„Þetta stendur okkur nærri sem samfélag“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. september 2024 13:31 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR. Vísir/Vilhelm „Auðvitað er þetta mikilvægur leikur fyrir bæði lið og svo gefur það leiknum auka krydd að hann er til styrktar Alzheimer-samtökunum. Það er mikið undir,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, um leik dagsins við Víking í Bestu deild karla. Líkt og Óskar nefnir er stórleikur KR og Víkings, sem er klukkan 17:00 í dag, til styrktar Alzheimer-samtökunum. KR-ingar hafa auglýst leikinn undir yfirskriftinni Ógleymanlegur leikur. Sérstakur fræðslufundur um heilabilun var haldinn í KR-heimilinu í gærkvöld og hefur félagið vakið athygli á málefninu á samfélagsmiðlum sínum. Þau Eva og Höskuldur Kári Schram, börn Ellerts B. Schram, ræddu baráttu föður þeirra við sjúkdóminn sem og þeir Hörður Felix og Skafti Harðarsynir, synir Harðar Felixsonar, en bæði Hörður og Ellert eru goðsagnir hjá Vesturbæjarliðinu. Ellert glímir við sjúkdóminn og Hörður eldri glímdi við hann síðustu æviár sín áður en hann lést árið 2018. Pálmi Rafn Pálmason, framkvæmdastjóri KR, deildi einnig sögu móður sinnar, Bjargar Jónsdóttur, sem lést eftir baráttu við Alzheimer í desember í fyrra. Óskar Hrafn segir málefnið eitthvað sem samfélagið allt á að láta sig varða og hvetur til stuðnings við samtökin. „Ég vil auðvitað hvetja alla KR-inga, Víkinga, knattspyrnuáhugamenn og þeim sem er annt um samfélagið okkar að mæta völlinn og styrkja þetta góða málefni sem er barátta gegn heilabilun. Það er mikilæg að sú barátta sé sýnileg,“ segir Óskar Hrafn í samtali við íþróttadeild. „Við höfum horft upp á það á undanförnum árum að margir af þeim mönnum sem ruddu brautina hér í KR og annarsstaðar, hvort sem það er hérlendis eða erlendis, fótboltamenn sem hafa verið að glíma við heilabilun,“ „Þetta stendur okkur nærri sem samfélag og svo líka í fótboltanum. Ég hvet bara alla til að koma á völlinn og styrkja þetta góða málefni,“ bætir Óskar Hrafn við. Barátta, karakter og hjarta Hvað leikinn sjálfan varðar, innan vallar, segir Óskar ljóst að um hörkuleik sé að ræða. KR-ingar þurfi að sýna ástríðu og vilja er þeir takast á við Íslandsmeistarana í Vesturbænum seinni partinn. „Það þýðir svo sem ekkert að hugsa um hvað Víkingar eru góðir eða þannig. Við þurfum bara að nálgast leikinn á okkar forsendum. Það eru tvær leiðir til að mæta Víkingum, annað hvort ferðu maður á mann á þá, eða þú þarft að leggjast niður og treysta á að sækja hratt þegar þú vinnur boltann,“ segir Óskar. „Ef menn ætla að koma í einhverri miðblokk og mæta þeim á miðjum vellinum þá hafa þeir gæðin og taktinn til að fara auðveldlega í gegnum það. Við þurfum bara að mæta þeim almennilega,“ „Þessir leikir sem ég hef spilað við Víkinga hafa oft á tíðum snúist um baráttu, karakter og hjarta. Við þurfum svo sannarlega að vera klárir í það að berjast á móti þeim og taka á þeim. En auðvitað eru Víkingar gott lið og þetta er mikilvægur leikur fyrir þá. En við þurfum fyrst og fremst að hugsa um okkur sjálfa,“ segir Óskar Hrafn. Leikur KR og Víkings hefst klukkan 17:00 í dag og verður sérstakur styrktarleikur fyrir Alzheimer-samtökin. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. KR Besta deild karla Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
Líkt og Óskar nefnir er stórleikur KR og Víkings, sem er klukkan 17:00 í dag, til styrktar Alzheimer-samtökunum. KR-ingar hafa auglýst leikinn undir yfirskriftinni Ógleymanlegur leikur. Sérstakur fræðslufundur um heilabilun var haldinn í KR-heimilinu í gærkvöld og hefur félagið vakið athygli á málefninu á samfélagsmiðlum sínum. Þau Eva og Höskuldur Kári Schram, börn Ellerts B. Schram, ræddu baráttu föður þeirra við sjúkdóminn sem og þeir Hörður Felix og Skafti Harðarsynir, synir Harðar Felixsonar, en bæði Hörður og Ellert eru goðsagnir hjá Vesturbæjarliðinu. Ellert glímir við sjúkdóminn og Hörður eldri glímdi við hann síðustu æviár sín áður en hann lést árið 2018. Pálmi Rafn Pálmason, framkvæmdastjóri KR, deildi einnig sögu móður sinnar, Bjargar Jónsdóttur, sem lést eftir baráttu við Alzheimer í desember í fyrra. Óskar Hrafn segir málefnið eitthvað sem samfélagið allt á að láta sig varða og hvetur til stuðnings við samtökin. „Ég vil auðvitað hvetja alla KR-inga, Víkinga, knattspyrnuáhugamenn og þeim sem er annt um samfélagið okkar að mæta völlinn og styrkja þetta góða málefni sem er barátta gegn heilabilun. Það er mikilæg að sú barátta sé sýnileg,“ segir Óskar Hrafn í samtali við íþróttadeild. „Við höfum horft upp á það á undanförnum árum að margir af þeim mönnum sem ruddu brautina hér í KR og annarsstaðar, hvort sem það er hérlendis eða erlendis, fótboltamenn sem hafa verið að glíma við heilabilun,“ „Þetta stendur okkur nærri sem samfélag og svo líka í fótboltanum. Ég hvet bara alla til að koma á völlinn og styrkja þetta góða málefni,“ bætir Óskar Hrafn við. Barátta, karakter og hjarta Hvað leikinn sjálfan varðar, innan vallar, segir Óskar ljóst að um hörkuleik sé að ræða. KR-ingar þurfi að sýna ástríðu og vilja er þeir takast á við Íslandsmeistarana í Vesturbænum seinni partinn. „Það þýðir svo sem ekkert að hugsa um hvað Víkingar eru góðir eða þannig. Við þurfum bara að nálgast leikinn á okkar forsendum. Það eru tvær leiðir til að mæta Víkingum, annað hvort ferðu maður á mann á þá, eða þú þarft að leggjast niður og treysta á að sækja hratt þegar þú vinnur boltann,“ segir Óskar. „Ef menn ætla að koma í einhverri miðblokk og mæta þeim á miðjum vellinum þá hafa þeir gæðin og taktinn til að fara auðveldlega í gegnum það. Við þurfum bara að mæta þeim almennilega,“ „Þessir leikir sem ég hef spilað við Víkinga hafa oft á tíðum snúist um baráttu, karakter og hjarta. Við þurfum svo sannarlega að vera klárir í það að berjast á móti þeim og taka á þeim. En auðvitað eru Víkingar gott lið og þetta er mikilvægur leikur fyrir þá. En við þurfum fyrst og fremst að hugsa um okkur sjálfa,“ segir Óskar Hrafn. Leikur KR og Víkings hefst klukkan 17:00 í dag og verður sérstakur styrktarleikur fyrir Alzheimer-samtökin. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
KR Besta deild karla Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira