Bæjaryfirvöld á Ítalíu í stríði við íbúa frá Bangladess Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. september 2024 09:50 Krikket nýtur mikilla vinsælda í Suður-Asíu. Getty Yfirvöld í bænum Monfalcone á Ítalíu, skammt frá landamærum Slóveníu, hafa bannað krikket og iðkendur þurfa því að leita utan bæjarmarkanna til að æfa sig og spila. Bannið er liður í aðgerðum til að „vernda“ menningu bæjarins og kristna trú, að sögn bæjarstjórans Önnu Mariu Cisint. Monfalcone er í þeirri sérstöku stöðu að um þriðjungur 30 þúsund íbúa er innflytjendur, sem flestir hafa komið frá Bangladess til að vinna í Fincantieri-slippnum, þeim stærsta í Evrópu. Ómögulegt hefur reynst að fá heimamenn til starfa í slippnum. „Það er mjög mikil íslömsk öfgahyggja hér. Kúltúr þar sem farið er illa með konur og þær kúgaðar af körlum,“ segir Cisint, sem sjálf tilheyrir Norðurbandalagi Matteo Salvini. Cisint segir að verið sé að þurrka út sögu Monfalcone og að allt sé á niðurleið. Aðgerðirnar gegn aðfluttum íbúum bæjarins hafa meðal annar falist í því að fjarlægja bekki í miðbænum þar sem Bangladessar sátu og ræddu saman og, eins og fyrr segir, að banna krikket. „Þeir hafa ekki gefið neitt til bæjarins, samfélagsins. Ekkert. Þeim er frjálst að fara og spila krikket annars staðar... fyrir utan Monfalcone,“ segir Cisint um íbúana frá Bangladess, þar sem krikket er þjóðaríþrótt. Bæjarstjórinn nýtur verndar lögreglu allan sólahringinn vegna líflátshótana sem hún hefur fengið vegna afstöðu sinnar til múslima. In the Italian town of Monfalcone on the Adriatic coast, the mayor has tried to effectively ban collective prayer and stop cricket - the Bangladeshi national sport - from being played.@SofiaBettiza speaks to the town's residents https://t.co/udvOQJQIM4— BBC World Service (@bbcworldservice) August 13, 2024 Cisint hefur meðal annars sagt að daglegt líf múslima frá Bangladess sé „ósamrýmanlegt“ daglegu lífi innfæddra Ítala og gekk svo langt að banna bænastundir í tveimur samkomuhúsum múslima í bænum. „Fólk úr bænum sendi mér sláandi myndir og myndskeið sem sýna fjölda fólks biðja í miðstöðvunum tveimur, allt að 1.900 manns í einni byggingu,“ segir hún. „Svo eru hjól úti um allt á gangstéttinni og háværar bænir fimm sinnum á dag, jafnvel á nóttunni.“ Bannið var rökstutt þannig að miðstöðvarnar væru ekki formleg bænahús en íslam nýtur ekki formlega stöðu sem trúarbrögð á Ítalíu og því getur verið þrautin þyngri að fá leyfi til að byggja mosku. Það var síðar fellt úr gildi. Íbúar Monfalcone frá Bangladess lýsa fordómum og áreiti og eiga erfitt með að sjá fyrir sér að búa í bænum til framtíðar. „Við erum ekki til neinna vandræða. Við greiðum skatta. En þau vilja okkur ekki hérna,“ segir Miah Bappy, starfsmaður Ficantieri og áhugamaður um krikket. Hann bendir á að ef allir Banglaessarnir í Monfalcone flyttu á brott yrði enginn eftir til að vinna í slippnum. Þess má geta að Cisint hefur verið kjörin á Evrópuþingið. Ítalía Bangladess Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Bannið er liður í aðgerðum til að „vernda“ menningu bæjarins og kristna trú, að sögn bæjarstjórans Önnu Mariu Cisint. Monfalcone er í þeirri sérstöku stöðu að um þriðjungur 30 þúsund íbúa er innflytjendur, sem flestir hafa komið frá Bangladess til að vinna í Fincantieri-slippnum, þeim stærsta í Evrópu. Ómögulegt hefur reynst að fá heimamenn til starfa í slippnum. „Það er mjög mikil íslömsk öfgahyggja hér. Kúltúr þar sem farið er illa með konur og þær kúgaðar af körlum,“ segir Cisint, sem sjálf tilheyrir Norðurbandalagi Matteo Salvini. Cisint segir að verið sé að þurrka út sögu Monfalcone og að allt sé á niðurleið. Aðgerðirnar gegn aðfluttum íbúum bæjarins hafa meðal annar falist í því að fjarlægja bekki í miðbænum þar sem Bangladessar sátu og ræddu saman og, eins og fyrr segir, að banna krikket. „Þeir hafa ekki gefið neitt til bæjarins, samfélagsins. Ekkert. Þeim er frjálst að fara og spila krikket annars staðar... fyrir utan Monfalcone,“ segir Cisint um íbúana frá Bangladess, þar sem krikket er þjóðaríþrótt. Bæjarstjórinn nýtur verndar lögreglu allan sólahringinn vegna líflátshótana sem hún hefur fengið vegna afstöðu sinnar til múslima. In the Italian town of Monfalcone on the Adriatic coast, the mayor has tried to effectively ban collective prayer and stop cricket - the Bangladeshi national sport - from being played.@SofiaBettiza speaks to the town's residents https://t.co/udvOQJQIM4— BBC World Service (@bbcworldservice) August 13, 2024 Cisint hefur meðal annars sagt að daglegt líf múslima frá Bangladess sé „ósamrýmanlegt“ daglegu lífi innfæddra Ítala og gekk svo langt að banna bænastundir í tveimur samkomuhúsum múslima í bænum. „Fólk úr bænum sendi mér sláandi myndir og myndskeið sem sýna fjölda fólks biðja í miðstöðvunum tveimur, allt að 1.900 manns í einni byggingu,“ segir hún. „Svo eru hjól úti um allt á gangstéttinni og háværar bænir fimm sinnum á dag, jafnvel á nóttunni.“ Bannið var rökstutt þannig að miðstöðvarnar væru ekki formleg bænahús en íslam nýtur ekki formlega stöðu sem trúarbrögð á Ítalíu og því getur verið þrautin þyngri að fá leyfi til að byggja mosku. Það var síðar fellt úr gildi. Íbúar Monfalcone frá Bangladess lýsa fordómum og áreiti og eiga erfitt með að sjá fyrir sér að búa í bænum til framtíðar. „Við erum ekki til neinna vandræða. Við greiðum skatta. En þau vilja okkur ekki hérna,“ segir Miah Bappy, starfsmaður Ficantieri og áhugamaður um krikket. Hann bendir á að ef allir Banglaessarnir í Monfalcone flyttu á brott yrði enginn eftir til að vinna í slippnum. Þess má geta að Cisint hefur verið kjörin á Evrópuþingið.
Ítalía Bangladess Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira