Tapaði 1,2 milljörðum á fyrri hluta ársins Atli Ísleifsson skrifar 29. ágúst 2024 14:19 Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela. Vísir/Arnar Rekstrarhagnaður Íslandshótela fyrir afskriftir (EBITDA) var 735 milljónir króna fyrstu sex mánuði ársins samkvæmt samstæðuárshlutareikningi félagsins en var 1.290 milljónir á sama tímabili á síðasta ári. Tap varð af rekstrinum sem nam 1.201 milljónum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem segir að tapið megi að mestu rekja til kjarasamningshækkana og hás vaxtastigs hérlendis og erlendis. „Tekjur félagsins fyrri helming ársins eru til samræmis við tekjur sama tímabils í fyrra en gistinætur voru 5% færri milli tímabila,“ segir í tilkynningunni. Árið hefur verið viðburðaríkt hjá Íslandshótelum en félagið stefndi á skráningu í Kauphöll. Greint var svo frá því í maí að ákveðið hefði verið að hætta við hlutafjárútboð Íslandshótela og skráningu félagsins í Kauphöllina. Hafi það verið gert þar sem ekki hafi fengist áskriftir fyrir öllum boðnum hlutum og því hafi seljendur hætt við. Á þriðja þúsund manna tóku þátt í útboðinu og skráðu sig fyrir hlutum að verðmæti um átta milljarða króna. Ytri þættir Í tilkynningunni sem send var á fjölmiðla í dag er haft eftir Davíð Torfa Ólafssyni, forstjóra Íslandshótela, að Íslandshótel standi sterk líkt og efnahagsreikningurinn sýni. Ýmsir ytri þættir hafi þó haft sín áhrif. „Má þar nefna kjarasamningshækkanir og vaxtastigið sömuleiðis. Gistinóttum hefur fækkað, spár um fjölda ferðamanna hafa ekki alveg gengið eftir og það er einnig ljóst að eldsumbrotin á Reykjanesi hafa haft áhrif. Við höldum áfram að sýna skynsemi í rekstri, starfsmannahópur okkar er öflugur og skýr og umhverfisvæn stefna okkar skilar sínu hjá ferðamönnum sem eru æ meðvitaðri um mikilvægi þess þáttar við val á gistingu. Við horfum því bjartsýn fram á veg,“ segir Davíð Torfi. Samstæðuárshlutareikningur Íslandshótela var sendur Kauphöll Íslands fyrr í dag. Íslandshótel rekur sautján hótel með 1955 herbergi víða um land. Hótel á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Kauphöllin Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Grettisgata drottnari heimagistingarinnar Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem segir að tapið megi að mestu rekja til kjarasamningshækkana og hás vaxtastigs hérlendis og erlendis. „Tekjur félagsins fyrri helming ársins eru til samræmis við tekjur sama tímabils í fyrra en gistinætur voru 5% færri milli tímabila,“ segir í tilkynningunni. Árið hefur verið viðburðaríkt hjá Íslandshótelum en félagið stefndi á skráningu í Kauphöll. Greint var svo frá því í maí að ákveðið hefði verið að hætta við hlutafjárútboð Íslandshótela og skráningu félagsins í Kauphöllina. Hafi það verið gert þar sem ekki hafi fengist áskriftir fyrir öllum boðnum hlutum og því hafi seljendur hætt við. Á þriðja þúsund manna tóku þátt í útboðinu og skráðu sig fyrir hlutum að verðmæti um átta milljarða króna. Ytri þættir Í tilkynningunni sem send var á fjölmiðla í dag er haft eftir Davíð Torfa Ólafssyni, forstjóra Íslandshótela, að Íslandshótel standi sterk líkt og efnahagsreikningurinn sýni. Ýmsir ytri þættir hafi þó haft sín áhrif. „Má þar nefna kjarasamningshækkanir og vaxtastigið sömuleiðis. Gistinóttum hefur fækkað, spár um fjölda ferðamanna hafa ekki alveg gengið eftir og það er einnig ljóst að eldsumbrotin á Reykjanesi hafa haft áhrif. Við höldum áfram að sýna skynsemi í rekstri, starfsmannahópur okkar er öflugur og skýr og umhverfisvæn stefna okkar skilar sínu hjá ferðamönnum sem eru æ meðvitaðri um mikilvægi þess þáttar við val á gistingu. Við horfum því bjartsýn fram á veg,“ segir Davíð Torfi. Samstæðuárshlutareikningur Íslandshótela var sendur Kauphöll Íslands fyrr í dag. Íslandshótel rekur sautján hótel með 1955 herbergi víða um land.
Hótel á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Kauphöllin Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Grettisgata drottnari heimagistingarinnar Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira