Varasamar aðstæður í jökulferðum á sumrin Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. ágúst 2024 11:58 Um sextíu björgunarsveitarmenn taka þátt í aðgerðum á Breiðamerkurjökli þar sem tveggja ferðamanna er enn leitað. Vísi/Vilhelm Félag fjallaleiðsögumanna harmar slysið á Breiðamerkurjökli og kallar eftir ítarlegri rannsókn. Mikil hætta geti verið fólgin í jökulferðum á sumrin. „Þetta er hræðilegur atburður sem maður óskar engum að ganga í gegnum. Við hörmum þetta hræðilega slys sem gerðist á Breiðamerkurjökli, bæði ég persónulega og félagið,“ segir Garðar Hrafn Sigurjónsson, varaformaður Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi. Skoðun á atvikinu er hafin hjá Ferðamálastofu sem hefur kallað eftir öryggisáætlun fyrirtækisins sem sá um hópinn sem lenti undir ísfarginu. Kannað verður hvort viðbrögð og fyrirkomulag hafi verið í samræmi við hana. Garðar kallar eftir ítarlegri rannsókn. „Þetta er stórt slys og ég held að það sé mikilvægt að það verði rannsakað eins og samgönguslys eru rannsökuð. Að gögnin séu síðan gerð opinber til þess að við getum lært af þessum atburði og staðið okkur betur.“ Tveir pólar sem bítast á Slysið varð í ísgili í jöklinum sem ferðaþjónustufyrirtæki markaðsetja sem „Kristalbláa íshellinn“. Þekkt er að fyrirtæki hafa staðið í framkvæmdum á jöklinum til að bæta aðgengi og auka öryggi. „Þessir tveir pólar bítast stundum á en breytingar á jökullandslagi eru oftast gerðar með það að markmiði að gera það öruggara.“ Hafa verið framkvæmdir þarna - þekkirðu það? „Ég þekki til að einhverjar framkvæmdir hafa verið þarna en þekki ekki nákvæmlega hve miklar.“ Margir sérþjálfaðir og vanir björgunarsveitarmenn taki þátt í verkefninu.vísir/Tómas Kalla eftir hertum reglum Fyrirtæki geta skipulagt ferðir á Breiðamerkurjökul allan ársins hring en ferðir á sumrin hafa sætt gagnrýni. „Það er meira varasamt að ganga undir ís á sumrin þar sem breytingarnar eru meiri þá og það þarf að hafa mikinn vara á til þess að ferðast um svæði sem get hrunið ofan á mann að sumarlagi, eða sem sagt í miklum breytingum. Hefðin hafi því verið sú að bjóða upp á íshellaferðir á veturnar en leiðsögumönnum sé falið að taka ákvörðun um hvort svæðið teljist nógu öruggt. Garðar kallar eftir hertum reglum um kröfur til leiðsögumanna. „Ég held því miður að við þurfum að nota þetta hræðilega atvik til að stalda við og það þarf frekari umgjörð fyrir þessa grein, bæði utan og innan þjóðgarðs,“ segir Garðar. „Það þarf klárlega að krefjast frekari menntunar og reynslu hjá leiðsögumönnum og það þarf að koma að ofan. Við köllum eftir frekari lagaumgjörð í þessum málum.“ Slys á Breiðamerkurjökli Fjallamennska Sveitarfélagið Hornafjörður Björgunarsveitir Lögreglumál Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
„Þetta er hræðilegur atburður sem maður óskar engum að ganga í gegnum. Við hörmum þetta hræðilega slys sem gerðist á Breiðamerkurjökli, bæði ég persónulega og félagið,“ segir Garðar Hrafn Sigurjónsson, varaformaður Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi. Skoðun á atvikinu er hafin hjá Ferðamálastofu sem hefur kallað eftir öryggisáætlun fyrirtækisins sem sá um hópinn sem lenti undir ísfarginu. Kannað verður hvort viðbrögð og fyrirkomulag hafi verið í samræmi við hana. Garðar kallar eftir ítarlegri rannsókn. „Þetta er stórt slys og ég held að það sé mikilvægt að það verði rannsakað eins og samgönguslys eru rannsökuð. Að gögnin séu síðan gerð opinber til þess að við getum lært af þessum atburði og staðið okkur betur.“ Tveir pólar sem bítast á Slysið varð í ísgili í jöklinum sem ferðaþjónustufyrirtæki markaðsetja sem „Kristalbláa íshellinn“. Þekkt er að fyrirtæki hafa staðið í framkvæmdum á jöklinum til að bæta aðgengi og auka öryggi. „Þessir tveir pólar bítast stundum á en breytingar á jökullandslagi eru oftast gerðar með það að markmiði að gera það öruggara.“ Hafa verið framkvæmdir þarna - þekkirðu það? „Ég þekki til að einhverjar framkvæmdir hafa verið þarna en þekki ekki nákvæmlega hve miklar.“ Margir sérþjálfaðir og vanir björgunarsveitarmenn taki þátt í verkefninu.vísir/Tómas Kalla eftir hertum reglum Fyrirtæki geta skipulagt ferðir á Breiðamerkurjökul allan ársins hring en ferðir á sumrin hafa sætt gagnrýni. „Það er meira varasamt að ganga undir ís á sumrin þar sem breytingarnar eru meiri þá og það þarf að hafa mikinn vara á til þess að ferðast um svæði sem get hrunið ofan á mann að sumarlagi, eða sem sagt í miklum breytingum. Hefðin hafi því verið sú að bjóða upp á íshellaferðir á veturnar en leiðsögumönnum sé falið að taka ákvörðun um hvort svæðið teljist nógu öruggt. Garðar kallar eftir hertum reglum um kröfur til leiðsögumanna. „Ég held því miður að við þurfum að nota þetta hræðilega atvik til að stalda við og það þarf frekari umgjörð fyrir þessa grein, bæði utan og innan þjóðgarðs,“ segir Garðar. „Það þarf klárlega að krefjast frekari menntunar og reynslu hjá leiðsögumönnum og það þarf að koma að ofan. Við köllum eftir frekari lagaumgjörð í þessum málum.“
Slys á Breiðamerkurjökli Fjallamennska Sveitarfélagið Hornafjörður Björgunarsveitir Lögreglumál Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira