Spurning sem ekki er hægt að svara? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 27. ágúst 2024 09:33 Hreyfingar Evrópusambandssinna á Íslandi hafa um langt árabil látið gera skoðanakannanir fyrir sig þar sem spurt hefur verið meðal annars um afstöðu fólks til þess hvort ganga eigi í Evrópusambandið. Síðast fyrr í sumar. Fyrir það hafa verið greiddar háar fjárhæðir. Á sama tíma er um að ræða spurningu sem þær hafa viljað meina að ekki sé hægt að svara fyrr en samningur um inngöngu í sambandið liggi fyrir. Hins vegar hafa Evrópusambandssinnar sjálfir fyrir löngu gert upp hug sinn í þeim efnum og ef niðurstöður kannana hafa sýnt meirihluta fyrir inngöngu í Evrópusambandið hefur enginn fyrirvari verið settur um það að fólk vissi í raun ekki hvað það væri að tala um. Líkt og þegar þær hafa verið á hinn veginn. Með öðrum orðum veit fólk greinilega eingöngu um hvað það er að tala ef það tekur undir með þeim. Spil ESB liggja þegar á borðinu Veruleikinn er sá að fyrir liggur í öllum meginatriðum hvað innganga í Evrópusambandið þýddi. Eins og Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur og mikill hvatamaður inngöngu Íslands í sambandið, orðaði það hérna um árið: „Vitanlega er Evrópusambandið ekki lokaður pakki. Þið vitið hvað þið væruð að fara út í. Og ef þið eruð ekki reiðubúin til þess, haldið ykkur þá fyrir utan sambandið.“ Hið sama á til dæmis við um Olli Rehn, þáverandi stækkunarstjóra Evrópusambandsins, þegar hann var inntur eftir því haustið 2009 hvort spil sambandsins yrðu loks lögð á borðið og upplýst hvað væri í boði eftir að umsókn um inngöngu hefði verið lögð fram: „Ef ég nota myndlíkingu þína þá eru spil Evrópusambandsins þegar á borðinu, fyrir allra augum. Það er að segja regluverk sambandsins og meginreglur þess.“ „Samningaviðræður“ villandi Til þess að útskýra fyrir almenningi ferlið sem sem fer í gang þegar ríki sækja um inngöngu í Evrópusambandið gaf framkvæmdastjórn sambandsins út sérstakan bækling sem ber heitið „Understanding enlargement“. Þar segir meðal annars að viðfangsefni samningaviðræðna um inngöngu í Evrópusambandið sé geta umsóknarríkis til þess að standa undir þeim skuldbindingum sem fylgja veru í sambandinu. Tekið er fram að ekki sé um eiginlegar samningaviðræður að ræða: „Hugtakið „samningaviðræður“ getur verið villandi. Viðræðurnar snúast um skilyrði og tímasetningar upptöku, innleiðingar og framkvæmdar umsóknarríkis á reglum Evrópusambandsins – um 100.000 blaðsíður af þeim. Og þessar reglur (einnig þekktar undir heitinu acquis, franska fyrir „það sem hefur verið samþykkt“) eru ekki umsemjanlegar.“ Fimm prósent af alþingismanni Með öðrum orðum verður allt það sem samið er um að rúmast innan regluverks Evrópusambandsins. Enn fremur er enginn afsláttur gefinn af því að valdið yfir flestum málum ríkja færist til stofnana þess. Þar á meðal og ekki sízt í sjávarútvegs- og orkumálum. Þá er ekki í boði að semja um vægi einstakra ríkja sambandsins við töku ákvarðana innan þess sem fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði vægi landsins þegar ákvarðanir væru teknar í ráðherraráði þess allajafna einungis um 0,08%. Sambærilegt við einungis 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi. Á þingi sambandsins fengi Ísland sex þingmenn af um 720 eins og staðan er í dag. Á við hálfan alþingismann. Þá eru þeir sem sitja í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins einungis embættismenn þess. Séríslenzkur blekkingarleikur Mjög langur vegur er einfaldlega frá því að Evrópusambandið sé einhvers konar leynifélag sem ekkert sé hægt að vita um án þess að sækja um inngöngu í það. Líkt og forystumenn þess hafa ítrekað bent á liggur fyrir í öllum meginatriðum hvað felst í því að ganga þar inn. Ekkert er til sem heitir að kíkja í pakkann í þeim efnum. Þar er einungis um að ræða séríslenzkan blekkingarleik hérlendra Evrópusambandsinna. Hafi Evrópusambandssinnar í reynd trú á málstað sínum ætti varla að vefjast fyrir þeim að tala fyrir inngöngu í Evrópusambandið eins og hún er í stað þess að reyna að draga upp þá mynd að í inngöngunni felist eitthvað annað en einfaldlega innganga í það. Telji þeir enn fremur veruleg frávik frá regluverki sambandsins forsendu þess að ganga þar inn hlýtur sú spurning að vakna hvort þeir vilji það í raun. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Hreyfingar Evrópusambandssinna á Íslandi hafa um langt árabil látið gera skoðanakannanir fyrir sig þar sem spurt hefur verið meðal annars um afstöðu fólks til þess hvort ganga eigi í Evrópusambandið. Síðast fyrr í sumar. Fyrir það hafa verið greiddar háar fjárhæðir. Á sama tíma er um að ræða spurningu sem þær hafa viljað meina að ekki sé hægt að svara fyrr en samningur um inngöngu í sambandið liggi fyrir. Hins vegar hafa Evrópusambandssinnar sjálfir fyrir löngu gert upp hug sinn í þeim efnum og ef niðurstöður kannana hafa sýnt meirihluta fyrir inngöngu í Evrópusambandið hefur enginn fyrirvari verið settur um það að fólk vissi í raun ekki hvað það væri að tala um. Líkt og þegar þær hafa verið á hinn veginn. Með öðrum orðum veit fólk greinilega eingöngu um hvað það er að tala ef það tekur undir með þeim. Spil ESB liggja þegar á borðinu Veruleikinn er sá að fyrir liggur í öllum meginatriðum hvað innganga í Evrópusambandið þýddi. Eins og Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur og mikill hvatamaður inngöngu Íslands í sambandið, orðaði það hérna um árið: „Vitanlega er Evrópusambandið ekki lokaður pakki. Þið vitið hvað þið væruð að fara út í. Og ef þið eruð ekki reiðubúin til þess, haldið ykkur þá fyrir utan sambandið.“ Hið sama á til dæmis við um Olli Rehn, þáverandi stækkunarstjóra Evrópusambandsins, þegar hann var inntur eftir því haustið 2009 hvort spil sambandsins yrðu loks lögð á borðið og upplýst hvað væri í boði eftir að umsókn um inngöngu hefði verið lögð fram: „Ef ég nota myndlíkingu þína þá eru spil Evrópusambandsins þegar á borðinu, fyrir allra augum. Það er að segja regluverk sambandsins og meginreglur þess.“ „Samningaviðræður“ villandi Til þess að útskýra fyrir almenningi ferlið sem sem fer í gang þegar ríki sækja um inngöngu í Evrópusambandið gaf framkvæmdastjórn sambandsins út sérstakan bækling sem ber heitið „Understanding enlargement“. Þar segir meðal annars að viðfangsefni samningaviðræðna um inngöngu í Evrópusambandið sé geta umsóknarríkis til þess að standa undir þeim skuldbindingum sem fylgja veru í sambandinu. Tekið er fram að ekki sé um eiginlegar samningaviðræður að ræða: „Hugtakið „samningaviðræður“ getur verið villandi. Viðræðurnar snúast um skilyrði og tímasetningar upptöku, innleiðingar og framkvæmdar umsóknarríkis á reglum Evrópusambandsins – um 100.000 blaðsíður af þeim. Og þessar reglur (einnig þekktar undir heitinu acquis, franska fyrir „það sem hefur verið samþykkt“) eru ekki umsemjanlegar.“ Fimm prósent af alþingismanni Með öðrum orðum verður allt það sem samið er um að rúmast innan regluverks Evrópusambandsins. Enn fremur er enginn afsláttur gefinn af því að valdið yfir flestum málum ríkja færist til stofnana þess. Þar á meðal og ekki sízt í sjávarútvegs- og orkumálum. Þá er ekki í boði að semja um vægi einstakra ríkja sambandsins við töku ákvarðana innan þess sem fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði vægi landsins þegar ákvarðanir væru teknar í ráðherraráði þess allajafna einungis um 0,08%. Sambærilegt við einungis 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi. Á þingi sambandsins fengi Ísland sex þingmenn af um 720 eins og staðan er í dag. Á við hálfan alþingismann. Þá eru þeir sem sitja í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins einungis embættismenn þess. Séríslenzkur blekkingarleikur Mjög langur vegur er einfaldlega frá því að Evrópusambandið sé einhvers konar leynifélag sem ekkert sé hægt að vita um án þess að sækja um inngöngu í það. Líkt og forystumenn þess hafa ítrekað bent á liggur fyrir í öllum meginatriðum hvað felst í því að ganga þar inn. Ekkert er til sem heitir að kíkja í pakkann í þeim efnum. Þar er einungis um að ræða séríslenzkan blekkingarleik hérlendra Evrópusambandsinna. Hafi Evrópusambandssinnar í reynd trú á málstað sínum ætti varla að vefjast fyrir þeim að tala fyrir inngöngu í Evrópusambandið eins og hún er í stað þess að reyna að draga upp þá mynd að í inngöngunni felist eitthvað annað en einfaldlega innganga í það. Telji þeir enn fremur veruleg frávik frá regluverki sambandsins forsendu þess að ganga þar inn hlýtur sú spurning að vakna hvort þeir vilji það í raun. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun