„Langar alltaf jafn mikið að vinna KR“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. september 2024 10:01 Sölvi Geir hefur háð marga baráttuna við KR-inga undanfarin ár. Vísir/Samsett Boltinn fer að rúlla á ný í Bestu deild karla í fótbolta í dag þegar Íslandsmeistarar Víkings heimsækja KR. Gestirnir verða þó án þjálfara síns, sem er enn í leikbanni. Áfram mun Sölvi Geir Ottesen halda í stjórnartaumana. Sölvi Geir kom til Íslands á þriðjudag eftir að hafa fylgt A-landsliðinu í leik þess í Tyrklandi. Hann er ef til vill sá maður sem vakti mesta athygli í nýafstöðnu landsleikjahléi en föst leikatriði, sem eru á hans könnu, skiluðu Íslandi öllum þremur mörkum þess í leikjunum tveimur við Svartfjallaland og Tyrkland. Sölvi getur þó lítið staldrað við það. Hann hefur sinnt æfingum Víkinga ásamt Arnari Gunnlaugssyni og öðrum í þjálfarateyminu síðustu daga. Víkingar fengu kærkomið frí á meðan landsleikjahléinu stóð eftir mikið álag vikurnar á undan þar sem Evrópuleikir og ferðalögin sem því fylgdu voru vikuleg samhliða keppni í Bestu deildinni. Menn eru spenntir fyrir því að komast aftur á völlinn en áfram verða Víkingar í fríi frá þjálfaranum Arnari, sem tekur út síðasta leik sinn í þriggja leikja banni. „Ég er kominn með smá reynslu af því að stýra liðinu, þetta er farið að verða heilt tímabil örugglega núna,“ segir Sölvi léttur. „En það er alltaf gaman að vera á hliðarlínunni og heiður að fá að vera á hliðarlínunni. Þá er maður nær leiknum.“ Gaman að takast á við Óskar Nokkrir hatrammir bardagar hafa verið háðir milli liðanna, til að mynda þegar þeim Kára Árnasyni, Halldóri Smára Sigurðarsyni og Sölva sjálfum var öllum vísað í sturtu með beint rautt spjald sumarið 2020. Árið eftir sauð allt upp úr undir lok leiks þar sem Kjartan Henry Finnbogason fékk reisupassann og í kjölfarið þriggja leikja bann. Óskar Hrafn Þorvaldsson er tekinn við í Vesturbæ.Vísir/Viktor Freyr Víkingar hafa hins vegar haft góð tök á Vesturbæingum allra síðustu ár og verður fróðlegt að sjá hvort nýr þjálfari KR, Óskar Hrafn Þorvaldsson, getur eitthvað gert til að breyta því. „Fyrir mér er KR alltaf KR. Mig langar alltaf jafn mikið að vinna KR-inga. Ég býst við hörkuleik. Óskar er kominn inn í þetta og er að reyna að koma sinni hugmyndafræði og fótbolta inn í KR-inga. Það sést aðeins en tekur sinn tíma fyrir nýjan þjálfara að koma því inn,“ segir Sölvi og bætir við: „Maður er farinn að sjá smá handbragð Óskars á KR og okkur hlakkar til að mæta þeim.“ Arnar hugsað sinn gang í skammarkróknum Arnar hefur ekki fengið að stýra Víkingum í rúman mánuð, frá því gegn Vestra 11. ágúst þar sem hann fékk að líta rautt spjald og var í kjölfarið dæmdur í þriggja leikja bann.vísir/Diego En er Sölvi ekkert farinn að sakna þess að hafa Arnar með sér á hliðarlínunni? „Það verður mjög gott að fá Arnar aftur á hliðarlínuna. Við erum náttúrulega bara eitt teymi og viljum hafa allt teymið í kringum okkur. Sama hvort það eru leikmenn eða þjálfarar, við viljum allir vera saman í þessu. Það verður gott að fá Arnar til baka.“ Og halda aftur af honum svo hann fari ekki aftur í bann? „Já, já. Hann hlýtur að vera búinn að læra af þessu núna. Hann er búinn að fá nokkra leiki til að hugsa sinn gang,“ segir Sölvi hlægjandi að lokum. Leikur KR og Víkings hefst klukkan 17:00 í dag og verður sérstakur styrktarleikur fyrir Alzheimer-samtökin. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Besta deild karla Víkingur Reykjavík KR Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
Sölvi Geir kom til Íslands á þriðjudag eftir að hafa fylgt A-landsliðinu í leik þess í Tyrklandi. Hann er ef til vill sá maður sem vakti mesta athygli í nýafstöðnu landsleikjahléi en föst leikatriði, sem eru á hans könnu, skiluðu Íslandi öllum þremur mörkum þess í leikjunum tveimur við Svartfjallaland og Tyrkland. Sölvi getur þó lítið staldrað við það. Hann hefur sinnt æfingum Víkinga ásamt Arnari Gunnlaugssyni og öðrum í þjálfarateyminu síðustu daga. Víkingar fengu kærkomið frí á meðan landsleikjahléinu stóð eftir mikið álag vikurnar á undan þar sem Evrópuleikir og ferðalögin sem því fylgdu voru vikuleg samhliða keppni í Bestu deildinni. Menn eru spenntir fyrir því að komast aftur á völlinn en áfram verða Víkingar í fríi frá þjálfaranum Arnari, sem tekur út síðasta leik sinn í þriggja leikja banni. „Ég er kominn með smá reynslu af því að stýra liðinu, þetta er farið að verða heilt tímabil örugglega núna,“ segir Sölvi léttur. „En það er alltaf gaman að vera á hliðarlínunni og heiður að fá að vera á hliðarlínunni. Þá er maður nær leiknum.“ Gaman að takast á við Óskar Nokkrir hatrammir bardagar hafa verið háðir milli liðanna, til að mynda þegar þeim Kára Árnasyni, Halldóri Smára Sigurðarsyni og Sölva sjálfum var öllum vísað í sturtu með beint rautt spjald sumarið 2020. Árið eftir sauð allt upp úr undir lok leiks þar sem Kjartan Henry Finnbogason fékk reisupassann og í kjölfarið þriggja leikja bann. Óskar Hrafn Þorvaldsson er tekinn við í Vesturbæ.Vísir/Viktor Freyr Víkingar hafa hins vegar haft góð tök á Vesturbæingum allra síðustu ár og verður fróðlegt að sjá hvort nýr þjálfari KR, Óskar Hrafn Þorvaldsson, getur eitthvað gert til að breyta því. „Fyrir mér er KR alltaf KR. Mig langar alltaf jafn mikið að vinna KR-inga. Ég býst við hörkuleik. Óskar er kominn inn í þetta og er að reyna að koma sinni hugmyndafræði og fótbolta inn í KR-inga. Það sést aðeins en tekur sinn tíma fyrir nýjan þjálfara að koma því inn,“ segir Sölvi og bætir við: „Maður er farinn að sjá smá handbragð Óskars á KR og okkur hlakkar til að mæta þeim.“ Arnar hugsað sinn gang í skammarkróknum Arnar hefur ekki fengið að stýra Víkingum í rúman mánuð, frá því gegn Vestra 11. ágúst þar sem hann fékk að líta rautt spjald og var í kjölfarið dæmdur í þriggja leikja bann.vísir/Diego En er Sölvi ekkert farinn að sakna þess að hafa Arnar með sér á hliðarlínunni? „Það verður mjög gott að fá Arnar aftur á hliðarlínuna. Við erum náttúrulega bara eitt teymi og viljum hafa allt teymið í kringum okkur. Sama hvort það eru leikmenn eða þjálfarar, við viljum allir vera saman í þessu. Það verður gott að fá Arnar til baka.“ Og halda aftur af honum svo hann fari ekki aftur í bann? „Já, já. Hann hlýtur að vera búinn að læra af þessu núna. Hann er búinn að fá nokkra leiki til að hugsa sinn gang,“ segir Sölvi hlægjandi að lokum. Leikur KR og Víkings hefst klukkan 17:00 í dag og verður sérstakur styrktarleikur fyrir Alzheimer-samtökin. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík KR Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira