„Bullið sem vellur upp úr þessu ágæta fólki“ Kristófer Már Maronsson skrifar 11. september 2024 20:02 Í gær birti ég hér grein undir nafninu “Þið mótmælið… afleiðingum eigin gjörða”. Greinin var svargrein við hluta af grein formanns VR og þingmanns Flokks fólksins þar sem þau boðuðu fólk með sér til mótmæla á Austurvelli. Greinin hefur kannski helst vakið athygli fyrir galla í reiknivél TR, sem ég endurbirti eftir að hafa skoðað frekari gögn á vefsíðu TR. Það var leitt, að þessi mistök skyldu rata þar inn hjá mér og ég hef birt grein sem tekur á því. En að máli málanna, mikið er gott að Ragnar Þór skuli hafa svarað, þó ekki nema á facebook-síðu sinni. Það er alltaf gott þegar hægt er að taka umræðuna. Í grein minni vísaði ég í gögn frá OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) og hélt sérstaklega tvennu fram: Í rannsókn AGS þar sem 100 verðbólguskot eru skoðuð kemur fram að jákvæðir raunvextir virki í baráttunni gegn verðbólgu og að lönd sem búa við minni nafnlaunahækkanir vinni á verðbólgu. Til lengri tíma þekkjast ekki þau lönd í OECD sem hafa háar launahækkanir og litla verðbólgu eða lönd með lágar launahækkanir og mikla verðbólgu. Ragnar svarar og segir m.a.: „Í Svíþjóð voru launahækkanir til starfsfólks í verslunum hærri en kjarasamningar á íslenskum vinnumarkaði.“ Það er ekki vísað í nein gögn þessu til stuðnings en hér má sjá gögn frá Eurostat um hækkun launa á milli ára í smásölu og heildverslun. Við trónum á toppnum. Hækkun launa milli ára. Ragnar nefnir líka Þýskaland sem er í grafinu og segir: „Í þýskalandi voru verslunarfélögin að ganga frá kjarasamningum sem skila um 15% launahækkunum í þriggja ára samningi. Og hvernig hefur þeim gengið í baráttunni við verðbólguna? Og svona mætti lengi telja.“ Ekki vísun í nein gögn. Þetta eru þá væntanlega launahækkanir sem eiga eftir að skila sér. Verðbólgan kemur svo sem ekki í ljós fyrirfram. Það væri hægt að skrifa hér langa fræðigrein um verðbólgu og helstu orsakir hennar, en ég læt það vera í bili. Ég nefndi hins vegar eina af orsökunum sem ég tel augljóst að við gætum haft betri stjórn á, of háar launahækkanir. Háar launahækkanir skila ekki endilega alltaf mestu kjarabótinni, enda skiptir mestu máli að kaupmáttur hækki. Bullið sem ekki var svaravert Í greininni nefndi ég fleira, þar á meðal hugmyndir Ragnars og Ásthildar um að reka Seðlabankastjóra og ráða nýjan sem myndi lækka vexti. Þetta hefur Erdogan gert í Tyrklandi og ég skrifaði: „Vert er að benda á að verðbólga í Tyrklandi er nýlega farin niður í 52% (fimmtíu-og-tvö prósent), en var 75% (sjötíu-og-fimm prósent) í maí sl. Þar hefur Erdogan viðhaft svipaðan málflutning, að háir vextir valdi verðbólgu og hann hefur beitt sér fyrir því að vextir séu ekki hækkaðir.“ Það er ekkert að því að gagnrýna málefnalega það sem maður er ósáttur við en mér þykir þessi málflutningur þeirra um brottrekstur Seðlabankastjóra ekki málefnalegur. Sérstaklega með vísan til fordæmisins í Tyrklandi, en tölurnar sem ég vitna í eiga uppruna sinn hjá Hagstofu Tyrklands. Þá hélt ég því einnig fram að verkalýðshreyfingin spilaði á gráu svæði varðandi kröfu sína um aðkomu ríkisins að kjarasamningum, sem eiga að vera samningar á milli aðila vinnumarkaðarins. Forseti ASÍ brást til að mynda ókvæða við þegar að frumvarpi um húsaleigulög var breytt áður en það varð að lögum og taldi að þeim hefði verið lofað að frumvarpið færi óbreytt í gegnum þingið. Það er vert að minna á þrískiptingu ríkisvaldsins: Löggjafarvaldið (Alþingi og forseti) Framkvæmdavaldið (Ríkisstjórn og forseti) Dómsvaldið (Dómstólar) Ekkert þessara getur bundið hendur hinna. Ég ætla nú ekki að krefja Ragnar Þór um að svara fyrir Finnbjörn, en mér þykir framganga verkalýðshreyfingarinnar stundum ganga full langt þegar kemur að kjarasamningum. Ég vonast eftir því að við Ragnar getum áfram skrifast á og það væri nú gott ef það væri hægt að vísa í gögn í svörunum. Það er að mínu mati brýnt að svara þegar fólk bullar, með gögnum. Fólk verður að geta tekist á um málin og krufið þau, á málefnalegan hátt. Hlutir sem eru sagðir nægilega oft verða á endanum að sannleika í huga fólks. Höfundur er hagfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verðlag Efnahagsmál Kristófer Már Maronsson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Í gær birti ég hér grein undir nafninu “Þið mótmælið… afleiðingum eigin gjörða”. Greinin var svargrein við hluta af grein formanns VR og þingmanns Flokks fólksins þar sem þau boðuðu fólk með sér til mótmæla á Austurvelli. Greinin hefur kannski helst vakið athygli fyrir galla í reiknivél TR, sem ég endurbirti eftir að hafa skoðað frekari gögn á vefsíðu TR. Það var leitt, að þessi mistök skyldu rata þar inn hjá mér og ég hef birt grein sem tekur á því. En að máli málanna, mikið er gott að Ragnar Þór skuli hafa svarað, þó ekki nema á facebook-síðu sinni. Það er alltaf gott þegar hægt er að taka umræðuna. Í grein minni vísaði ég í gögn frá OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) og hélt sérstaklega tvennu fram: Í rannsókn AGS þar sem 100 verðbólguskot eru skoðuð kemur fram að jákvæðir raunvextir virki í baráttunni gegn verðbólgu og að lönd sem búa við minni nafnlaunahækkanir vinni á verðbólgu. Til lengri tíma þekkjast ekki þau lönd í OECD sem hafa háar launahækkanir og litla verðbólgu eða lönd með lágar launahækkanir og mikla verðbólgu. Ragnar svarar og segir m.a.: „Í Svíþjóð voru launahækkanir til starfsfólks í verslunum hærri en kjarasamningar á íslenskum vinnumarkaði.“ Það er ekki vísað í nein gögn þessu til stuðnings en hér má sjá gögn frá Eurostat um hækkun launa á milli ára í smásölu og heildverslun. Við trónum á toppnum. Hækkun launa milli ára. Ragnar nefnir líka Þýskaland sem er í grafinu og segir: „Í þýskalandi voru verslunarfélögin að ganga frá kjarasamningum sem skila um 15% launahækkunum í þriggja ára samningi. Og hvernig hefur þeim gengið í baráttunni við verðbólguna? Og svona mætti lengi telja.“ Ekki vísun í nein gögn. Þetta eru þá væntanlega launahækkanir sem eiga eftir að skila sér. Verðbólgan kemur svo sem ekki í ljós fyrirfram. Það væri hægt að skrifa hér langa fræðigrein um verðbólgu og helstu orsakir hennar, en ég læt það vera í bili. Ég nefndi hins vegar eina af orsökunum sem ég tel augljóst að við gætum haft betri stjórn á, of háar launahækkanir. Háar launahækkanir skila ekki endilega alltaf mestu kjarabótinni, enda skiptir mestu máli að kaupmáttur hækki. Bullið sem ekki var svaravert Í greininni nefndi ég fleira, þar á meðal hugmyndir Ragnars og Ásthildar um að reka Seðlabankastjóra og ráða nýjan sem myndi lækka vexti. Þetta hefur Erdogan gert í Tyrklandi og ég skrifaði: „Vert er að benda á að verðbólga í Tyrklandi er nýlega farin niður í 52% (fimmtíu-og-tvö prósent), en var 75% (sjötíu-og-fimm prósent) í maí sl. Þar hefur Erdogan viðhaft svipaðan málflutning, að háir vextir valdi verðbólgu og hann hefur beitt sér fyrir því að vextir séu ekki hækkaðir.“ Það er ekkert að því að gagnrýna málefnalega það sem maður er ósáttur við en mér þykir þessi málflutningur þeirra um brottrekstur Seðlabankastjóra ekki málefnalegur. Sérstaklega með vísan til fordæmisins í Tyrklandi, en tölurnar sem ég vitna í eiga uppruna sinn hjá Hagstofu Tyrklands. Þá hélt ég því einnig fram að verkalýðshreyfingin spilaði á gráu svæði varðandi kröfu sína um aðkomu ríkisins að kjarasamningum, sem eiga að vera samningar á milli aðila vinnumarkaðarins. Forseti ASÍ brást til að mynda ókvæða við þegar að frumvarpi um húsaleigulög var breytt áður en það varð að lögum og taldi að þeim hefði verið lofað að frumvarpið færi óbreytt í gegnum þingið. Það er vert að minna á þrískiptingu ríkisvaldsins: Löggjafarvaldið (Alþingi og forseti) Framkvæmdavaldið (Ríkisstjórn og forseti) Dómsvaldið (Dómstólar) Ekkert þessara getur bundið hendur hinna. Ég ætla nú ekki að krefja Ragnar Þór um að svara fyrir Finnbjörn, en mér þykir framganga verkalýðshreyfingarinnar stundum ganga full langt þegar kemur að kjarasamningum. Ég vonast eftir því að við Ragnar getum áfram skrifast á og það væri nú gott ef það væri hægt að vísa í gögn í svörunum. Það er að mínu mati brýnt að svara þegar fólk bullar, með gögnum. Fólk verður að geta tekist á um málin og krufið þau, á málefnalegan hátt. Hlutir sem eru sagðir nægilega oft verða á endanum að sannleika í huga fólks. Höfundur er hagfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun