er um 10 fermetrar á nemanda. Þrátt fyrir að húsnæðið sé til staðar, er nýting þess mismunandi eftir sveitarfélögum; sumir skólar hafa færri nemendur en skólinn var hannaður fyrir, á meðan aðrir eru yfirfullir. Til að bæta heildarnýtingu húsnæðisins er nauðsynlegt að framkvæma stöðugreiningu og framtíðarspá á nýtingu leik- og grunnskólarýma. Slík greining ætti að vera með hag barna og starfsfólks að leiðarljósi og með það markmið að bæta skipulag og dreifingu nemenda. Þetta felur í sér að meta hvort rýmin séu nýtt á sem hagkvæmastan hátt og að finna lausnir fyrir þá skóla sem eru annaðhvort of stórir eða of litlir miðað við nemendafjölda. Mögulega eru tækifæri fyrir einhver sveitarfélög að fækka fermetrum með sölu eða leigu rýma. Samhliða þarf að leggja mat á fjárhagsstöðu sveitarfélagsins sem þarf að uppfylla kröfur um fjárhagslega sjálfbærni samkvæmt sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011. Þetta getur verið krefjandi, þar sem fræðslu og uppeldismál eru fjárhagslega þyngsti málaflokkurinn, en til þeirra fara um 53% af skatttekjum sveitarfélaga. Mörg sveitarfélög standa frammi fyrir því að ekki er til fjármagn fyrir umfangsmiklar fjárfestingar eins og stækkun á á leik- og grunnskólum og einnig er vaxtaumhverfi óhagstætt og lántaka því oft ekki ákjósanlegur kostur. Fjárhagsáætlun A-hluta sveitarfélaganna fyrir árið 2024 gerir ráð fyrir 52 milljarða fjárfestingu í málaflokknum en ekki er ljóst hve mikið af því fer í skólahúsnæði. Samkvæmt upplýsingum úr nýlegum framkvæmdum á vegum sveitarfélaga kostar nýbygging grunnskóla um 5 milljarða króna og leikskóli rúmlega 1 milljarð króna eftir því hve stórir þeir eru. Ráðist sveitarfélagið í frekari fjárfestingu við byggingu leik- og grunnskóla þarf að skoða hvort sú fjárfesting kalli á frekari lántöku hjá sveitarfélaginu og greina áhrifin hennar á helstu lykiltölur til þess að tryggja að farið sé eftir lágmarksviðmiðum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Ef sveitarfélög ætla í uppbyggingu sem krefst mikils fjármagns yfir langan tíma, hvernig er hægt að bregðast við til skamms tíma? Umbótatækifæri og sveigjanleiki í nýtingu rýma Mikilvægt er að leysa úr þessum bráðavanda sem mörg sveitarfélög standa frami fyrir en samhliða því huga að varanlegri lausnum með því að greina stærð árganga og þróun nemendafjölda bæði með tilliti til heimastofa sem og sérgreinastofa í grunnskólum. Til hliðsjónar eru viðmið reglugerða um gerð og búnað skólahúsnæðis nr. 657/2009 notuð þegar lagt er mat á það hvort að rými séu fullnýtt eða undir viðmiðum. Með þessu er hægt að spá fyrir um hvenær sveitarfélagið þarf að fara í frekari fjárfestingu á húsnæðinu miðað við þróun nemendafjölda og notkun rýma, og gera ráð fyrir þeim fjárfestingum í fjárhagsáætlun komandi ára og hver áhrif þeirra er á lykiltölur sveitarfélagsins. Þátttaka starfsfólks og stjórnenda er lykilþáttur í vinnu og greiningunni til þess að innleiða breytingarnar á skilvirkan hátt. Grunnþættir breytingastjórnunar eru hér hafðir að leiðarljósi í virkjun hagaðila, samskiptum, þjálfun og góðum undirbúningi. Með því að fylgja vegvísi breytingarstjórnunar og vinna náið með skólastjórnendum og starfsfólki er hægt að innleiða breytingar á árangursríkan og farsælan hátt og finna í sameiningu skammtímalausnir við vandamálinu. Framtíðarsýn sveitarfélagsins Til að mæta þeim áskorunum sem sveitarfélög standa frammi fyrir varðandi leik- og grunnskóla er lykilatriði að markviss nýting á núverandi húsnæði og skýr áætlanagerð um framtíðar fjárfestingar sé í takt við íbúaspá. Með því að framkvæma stöðugreiningu, meta fjárhagsstöðu og þróa sveigjanlegar lausnir, er hægt að stuðla að því að húsnæði sveitarfélaganna þjóni sem best þörfum íbúa, bæði til skamms og langs tíma. Sveitarfélögin þurfa því að skoða og greina hvaða húsnæði er til staðar og spá fyrir um framtíðarþarfir til að tryggja fullnægjandi innviði. Með þessu er hægt að tryggja að hagsmunir barna og starfsfólks séu hafðir að leiðarljósi og að sveitarfélögin geti mætt vaxandi þörfum samfélagsins á hagkvæman hátt. Höfundur er sérfræðingur á ráðgjafarsviði KPMG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Rekstur hins opinbera Sveitarstjórnarmál Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Áskoranir og vaxandi þörf Sveitarfélög á Íslandi standa frammi fyrir verulegum áskorunum vegna ört vaxandi fólksfjölgunar og þéttingu byggðar. Þrátt fyrir mikla uppbyggingu í mörgum sveitarfélögunum þá hefur ekki verið fylgt nægilega vel eftir með uppbyggingu leik- og grunnskóla, sem veldur miklu álagi á núverandi innviði. Fjárhagsleg geta sveitarfélaga til að stækka leik- og grunnskóla hefur verið takmörkuð þar sem ekki hefur verið lögð áhersla á fjárfestingar í málaflokknum. Óhagstætt vaxtaumhverfi gerir það enn erfiðara fyrir sveitarfélögin, sem þurfa því að leita allra leiða til að nýta núverandi innviði sem best og tryggja á sama tíma að hagsmunir barna og starfsfólks séu ávallt í forgrunni. Eru tækifæri í því að greina nýtingu rýma í grunn- og leikskólum landsins? Mikilvægt er leggja mat á húsnæði og skipulag sem er þegar til staðar í leik- og grunnskólum hjá sveitarfélögum og hvernig það er nýtt. Samkvæmt upplýsingum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) fyrir árið 2023 er heildar fermetrafjöldi í grunnskólum landsins um 1.065.798 sem gerir að meðaltali 20 fermetra á nemanda. Leikskólarnir eru með samtals 227.735 fermetra sem er um 10 fermetrar á nemanda. Þrátt fyrir að húsnæðið sé til staðar, er nýting þess mismunandi eftir sveitarfélögum; sumir skólar hafa færri nemendur en skólinn var hannaður fyrir, á meðan aðrir eru yfirfullir. Til að bæta heildarnýtingu húsnæðisins er nauðsynlegt að framkvæma stöðugreiningu og framtíðarspá á nýtingu leik- og grunnskólarýma. Slík greining ætti að vera með hag barna og starfsfólks að leiðarljósi og með það markmið að bæta skipulag og dreifingu nemenda. Þetta felur í sér að meta hvort rýmin séu nýtt á sem hagkvæmastan hátt og að finna lausnir fyrir þá skóla sem eru annaðhvort of stórir eða of litlir miðað við nemendafjölda. Mögulega eru tækifæri fyrir einhver sveitarfélög að fækka fermetrum með sölu eða leigu rýma. Samhliða þarf að leggja mat á fjárhagsstöðu sveitarfélagsins sem þarf að uppfylla kröfur um fjárhagslega sjálfbærni samkvæmt sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011. Þetta getur verið krefjandi, þar sem fræðslu og uppeldismál eru fjárhagslega þyngsti málaflokkurinn, en til þeirra fara um 53% af skatttekjum sveitarfélaga. Mörg sveitarfélög standa frammi fyrir því að ekki er til fjármagn fyrir umfangsmiklar fjárfestingar eins og stækkun á á leik- og grunnskólum og einnig er vaxtaumhverfi óhagstætt og lántaka því oft ekki ákjósanlegur kostur. Fjárhagsáætlun A-hluta sveitarfélaganna fyrir árið 2024 gerir ráð fyrir 52 milljarða fjárfestingu í málaflokknum en ekki er ljóst hve mikið af því fer í skólahúsnæði. Samkvæmt upplýsingum úr nýlegum framkvæmdum á vegum sveitarfélaga kostar nýbygging grunnskóla um 5 milljarða króna og leikskóli rúmlega 1 milljarð króna eftir því hve stórir þeir eru. Ráðist sveitarfélagið í frekari fjárfestingu við byggingu leik- og grunnskóla þarf að skoða hvort sú fjárfesting kalli á frekari lántöku hjá sveitarfélaginu og greina áhrifin hennar á helstu lykiltölur til þess að tryggja að farið sé eftir lágmarksviðmiðum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Ef sveitarfélög ætla í uppbyggingu sem krefst mikils fjármagns yfir langan tíma, hvernig er hægt að bregðast við til skamms tíma? Umbótatækifæri og sveigjanleiki í nýtingu rýma Mikilvægt er að leysa úr þessum bráðavanda sem mörg sveitarfélög standa frami fyrir en samhliða því huga að varanlegri lausnum með því að greina stærð árganga og þróun nemendafjölda bæði með tilliti til heimastofa sem og sérgreinastofa í grunnskólum. Til hliðsjónar eru viðmið reglugerða um gerð og búnað skólahúsnæðis nr. 657/2009 notuð þegar lagt er mat á það hvort að rými séu fullnýtt eða undir viðmiðum. Með þessu er hægt að spá fyrir um hvenær sveitarfélagið þarf að fara í frekari fjárfestingu á húsnæðinu miðað við þróun nemendafjölda og notkun rýma, og gera ráð fyrir þeim fjárfestingum í fjárhagsáætlun komandi ára og hver áhrif þeirra er á lykiltölur sveitarfélagsins. Þátttaka starfsfólks og stjórnenda er lykilþáttur í vinnu og greiningunni til þess að innleiða breytingarnar á skilvirkan hátt. Grunnþættir breytingastjórnunar eru hér hafðir að leiðarljósi í virkjun hagaðila, samskiptum, þjálfun og góðum undirbúningi. Með því að fylgja vegvísi breytingarstjórnunar og vinna náið með skólastjórnendum og starfsfólki er hægt að innleiða breytingar á árangursríkan og farsælan hátt og finna í sameiningu skammtímalausnir við vandamálinu. Framtíðarsýn sveitarfélagsins Til að mæta þeim áskorunum sem sveitarfélög standa frammi fyrir varðandi leik- og grunnskóla er lykilatriði að markviss nýting á núverandi húsnæði og skýr áætlanagerð um framtíðar fjárfestingar sé í takt við íbúaspá. Með því að framkvæma stöðugreiningu, meta fjárhagsstöðu og þróa sveigjanlegar lausnir, er hægt að stuðla að því að húsnæði sveitarfélaganna þjóni sem best þörfum íbúa, bæði til skamms og langs tíma. Sveitarfélögin þurfa því að skoða og greina hvaða húsnæði er til staðar og spá fyrir um framtíðarþarfir til að tryggja fullnægjandi innviði. Með þessu er hægt að tryggja að hagsmunir barna og starfsfólks séu hafðir að leiðarljósi og að sveitarfélögin geti mætt vaxandi þörfum samfélagsins á hagkvæman hátt. Höfundur er sérfræðingur á ráðgjafarsviði KPMG.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun