Laug til um hakkara en bar sjálfur ábyrgð á unaðsstunum Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. september 2024 16:13 Shannon Sharpe varð fyrir því óláni að útvarpa unaðsstunum úr svefnherbergi um heim allan. Getty Shannon Sharpe, fjölmiðlamaður og fyrrverandi NFL-leikmaður, hefur viðurkennt að bein útsending hans á Instagram Live, þar sem heyra mátti karl og konu stynja ítrekað, hafi ekki verið á ábyrgð hakkara. Hann hafi sjálfur óvart kveikt á útsendingunni. Sharpe er 56 ára fyrrverandi NFL-leikmaður sem spilaði lengst af með Denver Broncos á fjórtán ára ferli sínum og var síðar tekinn inn í frægðarhöll NFL. Eftir íþróttaferilinn hefur hann unnið sem þulur og greinandi á CBS, Fox og ESPN og náð töluverðum vinsældum sem fjölmiðlafígúra. Á miðvikudaginn fór Sharpe á Instagram Live og varpaði þar í beinni útsendingu úr svefnherbergi sínu til 3,2 milljóna fylgjenda sinna. Á skjánum mátti sjá vegg og rúm en í bakgrunni heyrðust stöðugar stunur, aðallega kvenmanns. Skömmu eftir að útsendingunni lauk birti Sharpe færslu á X þar sem hann sagði að Instagram-aðgangur sinn hefði verið hakkaður. Hann var þó fljótur að eyða færslunni og gaf í staðinn út „neyðarþátt“ af hlaðvarpinu Nightcap sem hann heldur úti með vini sínum, fyrrverandi NFL-leikmanninum Chad „Ochocinco“ Johnson. Þar viðurkenndi hann að útsendingin hefði komið til vegna tæknilegrar vankunnáttu hans. Chad Ochocinco og Shannon Sharpe halda úti hlaðvarpsþættinum Nightcap.Joe Scarnici/Getty „Auðvitað skammast ég mín“ Sharpe segist hafa hent síma sínum á rúmið áður en hann tók þátt í „athöfn“ í svefnherberginu. „Ég vissi ekki hvað IG Live var. Ég hef aldrei kveikt á því svo ég veit ekki hvernig það virkar. Allt í einu fór hinn síminn minn á fullt,“ segir Sharpe um útsendinguna. Viðskiptafélaga Sharpe, Jamie Fritz, tókst á endanum að ná í vin sinn til að tilkynna honum hvað væri í gangi. Þá hafi verið slökkt á útsendingunni. „Auðvitað skammast ég mín,“ sagði Sharpe í þættinum. Vanalega héldi hann einkalífi sínu alveg leyndu og því væri gríðarlega erfitt að hans persónulegustu málum væri útvarpað um heim allan. „Ég er mjög vonsvikinn út í sjálfan mig. Ekki út af athöfninni, ég held að það séu milljónir og milljarðar fólks sem taki þátt í slíkum athöfnum, heldur vegna hljóðsins sem heyrðist.“ „Síminn minn var ekki hakkaður. Þetta var ekki hrekkur heldur ég að vera heilbrigður virkur karlmaður,“ sagði hann einnig. Chad Johnson, sem var líka í þættinum, bætti þá við að Sharpe væri vissulega mjög tækniheftur, hann hafi nokkrum sinnum fengið rassvasasímtöl frá honum. One thing’s for certain and two things for sure: Unc don’t run from accountability 💪🏿, he still gonna get it in 💊, and Ocho’s a damn menace 🤣@ShannonSharpe @ochocinco @ShayShayMedia_ pic.twitter.com/3qHYmp8Avo— Nightcap (@NightcapShow_) September 12, 2024 NFL Bandaríkin NBA Kynlíf Samfélagsmiðlar Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Sharpe er 56 ára fyrrverandi NFL-leikmaður sem spilaði lengst af með Denver Broncos á fjórtán ára ferli sínum og var síðar tekinn inn í frægðarhöll NFL. Eftir íþróttaferilinn hefur hann unnið sem þulur og greinandi á CBS, Fox og ESPN og náð töluverðum vinsældum sem fjölmiðlafígúra. Á miðvikudaginn fór Sharpe á Instagram Live og varpaði þar í beinni útsendingu úr svefnherbergi sínu til 3,2 milljóna fylgjenda sinna. Á skjánum mátti sjá vegg og rúm en í bakgrunni heyrðust stöðugar stunur, aðallega kvenmanns. Skömmu eftir að útsendingunni lauk birti Sharpe færslu á X þar sem hann sagði að Instagram-aðgangur sinn hefði verið hakkaður. Hann var þó fljótur að eyða færslunni og gaf í staðinn út „neyðarþátt“ af hlaðvarpinu Nightcap sem hann heldur úti með vini sínum, fyrrverandi NFL-leikmanninum Chad „Ochocinco“ Johnson. Þar viðurkenndi hann að útsendingin hefði komið til vegna tæknilegrar vankunnáttu hans. Chad Ochocinco og Shannon Sharpe halda úti hlaðvarpsþættinum Nightcap.Joe Scarnici/Getty „Auðvitað skammast ég mín“ Sharpe segist hafa hent síma sínum á rúmið áður en hann tók þátt í „athöfn“ í svefnherberginu. „Ég vissi ekki hvað IG Live var. Ég hef aldrei kveikt á því svo ég veit ekki hvernig það virkar. Allt í einu fór hinn síminn minn á fullt,“ segir Sharpe um útsendinguna. Viðskiptafélaga Sharpe, Jamie Fritz, tókst á endanum að ná í vin sinn til að tilkynna honum hvað væri í gangi. Þá hafi verið slökkt á útsendingunni. „Auðvitað skammast ég mín,“ sagði Sharpe í þættinum. Vanalega héldi hann einkalífi sínu alveg leyndu og því væri gríðarlega erfitt að hans persónulegustu málum væri útvarpað um heim allan. „Ég er mjög vonsvikinn út í sjálfan mig. Ekki út af athöfninni, ég held að það séu milljónir og milljarðar fólks sem taki þátt í slíkum athöfnum, heldur vegna hljóðsins sem heyrðist.“ „Síminn minn var ekki hakkaður. Þetta var ekki hrekkur heldur ég að vera heilbrigður virkur karlmaður,“ sagði hann einnig. Chad Johnson, sem var líka í þættinum, bætti þá við að Sharpe væri vissulega mjög tækniheftur, hann hafi nokkrum sinnum fengið rassvasasímtöl frá honum. One thing’s for certain and two things for sure: Unc don’t run from accountability 💪🏿, he still gonna get it in 💊, and Ocho’s a damn menace 🤣@ShannonSharpe @ochocinco @ShayShayMedia_ pic.twitter.com/3qHYmp8Avo— Nightcap (@NightcapShow_) September 12, 2024
NFL Bandaríkin NBA Kynlíf Samfélagsmiðlar Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira