„Þetta stendur okkur nærri sem samfélag“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. september 2024 13:31 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR. Vísir/Vilhelm „Auðvitað er þetta mikilvægur leikur fyrir bæði lið og svo gefur það leiknum auka krydd að hann er til styrktar Alzheimer-samtökunum. Það er mikið undir,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, um leik dagsins við Víking í Bestu deild karla. Líkt og Óskar nefnir er stórleikur KR og Víkings, sem er klukkan 17:00 í dag, til styrktar Alzheimer-samtökunum. KR-ingar hafa auglýst leikinn undir yfirskriftinni Ógleymanlegur leikur. Sérstakur fræðslufundur um heilabilun var haldinn í KR-heimilinu í gærkvöld og hefur félagið vakið athygli á málefninu á samfélagsmiðlum sínum. Þau Eva og Höskuldur Kári Schram, börn Ellerts B. Schram, ræddu baráttu föður þeirra við sjúkdóminn sem og þeir Hörður Felix og Skafti Harðarsynir, synir Harðar Felixsonar, en bæði Hörður og Ellert eru goðsagnir hjá Vesturbæjarliðinu. Ellert glímir við sjúkdóminn og Hörður eldri glímdi við hann síðustu æviár sín áður en hann lést árið 2018. Pálmi Rafn Pálmason, framkvæmdastjóri KR, deildi einnig sögu móður sinnar, Bjargar Jónsdóttur, sem lést eftir baráttu við Alzheimer í desember í fyrra. Óskar Hrafn segir málefnið eitthvað sem samfélagið allt á að láta sig varða og hvetur til stuðnings við samtökin. „Ég vil auðvitað hvetja alla KR-inga, Víkinga, knattspyrnuáhugamenn og þeim sem er annt um samfélagið okkar að mæta völlinn og styrkja þetta góða málefni sem er barátta gegn heilabilun. Það er mikilæg að sú barátta sé sýnileg,“ segir Óskar Hrafn í samtali við íþróttadeild. „Við höfum horft upp á það á undanförnum árum að margir af þeim mönnum sem ruddu brautina hér í KR og annarsstaðar, hvort sem það er hérlendis eða erlendis, fótboltamenn sem hafa verið að glíma við heilabilun,“ „Þetta stendur okkur nærri sem samfélag og svo líka í fótboltanum. Ég hvet bara alla til að koma á völlinn og styrkja þetta góða málefni,“ bætir Óskar Hrafn við. Barátta, karakter og hjarta Hvað leikinn sjálfan varðar, innan vallar, segir Óskar ljóst að um hörkuleik sé að ræða. KR-ingar þurfi að sýna ástríðu og vilja er þeir takast á við Íslandsmeistarana í Vesturbænum seinni partinn. „Það þýðir svo sem ekkert að hugsa um hvað Víkingar eru góðir eða þannig. Við þurfum bara að nálgast leikinn á okkar forsendum. Það eru tvær leiðir til að mæta Víkingum, annað hvort ferðu maður á mann á þá, eða þú þarft að leggjast niður og treysta á að sækja hratt þegar þú vinnur boltann,“ segir Óskar. „Ef menn ætla að koma í einhverri miðblokk og mæta þeim á miðjum vellinum þá hafa þeir gæðin og taktinn til að fara auðveldlega í gegnum það. Við þurfum bara að mæta þeim almennilega,“ „Þessir leikir sem ég hef spilað við Víkinga hafa oft á tíðum snúist um baráttu, karakter og hjarta. Við þurfum svo sannarlega að vera klárir í það að berjast á móti þeim og taka á þeim. En auðvitað eru Víkingar gott lið og þetta er mikilvægur leikur fyrir þá. En við þurfum fyrst og fremst að hugsa um okkur sjálfa,“ segir Óskar Hrafn. Leikur KR og Víkings hefst klukkan 17:00 í dag og verður sérstakur styrktarleikur fyrir Alzheimer-samtökin. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. KR Besta deild karla Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Fleiri fréttir Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Sjá meira
Líkt og Óskar nefnir er stórleikur KR og Víkings, sem er klukkan 17:00 í dag, til styrktar Alzheimer-samtökunum. KR-ingar hafa auglýst leikinn undir yfirskriftinni Ógleymanlegur leikur. Sérstakur fræðslufundur um heilabilun var haldinn í KR-heimilinu í gærkvöld og hefur félagið vakið athygli á málefninu á samfélagsmiðlum sínum. Þau Eva og Höskuldur Kári Schram, börn Ellerts B. Schram, ræddu baráttu föður þeirra við sjúkdóminn sem og þeir Hörður Felix og Skafti Harðarsynir, synir Harðar Felixsonar, en bæði Hörður og Ellert eru goðsagnir hjá Vesturbæjarliðinu. Ellert glímir við sjúkdóminn og Hörður eldri glímdi við hann síðustu æviár sín áður en hann lést árið 2018. Pálmi Rafn Pálmason, framkvæmdastjóri KR, deildi einnig sögu móður sinnar, Bjargar Jónsdóttur, sem lést eftir baráttu við Alzheimer í desember í fyrra. Óskar Hrafn segir málefnið eitthvað sem samfélagið allt á að láta sig varða og hvetur til stuðnings við samtökin. „Ég vil auðvitað hvetja alla KR-inga, Víkinga, knattspyrnuáhugamenn og þeim sem er annt um samfélagið okkar að mæta völlinn og styrkja þetta góða málefni sem er barátta gegn heilabilun. Það er mikilæg að sú barátta sé sýnileg,“ segir Óskar Hrafn í samtali við íþróttadeild. „Við höfum horft upp á það á undanförnum árum að margir af þeim mönnum sem ruddu brautina hér í KR og annarsstaðar, hvort sem það er hérlendis eða erlendis, fótboltamenn sem hafa verið að glíma við heilabilun,“ „Þetta stendur okkur nærri sem samfélag og svo líka í fótboltanum. Ég hvet bara alla til að koma á völlinn og styrkja þetta góða málefni,“ bætir Óskar Hrafn við. Barátta, karakter og hjarta Hvað leikinn sjálfan varðar, innan vallar, segir Óskar ljóst að um hörkuleik sé að ræða. KR-ingar þurfi að sýna ástríðu og vilja er þeir takast á við Íslandsmeistarana í Vesturbænum seinni partinn. „Það þýðir svo sem ekkert að hugsa um hvað Víkingar eru góðir eða þannig. Við þurfum bara að nálgast leikinn á okkar forsendum. Það eru tvær leiðir til að mæta Víkingum, annað hvort ferðu maður á mann á þá, eða þú þarft að leggjast niður og treysta á að sækja hratt þegar þú vinnur boltann,“ segir Óskar. „Ef menn ætla að koma í einhverri miðblokk og mæta þeim á miðjum vellinum þá hafa þeir gæðin og taktinn til að fara auðveldlega í gegnum það. Við þurfum bara að mæta þeim almennilega,“ „Þessir leikir sem ég hef spilað við Víkinga hafa oft á tíðum snúist um baráttu, karakter og hjarta. Við þurfum svo sannarlega að vera klárir í það að berjast á móti þeim og taka á þeim. En auðvitað eru Víkingar gott lið og þetta er mikilvægur leikur fyrir þá. En við þurfum fyrst og fremst að hugsa um okkur sjálfa,“ segir Óskar Hrafn. Leikur KR og Víkings hefst klukkan 17:00 í dag og verður sérstakur styrktarleikur fyrir Alzheimer-samtökin. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
KR Besta deild karla Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Fleiri fréttir Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn