Sífellt fleiri ungmenni með hníf til að verja sig Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. ágúst 2024 23:00 Margrét Valdimarsdóttir er dósent í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands. Vísir/Arnar Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útköllum vegna vopnaburðar hafi fjölgað verulega á síðustu árum. Sjö prósent ungmenna frá 7. bekk að 1. ári í framhaldsskóla svöruðu því játandi að hafa borið hníf í nýlegri könnun. Flestir sögðust hafa viljað verja sig. „Það virðist vera komin einhver hugmynd fram meðal ungmenna, að þú þurfir að vera vopnaður til að verja þig, sem er auðvitað stórhættuleg hugmynd,“ segir Margrét, sem var í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir að sjö prósent ungmenna séu gríðarlegur fjöldi fólks, en segir að nánast enginn þeirra hafi sagst hafa notað vopnið. Ekkert ungmenni eigi að vera með vopn á sér Margrét segir að ungmenni eigi aldrei að vera með vopn á sér, hvortki í miðbænum né skólanum eða annars staðar. Hún telur að hugmyndin um að maður þurfi að vera með vopn til að verja sig, hafi dreift sér svolítið á samfélagsmiðlum. Hún bendir á að þrátt fyrir að sjö prósent sé alltof hátt hlutfall, sé það alls ekki þannig að öll ungmenni séu með vopn. Krakkar í viðkvæmri stöðu líklegri til að bera vopn „Það er oftast þannig að bæði þessir krakkar sem eru að bera vopn og þau sem beita ofbeldi, að þetta eru krakkar í viðkvæmri stöðu. Ég skoðaði í þessum gögnum hvað myndi tengjast þessum vopnaburði, og ég sá til dæmis að þættir eins og slæmar heimilisaðstæður, að hafa orðið fyrir einelti í skólanum, hafa orðið fyrir ofbeldi í skólanum, hafa orðið fyrir ofbeldi heima hjá sér, það voru sterkir skýringarþættir,“ segir Margrét. Hún segir að í sumar hafi komið út skýrsla frá greiningardeild ríkislögreglustjóra um ofbeldi meðal ungs fólsk. Þar var fjallað um aðgerðir til að sporna gegn þessu, og þar hafi meðal annars verið rætt um aukinn sýnileika lögreglunnar. „En það er líka talað um að auka aðgengi krakka í viðkvæmri stöðu að frístunda- og félagsstarfi. Að passa að þau séu í frístundastarfi og hafi þar jákvæðar fyrirmyndir, svo auðvitað að virkja foreldraþátttöku í lífi barna sinna,“ segir hún. Reykjavík Reykjavík síðdegis Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
„Það virðist vera komin einhver hugmynd fram meðal ungmenna, að þú þurfir að vera vopnaður til að verja þig, sem er auðvitað stórhættuleg hugmynd,“ segir Margrét, sem var í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir að sjö prósent ungmenna séu gríðarlegur fjöldi fólks, en segir að nánast enginn þeirra hafi sagst hafa notað vopnið. Ekkert ungmenni eigi að vera með vopn á sér Margrét segir að ungmenni eigi aldrei að vera með vopn á sér, hvortki í miðbænum né skólanum eða annars staðar. Hún telur að hugmyndin um að maður þurfi að vera með vopn til að verja sig, hafi dreift sér svolítið á samfélagsmiðlum. Hún bendir á að þrátt fyrir að sjö prósent sé alltof hátt hlutfall, sé það alls ekki þannig að öll ungmenni séu með vopn. Krakkar í viðkvæmri stöðu líklegri til að bera vopn „Það er oftast þannig að bæði þessir krakkar sem eru að bera vopn og þau sem beita ofbeldi, að þetta eru krakkar í viðkvæmri stöðu. Ég skoðaði í þessum gögnum hvað myndi tengjast þessum vopnaburði, og ég sá til dæmis að þættir eins og slæmar heimilisaðstæður, að hafa orðið fyrir einelti í skólanum, hafa orðið fyrir ofbeldi í skólanum, hafa orðið fyrir ofbeldi heima hjá sér, það voru sterkir skýringarþættir,“ segir Margrét. Hún segir að í sumar hafi komið út skýrsla frá greiningardeild ríkislögreglustjóra um ofbeldi meðal ungs fólsk. Þar var fjallað um aðgerðir til að sporna gegn þessu, og þar hafi meðal annars verið rætt um aukinn sýnileika lögreglunnar. „En það er líka talað um að auka aðgengi krakka í viðkvæmri stöðu að frístunda- og félagsstarfi. Að passa að þau séu í frístundastarfi og hafi þar jákvæðar fyrirmyndir, svo auðvitað að virkja foreldraþátttöku í lífi barna sinna,“ segir hún.
Reykjavík Reykjavík síðdegis Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent