Friðarsúlan skín skærar Skúli Helgason skrifar 31. ágúst 2024 09:31 Útilistaverkið Friðarsúlan eftir Yoko Ono hefur verið magnað tákn um mikilvægi friðar frá því verkið var opinberað 2007. Verkið hefur vakið athygli heima og erlendis á undanförnum áratugum en undanfarin misseri hefur geislinn verið að dofna og undirstöðurnar farið að láta á sjá. Það var því ljóst að ráðast þyrfti í endurbætur til að verkið myndi njóta sín til fulls og hafa tilætluð áhrif. Við í forystu menningar-,íþrótta- og tómstundaráðs og sviðs höfum unnið að því undanfarið að ná samkomulagi við þá aðila sem stóðu að uppsetningu verksins á sínum tíma um að ráðast sameiginlega í endurbæturnar og fjármagna þær. Það hefur nú tekist og munu Reykjavíkurborg, Orkuveita Reykjavíkur og sjóður á vegum Yoko Ono fjármagna verkefnið. Áætlað er að verkefnið muni kosta tæpar 33 milljónir króna. Framkvæmdirnar eru hafnar og gagna samkvæmt áætlun en miðað er við að ljúka þeim áður en Friðarsúlan verður tendruð á afmælisdegi Lennons 9. október. Búnaður var fluttur til landsins og út í Viðey í júlí og uppsetning á vegum ítölsku framleiðendanna sem komu að smíði og uppsetningu súlunnar í upphafi fór fram í ágúst. Búnaðurinn hefur verið prófaður og virkar vel en geisli Friðarsúlunnar verður prófaður og fínstilltur í lok september. Viðgerð á steinlögn er að hefjast og á að ljúka í byrjun október. Það er sérstakt ánægjuefni að orkuþörf verksins minnkar við endurbæturnar, viðhald verður auðveldara sem og stilling verksins fyrir tendrunartímabil hvers árs. Þörf áminning um friðarboðskap Eftir endurbæturnar mun Friðarsúlan lýsa bjartari og þéttari en fyrr. Hún mun því gegna enn betur hlutverki sínu sem sterkt kennileiti í borginni og þörf áminning um friðarboðskap í núverandi heimsmynd. Táknrænt mikilvægi Friðarsúlunnar hefur sjaldan verið meira en nú þegar innrásarstríð Rússa í Úkraínu hefur geisað í hálft þriðja ár og saklaus börn og almennir borgarar hafa látið lífið í þúsundatali þar í landi og í Palestínu. Boðskapur Friðarsúlunnar á erindi við alla heimsbyggðina á óróatímum og Ísland getur gegnt mikilvægu hlutverki sem herlaus þjóð í alþjóðasamfélaginu, sem leggi áherslu á friðsamleg samskipti þjóða. Höfundur er formaður menningar-,íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Reykjavík Friðarsúlan í Viðey Borgarstjórn Viðey Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Útilistaverkið Friðarsúlan eftir Yoko Ono hefur verið magnað tákn um mikilvægi friðar frá því verkið var opinberað 2007. Verkið hefur vakið athygli heima og erlendis á undanförnum áratugum en undanfarin misseri hefur geislinn verið að dofna og undirstöðurnar farið að láta á sjá. Það var því ljóst að ráðast þyrfti í endurbætur til að verkið myndi njóta sín til fulls og hafa tilætluð áhrif. Við í forystu menningar-,íþrótta- og tómstundaráðs og sviðs höfum unnið að því undanfarið að ná samkomulagi við þá aðila sem stóðu að uppsetningu verksins á sínum tíma um að ráðast sameiginlega í endurbæturnar og fjármagna þær. Það hefur nú tekist og munu Reykjavíkurborg, Orkuveita Reykjavíkur og sjóður á vegum Yoko Ono fjármagna verkefnið. Áætlað er að verkefnið muni kosta tæpar 33 milljónir króna. Framkvæmdirnar eru hafnar og gagna samkvæmt áætlun en miðað er við að ljúka þeim áður en Friðarsúlan verður tendruð á afmælisdegi Lennons 9. október. Búnaður var fluttur til landsins og út í Viðey í júlí og uppsetning á vegum ítölsku framleiðendanna sem komu að smíði og uppsetningu súlunnar í upphafi fór fram í ágúst. Búnaðurinn hefur verið prófaður og virkar vel en geisli Friðarsúlunnar verður prófaður og fínstilltur í lok september. Viðgerð á steinlögn er að hefjast og á að ljúka í byrjun október. Það er sérstakt ánægjuefni að orkuþörf verksins minnkar við endurbæturnar, viðhald verður auðveldara sem og stilling verksins fyrir tendrunartímabil hvers árs. Þörf áminning um friðarboðskap Eftir endurbæturnar mun Friðarsúlan lýsa bjartari og þéttari en fyrr. Hún mun því gegna enn betur hlutverki sínu sem sterkt kennileiti í borginni og þörf áminning um friðarboðskap í núverandi heimsmynd. Táknrænt mikilvægi Friðarsúlunnar hefur sjaldan verið meira en nú þegar innrásarstríð Rússa í Úkraínu hefur geisað í hálft þriðja ár og saklaus börn og almennir borgarar hafa látið lífið í þúsundatali þar í landi og í Palestínu. Boðskapur Friðarsúlunnar á erindi við alla heimsbyggðina á óróatímum og Ísland getur gegnt mikilvægu hlutverki sem herlaus þjóð í alþjóðasamfélaginu, sem leggi áherslu á friðsamleg samskipti þjóða. Höfundur er formaður menningar-,íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun