Þriggja daga ævintýralegt brúðkaup á Amalfi Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 26. ágúst 2024 13:01 Brúðkaupið varði í þrjá daga og einkenndist af miklum munaði og glæsilegheitum. Breski leikarinn Ed Westwick og leikkonan Amy Jackson giftu sig við glæsilega athöfn á ítölsku eyjunni Amalfi um helgina. Brúðkaupið stóð yfir í þrjá daga og var ævintýri líkast. „Ferðalagið er rétt að byrja,“ skrifaði Ed við mynd af nýgiftu hjónunum í færslu á Instagram. Amy klæddist hvítum hlíralausum brúðarkjól frá hönnuðinum Alberta Ferretti með sítt slör með blúndu í hárinu. Ed klæddist hvítum jakkafötum frá hönnuðinum Giorgio Armani með svarta slaufu um hálsinn. View this post on Instagram A post shared by Ed Westwick (@edwestwick) Þriggja daga veisla Hjónin giftu sig við litla athöfn þann 9. ágúst síðastliðinn í London á Connaught hótelinu og fögnuðu svo ástinni með þriggja daga brúðkaupi á Ítalíu. Þau buðu 220 gestum sem komu víðsvegar að úr heiminum til að gleðjast með þeim í þriggja daga brúðkaupi á Ítölsku eyjunni Amalfi. „Við vildum halda brúðkaupið á stað sem væri umvafinn fallegri, náttúru og fjallendi, hafinu og vínekrum og væri einstakur í senn og við fundum það ,“ sagði Amy í samtali við bandaríska miðilinn People. Meðal gesta voru stórstjörnur á borð við leikkonuna Kelly Rutherford, leikkonan Daisy Lowe, grínistinn og leikarinn Jack Whitehall, kvikmyndaframleiðandinn Mohammed Al Turki og snyrtivörumógúllinn Dr. Sturm. Hátíðarhöldin hófust föstudaginn 23. ágúst með sólarlagssiglingu á snekkjunni Motonave Patrizia. „Við sigldum meðfram strandlengju Ravello, Positano og Sorrento og lögðum við Capri til að dýfa okkur í sjóinn þegar sólin settist á bak við Faraglioni klettana,“ segir Amy. Brúðkaupið fór fram á laugardeginum og var haldið í hinum sögufræga kastala Castello di Rocca sem er staðsettur ofarlega á eyjunni og er því með stórbrotnu útsýni yfir hafið.Eftir að hafa innsiglað ástina með kossi gengu nýgiftu hjónin út úr athöfninni við lagið Signed, Sealed, Delivered eftir Stevie Wonder. Samkvæmt People voru hjónin og gestir þeirra í kjölfarið leidd í gegnum kastalann af fánabera og lúðrasveit að fallega blómaskreyttri verönd þar sem þeim var boðið var upp á fjölrétta matseðil að hætti Ítala. View this post on Instagram A post shared by Ed Westwick (@edwestwick) Ævintýralegt bónorð Bónorð Westwick vakti vægast samt mikla athygli þegar hann bað um hönd Jackson í janúar síðastliðnum þegar þau voru stödd í fríi í svissnesku Ölpunum. Westwick fór á skeljarnar í 3000 metra hæð á hinni hangandi brú Peak Walk by Tissot sem er á milli útsýnispallanna Les Diablerets og Scex Rouge í Gstaad. View this post on Instagram A post shared by Amy Jackson (@iamamyjackson) Samkvæmt bandaríska miðlinum People kynntist parið á viðburði á vegum bílaframleiðandans Aston Martin, Silverstone racetrack, árið 2021 í Englandi. Þau fóru leynt með samband sitt í fyrstu en opinberuðu það í júní 2022. Westwick er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Chuck Bass í dramaþáttaröðinni Gossip Girl. Ástin og lífið Hollywood Ítalía Brúðkaup Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
„Ferðalagið er rétt að byrja,“ skrifaði Ed við mynd af nýgiftu hjónunum í færslu á Instagram. Amy klæddist hvítum hlíralausum brúðarkjól frá hönnuðinum Alberta Ferretti með sítt slör með blúndu í hárinu. Ed klæddist hvítum jakkafötum frá hönnuðinum Giorgio Armani með svarta slaufu um hálsinn. View this post on Instagram A post shared by Ed Westwick (@edwestwick) Þriggja daga veisla Hjónin giftu sig við litla athöfn þann 9. ágúst síðastliðinn í London á Connaught hótelinu og fögnuðu svo ástinni með þriggja daga brúðkaupi á Ítalíu. Þau buðu 220 gestum sem komu víðsvegar að úr heiminum til að gleðjast með þeim í þriggja daga brúðkaupi á Ítölsku eyjunni Amalfi. „Við vildum halda brúðkaupið á stað sem væri umvafinn fallegri, náttúru og fjallendi, hafinu og vínekrum og væri einstakur í senn og við fundum það ,“ sagði Amy í samtali við bandaríska miðilinn People. Meðal gesta voru stórstjörnur á borð við leikkonuna Kelly Rutherford, leikkonan Daisy Lowe, grínistinn og leikarinn Jack Whitehall, kvikmyndaframleiðandinn Mohammed Al Turki og snyrtivörumógúllinn Dr. Sturm. Hátíðarhöldin hófust föstudaginn 23. ágúst með sólarlagssiglingu á snekkjunni Motonave Patrizia. „Við sigldum meðfram strandlengju Ravello, Positano og Sorrento og lögðum við Capri til að dýfa okkur í sjóinn þegar sólin settist á bak við Faraglioni klettana,“ segir Amy. Brúðkaupið fór fram á laugardeginum og var haldið í hinum sögufræga kastala Castello di Rocca sem er staðsettur ofarlega á eyjunni og er því með stórbrotnu útsýni yfir hafið.Eftir að hafa innsiglað ástina með kossi gengu nýgiftu hjónin út úr athöfninni við lagið Signed, Sealed, Delivered eftir Stevie Wonder. Samkvæmt People voru hjónin og gestir þeirra í kjölfarið leidd í gegnum kastalann af fánabera og lúðrasveit að fallega blómaskreyttri verönd þar sem þeim var boðið var upp á fjölrétta matseðil að hætti Ítala. View this post on Instagram A post shared by Ed Westwick (@edwestwick) Ævintýralegt bónorð Bónorð Westwick vakti vægast samt mikla athygli þegar hann bað um hönd Jackson í janúar síðastliðnum þegar þau voru stödd í fríi í svissnesku Ölpunum. Westwick fór á skeljarnar í 3000 metra hæð á hinni hangandi brú Peak Walk by Tissot sem er á milli útsýnispallanna Les Diablerets og Scex Rouge í Gstaad. View this post on Instagram A post shared by Amy Jackson (@iamamyjackson) Samkvæmt bandaríska miðlinum People kynntist parið á viðburði á vegum bílaframleiðandans Aston Martin, Silverstone racetrack, árið 2021 í Englandi. Þau fóru leynt með samband sitt í fyrstu en opinberuðu það í júní 2022. Westwick er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Chuck Bass í dramaþáttaröðinni Gossip Girl.
Ástin og lífið Hollywood Ítalía Brúðkaup Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira