Laug til um hakkara en bar sjálfur ábyrgð á unaðsstunum Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. september 2024 16:13 Shannon Sharpe varð fyrir því óláni að útvarpa unaðsstunum úr svefnherbergi um heim allan. Getty Shannon Sharpe, fjölmiðlamaður og fyrrverandi NFL-leikmaður, hefur viðurkennt að bein útsending hans á Instagram Live, þar sem heyra mátti karl og konu stynja ítrekað, hafi ekki verið á ábyrgð hakkara. Hann hafi sjálfur óvart kveikt á útsendingunni. Sharpe er 56 ára fyrrverandi NFL-leikmaður sem spilaði lengst af með Denver Broncos á fjórtán ára ferli sínum og var síðar tekinn inn í frægðarhöll NFL. Eftir íþróttaferilinn hefur hann unnið sem þulur og greinandi á CBS, Fox og ESPN og náð töluverðum vinsældum sem fjölmiðlafígúra. Á miðvikudaginn fór Sharpe á Instagram Live og varpaði þar í beinni útsendingu úr svefnherbergi sínu til 3,2 milljóna fylgjenda sinna. Á skjánum mátti sjá vegg og rúm en í bakgrunni heyrðust stöðugar stunur, aðallega kvenmanns. Skömmu eftir að útsendingunni lauk birti Sharpe færslu á X þar sem hann sagði að Instagram-aðgangur sinn hefði verið hakkaður. Hann var þó fljótur að eyða færslunni og gaf í staðinn út „neyðarþátt“ af hlaðvarpinu Nightcap sem hann heldur úti með vini sínum, fyrrverandi NFL-leikmanninum Chad „Ochocinco“ Johnson. Þar viðurkenndi hann að útsendingin hefði komið til vegna tæknilegrar vankunnáttu hans. Chad Ochocinco og Shannon Sharpe halda úti hlaðvarpsþættinum Nightcap.Joe Scarnici/Getty „Auðvitað skammast ég mín“ Sharpe segist hafa hent síma sínum á rúmið áður en hann tók þátt í „athöfn“ í svefnherberginu. „Ég vissi ekki hvað IG Live var. Ég hef aldrei kveikt á því svo ég veit ekki hvernig það virkar. Allt í einu fór hinn síminn minn á fullt,“ segir Sharpe um útsendinguna. Viðskiptafélaga Sharpe, Jamie Fritz, tókst á endanum að ná í vin sinn til að tilkynna honum hvað væri í gangi. Þá hafi verið slökkt á útsendingunni. „Auðvitað skammast ég mín,“ sagði Sharpe í þættinum. Vanalega héldi hann einkalífi sínu alveg leyndu og því væri gríðarlega erfitt að hans persónulegustu málum væri útvarpað um heim allan. „Ég er mjög vonsvikinn út í sjálfan mig. Ekki út af athöfninni, ég held að það séu milljónir og milljarðar fólks sem taki þátt í slíkum athöfnum, heldur vegna hljóðsins sem heyrðist.“ „Síminn minn var ekki hakkaður. Þetta var ekki hrekkur heldur ég að vera heilbrigður virkur karlmaður,“ sagði hann einnig. Chad Johnson, sem var líka í þættinum, bætti þá við að Sharpe væri vissulega mjög tækniheftur, hann hafi nokkrum sinnum fengið rassvasasímtöl frá honum. One thing’s for certain and two things for sure: Unc don’t run from accountability 💪🏿, he still gonna get it in 💊, and Ocho’s a damn menace 🤣@ShannonSharpe @ochocinco @ShayShayMedia_ pic.twitter.com/3qHYmp8Avo— Nightcap (@NightcapShow_) September 12, 2024 NFL Bandaríkin NBA Kynlíf Samfélagsmiðlar Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Fleiri fréttir Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Sjá meira
Sharpe er 56 ára fyrrverandi NFL-leikmaður sem spilaði lengst af með Denver Broncos á fjórtán ára ferli sínum og var síðar tekinn inn í frægðarhöll NFL. Eftir íþróttaferilinn hefur hann unnið sem þulur og greinandi á CBS, Fox og ESPN og náð töluverðum vinsældum sem fjölmiðlafígúra. Á miðvikudaginn fór Sharpe á Instagram Live og varpaði þar í beinni útsendingu úr svefnherbergi sínu til 3,2 milljóna fylgjenda sinna. Á skjánum mátti sjá vegg og rúm en í bakgrunni heyrðust stöðugar stunur, aðallega kvenmanns. Skömmu eftir að útsendingunni lauk birti Sharpe færslu á X þar sem hann sagði að Instagram-aðgangur sinn hefði verið hakkaður. Hann var þó fljótur að eyða færslunni og gaf í staðinn út „neyðarþátt“ af hlaðvarpinu Nightcap sem hann heldur úti með vini sínum, fyrrverandi NFL-leikmanninum Chad „Ochocinco“ Johnson. Þar viðurkenndi hann að útsendingin hefði komið til vegna tæknilegrar vankunnáttu hans. Chad Ochocinco og Shannon Sharpe halda úti hlaðvarpsþættinum Nightcap.Joe Scarnici/Getty „Auðvitað skammast ég mín“ Sharpe segist hafa hent síma sínum á rúmið áður en hann tók þátt í „athöfn“ í svefnherberginu. „Ég vissi ekki hvað IG Live var. Ég hef aldrei kveikt á því svo ég veit ekki hvernig það virkar. Allt í einu fór hinn síminn minn á fullt,“ segir Sharpe um útsendinguna. Viðskiptafélaga Sharpe, Jamie Fritz, tókst á endanum að ná í vin sinn til að tilkynna honum hvað væri í gangi. Þá hafi verið slökkt á útsendingunni. „Auðvitað skammast ég mín,“ sagði Sharpe í þættinum. Vanalega héldi hann einkalífi sínu alveg leyndu og því væri gríðarlega erfitt að hans persónulegustu málum væri útvarpað um heim allan. „Ég er mjög vonsvikinn út í sjálfan mig. Ekki út af athöfninni, ég held að það séu milljónir og milljarðar fólks sem taki þátt í slíkum athöfnum, heldur vegna hljóðsins sem heyrðist.“ „Síminn minn var ekki hakkaður. Þetta var ekki hrekkur heldur ég að vera heilbrigður virkur karlmaður,“ sagði hann einnig. Chad Johnson, sem var líka í þættinum, bætti þá við að Sharpe væri vissulega mjög tækniheftur, hann hafi nokkrum sinnum fengið rassvasasímtöl frá honum. One thing’s for certain and two things for sure: Unc don’t run from accountability 💪🏿, he still gonna get it in 💊, and Ocho’s a damn menace 🤣@ShannonSharpe @ochocinco @ShayShayMedia_ pic.twitter.com/3qHYmp8Avo— Nightcap (@NightcapShow_) September 12, 2024
NFL Bandaríkin NBA Kynlíf Samfélagsmiðlar Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Fleiri fréttir Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Sjá meira