Krefjast rannsóknar eftir að ung kona var skotin í höfuðið Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. september 2024 22:57 Aysenur Ezgi Eygi var 26 ára. AP Sameinuðu þjóðirnar krefjast þess að andlát bandarískrar konu sem skotin var til bana á Vesturbakkanum verði rannsakað ofan í kjölinn. Ísraelskir hermenn eru sagðir hafa skotið hana í höfuðið þar sem hún var stödd við friðsöm mótmæli. Vikuleg mótmæli gegn aukinni landtöku Ísraelsmanna á Vesturbakkanum fóru fram í grennd við bæinn Beita í gær. Aysenur Ezgi Eygi, bandarísk kona af tyrkneskum uppruna, var á meðal mótmælenda; hún hafði látið sig málefni Palestínu varða heima fyrir og gerði sér sérstaka ferð á vesturbakkann til að vera viðstödd mótmælin. Ísraelskir hermenn hófu skothríð á mótmælendur, að sögn sjónarvotta - og unga konan hafi fundist særð undir ólífutré. Hún var flutt með hraði á sjúkrahús. Ward Basalat, bráðalæknir í Beita, segir Egi hafa verið veitt bráðameðferð. Hún hafi fengið blóðþrýstingshækkandi lyf og tekist hafi að flytja hana á Rafidia-sjúkrahúsið á Vesturbakkanum. „En því miður var hún með alvarlega heilablæðingu. Læknateymið gerði allt sem hægt var áður en hún lést,“ er haft eftir Basalat. Sendi heimsbyggðinni ákall Fjölskylda konunnar er harmi slegin og kallar eftir óháðri rannsókn á andláti hennar. Sameinuðu þjóðirnar hafa einnig kallað eftir rannsókn á atvikinu og segja að einhverja verði að draga til ábyrgðar. Þá skutu ísraelskir hermenn þrettán ára stúlku til bana á svipuðum slóðum í gær. Ghassan Daghlas bæjarstjóri í Nablus hélt eldræðu yfir líkum stúlkunnar og bandarísku konunnar í dag, þar sem hann sendi heimsbyggðinni ákall. „Við hvetjum allan heiminn til að stöðva stríðsæðið í Palestínu. Byssukúlur gera ekki greinarmun á aðgerðasinna eða palestínskri stúlku. Við segjum öllum heiminum að það sé kominn tími til að binda enda á þetta sturlaða stríð gegn Palestínumönnum, morð á börnum og eyðileggingu á moskum, kirkjum, skólum og spítölum,“ sagði Daghlas. Þá héldu loftárásir Ísraelsmanna áfram á Gasa. Að minnsta kosti þrettán Palestínumenn létust og fimmtán særðust í árásum á skóla og íbúðarhús. Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Sjá meira
Vikuleg mótmæli gegn aukinni landtöku Ísraelsmanna á Vesturbakkanum fóru fram í grennd við bæinn Beita í gær. Aysenur Ezgi Eygi, bandarísk kona af tyrkneskum uppruna, var á meðal mótmælenda; hún hafði látið sig málefni Palestínu varða heima fyrir og gerði sér sérstaka ferð á vesturbakkann til að vera viðstödd mótmælin. Ísraelskir hermenn hófu skothríð á mótmælendur, að sögn sjónarvotta - og unga konan hafi fundist særð undir ólífutré. Hún var flutt með hraði á sjúkrahús. Ward Basalat, bráðalæknir í Beita, segir Egi hafa verið veitt bráðameðferð. Hún hafi fengið blóðþrýstingshækkandi lyf og tekist hafi að flytja hana á Rafidia-sjúkrahúsið á Vesturbakkanum. „En því miður var hún með alvarlega heilablæðingu. Læknateymið gerði allt sem hægt var áður en hún lést,“ er haft eftir Basalat. Sendi heimsbyggðinni ákall Fjölskylda konunnar er harmi slegin og kallar eftir óháðri rannsókn á andláti hennar. Sameinuðu þjóðirnar hafa einnig kallað eftir rannsókn á atvikinu og segja að einhverja verði að draga til ábyrgðar. Þá skutu ísraelskir hermenn þrettán ára stúlku til bana á svipuðum slóðum í gær. Ghassan Daghlas bæjarstjóri í Nablus hélt eldræðu yfir líkum stúlkunnar og bandarísku konunnar í dag, þar sem hann sendi heimsbyggðinni ákall. „Við hvetjum allan heiminn til að stöðva stríðsæðið í Palestínu. Byssukúlur gera ekki greinarmun á aðgerðasinna eða palestínskri stúlku. Við segjum öllum heiminum að það sé kominn tími til að binda enda á þetta sturlaða stríð gegn Palestínumönnum, morð á börnum og eyðileggingu á moskum, kirkjum, skólum og spítölum,“ sagði Daghlas. Þá héldu loftárásir Ísraelsmanna áfram á Gasa. Að minnsta kosti þrettán Palestínumenn létust og fimmtán særðust í árásum á skóla og íbúðarhús.
Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Sjá meira