Þjálfun varnarviðbragða er dauðans alvara Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skrifar 30. ágúst 2024 10:00 Í breyttri heimsmynd verða skilin milli friðar og ófriðar, hefðbundinna hernaðarátaka, fjölþáttahernaðar og upplýsingastríðs, sífellt óljósari. Rússar ala á tortryggni og sundrung í lýðræðisríkjum. Þeir standa ekki aðeins fyrir svívirðilegri innrás í Úkraínu heldur ógna þeir öðrum ríkjum með tölvuárásum á mikilvæga innviði í Evrópu, siga hópum flóttamanna yfir landamæri ríkja Atlantshafsbandalagsins, hafa ráðið stjórnarandstæðinga af dögum á erlendri grund og valdið upplýsingaóreiðu með dreifingu falsfrétta. Við Íslendingar þurfum að bregðast við þessum breytta veruleika með því að efla vitund okkar um mikilvægi öryggis- og varnarmála, og standa sómasamlega undir þeim verkefnum sem okkur eru falin í sameiginlegum vörnum Atlantshafsbandalagsins. Í þessari viku hófst varnaræfingin Norður-Víkingur þar sem um tólf hundruð manns, þar af tvö hundruð Íslendingar, æfa varnir Íslands á landi, hafi og í lofti. Æfingin er tvíhliða varnaræfing Bandaríkjanna og Íslands og hefur verið haldin reglulega frá árinu 1982 á grundvelli varnarsamnings ríkjanna. Hún er mikilvægur liður í varnarsamvinnu ríkjanna og með henni sýna bandamenn okkar í verki bæði vilja og getu til að bregðast við ef spennu- eða hættuástand myndast við Ísland. Megintilgangur æfingarinnar er að æfa varnir sjóleiðanna umhverfis Ísland, fjarskiptakapla og lykilinnviða á landi, svo sem flugvalla, orkuinnviða, hafna og ratsjárstöðva. Af æfingum á landi má nefna sprengjuleit, samhæfingu land- og flughers, viðgerð mikilvægra varnarinnviða og eftirlitsaðgerðir. Á landinu er einnig pólsk hersveit sem hefur meðferðis eldflaugakerfi sem meðal annars geta grandað óvinaskipum á hafi úti. Sveitin er hér til að æfa skilvirkan flutning, uppsetningu og notkun kerfisins með óvirkum skotfærum. Reglubundnar varnaræfingar eru mikilvægar í sjálfum sér en framferði Rússa undanfarin ár hefur minnt okkur óþyrmilega á þörfina fyrir öflugar varnir og fælingu. Samhæfing og þjálfun varnarviðbragða, líkt og sú sem nú á sér stað hér á landi, er því dauðans alvara. Eldgosið sem hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku minnir okkur einnig á náttúruöflin sem geta valdið tjóni og áföllum. Þegar slíkir viðburðir mæta okkur hefur oft reynst okkur gott að eiga góða vini og bandamenn. Á Norður-Víkingi æfa innlendir viðbragðsaðilar samvinnu við erlendan liðsafla til að tryggja að björgunarstarf við slíkar aðstæður gangi sem best, nú í skugga raunverulegs eldgoss. Fyrir okkur Íslendinga undirstrikar varnaræfing sem þessi að við erum hluti af bandalagi ríkja sem virða landamæri, fordæma landvinningastríð og sameinast hafa um lýðræðisleg gildi. Varnaræfingin Norður-Víkingur styrkir fælingarmátt, treystir varnir og eflir getu til að verjast árásum og um leið friðinn sem er því miður ekki sjálfgefinn. Höfundur er utanríkisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál Öryggis- og varnarmál NATO Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Í breyttri heimsmynd verða skilin milli friðar og ófriðar, hefðbundinna hernaðarátaka, fjölþáttahernaðar og upplýsingastríðs, sífellt óljósari. Rússar ala á tortryggni og sundrung í lýðræðisríkjum. Þeir standa ekki aðeins fyrir svívirðilegri innrás í Úkraínu heldur ógna þeir öðrum ríkjum með tölvuárásum á mikilvæga innviði í Evrópu, siga hópum flóttamanna yfir landamæri ríkja Atlantshafsbandalagsins, hafa ráðið stjórnarandstæðinga af dögum á erlendri grund og valdið upplýsingaóreiðu með dreifingu falsfrétta. Við Íslendingar þurfum að bregðast við þessum breytta veruleika með því að efla vitund okkar um mikilvægi öryggis- og varnarmála, og standa sómasamlega undir þeim verkefnum sem okkur eru falin í sameiginlegum vörnum Atlantshafsbandalagsins. Í þessari viku hófst varnaræfingin Norður-Víkingur þar sem um tólf hundruð manns, þar af tvö hundruð Íslendingar, æfa varnir Íslands á landi, hafi og í lofti. Æfingin er tvíhliða varnaræfing Bandaríkjanna og Íslands og hefur verið haldin reglulega frá árinu 1982 á grundvelli varnarsamnings ríkjanna. Hún er mikilvægur liður í varnarsamvinnu ríkjanna og með henni sýna bandamenn okkar í verki bæði vilja og getu til að bregðast við ef spennu- eða hættuástand myndast við Ísland. Megintilgangur æfingarinnar er að æfa varnir sjóleiðanna umhverfis Ísland, fjarskiptakapla og lykilinnviða á landi, svo sem flugvalla, orkuinnviða, hafna og ratsjárstöðva. Af æfingum á landi má nefna sprengjuleit, samhæfingu land- og flughers, viðgerð mikilvægra varnarinnviða og eftirlitsaðgerðir. Á landinu er einnig pólsk hersveit sem hefur meðferðis eldflaugakerfi sem meðal annars geta grandað óvinaskipum á hafi úti. Sveitin er hér til að æfa skilvirkan flutning, uppsetningu og notkun kerfisins með óvirkum skotfærum. Reglubundnar varnaræfingar eru mikilvægar í sjálfum sér en framferði Rússa undanfarin ár hefur minnt okkur óþyrmilega á þörfina fyrir öflugar varnir og fælingu. Samhæfing og þjálfun varnarviðbragða, líkt og sú sem nú á sér stað hér á landi, er því dauðans alvara. Eldgosið sem hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku minnir okkur einnig á náttúruöflin sem geta valdið tjóni og áföllum. Þegar slíkir viðburðir mæta okkur hefur oft reynst okkur gott að eiga góða vini og bandamenn. Á Norður-Víkingi æfa innlendir viðbragðsaðilar samvinnu við erlendan liðsafla til að tryggja að björgunarstarf við slíkar aðstæður gangi sem best, nú í skugga raunverulegs eldgoss. Fyrir okkur Íslendinga undirstrikar varnaræfing sem þessi að við erum hluti af bandalagi ríkja sem virða landamæri, fordæma landvinningastríð og sameinast hafa um lýðræðisleg gildi. Varnaræfingin Norður-Víkingur styrkir fælingarmátt, treystir varnir og eflir getu til að verjast árásum og um leið friðinn sem er því miður ekki sjálfgefinn. Höfundur er utanríkisráðherra.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun