„Gríðarlega krefjandi“ verkefni við hræðilegar aðstæður Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2024 16:19 Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir. Hann segir bólusetningarátakið á Gasa gríðarerfitt og flókið verkefni. Kapphlaup við tímann er nú hafið á Gasa, þar sem byrjað er að bólusetja við lömunarveiki. Barnalæknir segir verkefnið gríðarerfitt og að bólusetningarnar einar og sér dugi ekki. Sex gíslar Hamas-samtakanna fundust látnir í hernaðaraðgerð Ísraelsmanna í dag og eru sagðir hafa verið drepnir skömmu áður en herinn náði til þeirra. „Dagurinn í dag er erfiður. Hjarta þjóðarinnar er brostið. Ég, ásamt öllum samlöndum mínum, er í áfalli yfir hryllilegu morðinu á sex gíslum,“ sagði Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels í ávarpi til þjóðar sinnar í dag, eftir að staðfest var að gíslarnir, fjórir karlar og tvær konur, hefðu fundist látnir í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafa. Allir höfðu þeir verið í haldi Hamas frá 7. október. Ísraelsmenn segja gíslana hafa verið drepna skömmu áður en náð var til þeirra. Enn er talið að um hundrað gíslar séu i haldi Hamas. Netanjahú hét því að láta ekki staðar numið fyrr en gíslarnir yrðu frelsaðir. Honum hefur hingað til ekki tekist að ná slíku samkomulagi og hefur sætt harðri gagnrýni fyrir, boðað hefur verið til fjöldamótmæla gegn honum og stjórn hans víða í Ísrael eftir vendingar dagsins. Hættulegar aðstæður fyrir heilbrigðisstarfsfólk Á Gasa er nú stefnt að því að bólusetja 640 þúsund börn gegn lömunarveiki eftir að tíu mánaða barn greindist með sjúkdóminn í ágúst, í fyrsta sinn í aldarfjórðung. Bólusetningin hófst í dag og tímabundnu vopnahléi, hluta úr degi, verður komið á meðan heilbrigðisstarfsfólk athafnar sig. Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir segir lömunarveiki hræðilegan sjúkdóm sem haft geti mjög alvarlegar afleiðingar; lömun ævilangt og jafnvel leitt til dauða. „Þegar ástandið er svona þá er bara gríðarlega krefjandi að framkvæma þetta. Það er skortur á hreinu vatni, skortur á matvælum, fólk er ekki lengur á heimilum sínum og hefur hrakist á brott þannig að það er mjög erfitt að finna alla og koma bóluefnunum á réttan stað, þannig að þetta er óhemju krefjandi verkefni,“ segir Valtýr. Aðstæður séu auk þess afar hættulegar fyrir heilbrigðisstarfsfólkið á svæðinu. Nauðsynlegt sé að tryggja öryggi þeirra, sem flæki málin enn frekar. „Þetta er mikilvægt átak en það er ólíklegt að þetta eitt og sér muni duga, þó að þetta sé einstaklega mikilvægt að gera þetta núna og að allir aðilar skilji mikilvægi þess. En svo spilar ótrúlega margt annað inn í og margir aðrir sjúkdómar fara á flug þegar ástandið er svona,“ segir Valtýr. Bólusetningar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Sex gíslar fundust látnir Sex einstaklingar sem voru teknir í gíslingu Hamas 7. október fundust látnir á Gasaströndinni í gær. Ísraelski herinn sagðist hafa fundið líkin í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafah. 1. september 2024 08:39 Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. 30. ágúst 2024 06:41 Aukin spenna vegna aðgerða Ísraelshers á Vesturbakkanum Ísraelsher segist hafa drepið fimm „hryðjuverkamenn“ sem voru „í felum“ á Vesturbakkanum. Aðgerðir Ísraelsmanna hafa meðal annars beinst gegn Tulkarm, þar sem herinn segir mennina hafa falið sig í mosku. 29. ágúst 2024 10:47 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
„Dagurinn í dag er erfiður. Hjarta þjóðarinnar er brostið. Ég, ásamt öllum samlöndum mínum, er í áfalli yfir hryllilegu morðinu á sex gíslum,“ sagði Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels í ávarpi til þjóðar sinnar í dag, eftir að staðfest var að gíslarnir, fjórir karlar og tvær konur, hefðu fundist látnir í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafa. Allir höfðu þeir verið í haldi Hamas frá 7. október. Ísraelsmenn segja gíslana hafa verið drepna skömmu áður en náð var til þeirra. Enn er talið að um hundrað gíslar séu i haldi Hamas. Netanjahú hét því að láta ekki staðar numið fyrr en gíslarnir yrðu frelsaðir. Honum hefur hingað til ekki tekist að ná slíku samkomulagi og hefur sætt harðri gagnrýni fyrir, boðað hefur verið til fjöldamótmæla gegn honum og stjórn hans víða í Ísrael eftir vendingar dagsins. Hættulegar aðstæður fyrir heilbrigðisstarfsfólk Á Gasa er nú stefnt að því að bólusetja 640 þúsund börn gegn lömunarveiki eftir að tíu mánaða barn greindist með sjúkdóminn í ágúst, í fyrsta sinn í aldarfjórðung. Bólusetningin hófst í dag og tímabundnu vopnahléi, hluta úr degi, verður komið á meðan heilbrigðisstarfsfólk athafnar sig. Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir segir lömunarveiki hræðilegan sjúkdóm sem haft geti mjög alvarlegar afleiðingar; lömun ævilangt og jafnvel leitt til dauða. „Þegar ástandið er svona þá er bara gríðarlega krefjandi að framkvæma þetta. Það er skortur á hreinu vatni, skortur á matvælum, fólk er ekki lengur á heimilum sínum og hefur hrakist á brott þannig að það er mjög erfitt að finna alla og koma bóluefnunum á réttan stað, þannig að þetta er óhemju krefjandi verkefni,“ segir Valtýr. Aðstæður séu auk þess afar hættulegar fyrir heilbrigðisstarfsfólkið á svæðinu. Nauðsynlegt sé að tryggja öryggi þeirra, sem flæki málin enn frekar. „Þetta er mikilvægt átak en það er ólíklegt að þetta eitt og sér muni duga, þó að þetta sé einstaklega mikilvægt að gera þetta núna og að allir aðilar skilji mikilvægi þess. En svo spilar ótrúlega margt annað inn í og margir aðrir sjúkdómar fara á flug þegar ástandið er svona,“ segir Valtýr.
Bólusetningar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Sex gíslar fundust látnir Sex einstaklingar sem voru teknir í gíslingu Hamas 7. október fundust látnir á Gasaströndinni í gær. Ísraelski herinn sagðist hafa fundið líkin í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafah. 1. september 2024 08:39 Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. 30. ágúst 2024 06:41 Aukin spenna vegna aðgerða Ísraelshers á Vesturbakkanum Ísraelsher segist hafa drepið fimm „hryðjuverkamenn“ sem voru „í felum“ á Vesturbakkanum. Aðgerðir Ísraelsmanna hafa meðal annars beinst gegn Tulkarm, þar sem herinn segir mennina hafa falið sig í mosku. 29. ágúst 2024 10:47 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Sex gíslar fundust látnir Sex einstaklingar sem voru teknir í gíslingu Hamas 7. október fundust látnir á Gasaströndinni í gær. Ísraelski herinn sagðist hafa fundið líkin í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafah. 1. september 2024 08:39
Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. 30. ágúst 2024 06:41
Aukin spenna vegna aðgerða Ísraelshers á Vesturbakkanum Ísraelsher segist hafa drepið fimm „hryðjuverkamenn“ sem voru „í felum“ á Vesturbakkanum. Aðgerðir Ísraelsmanna hafa meðal annars beinst gegn Tulkarm, þar sem herinn segir mennina hafa falið sig í mosku. 29. ágúst 2024 10:47