Gagnrýnin sérstök Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. ágúst 2024 22:59 Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Mennta- og barnamálaráðherra segir gagnrýni umboðsmanns barna í hans garð sérstaka enda sé hún meðvituð um stöðu málsins. Umboðsmaður fái kynningu á samræmdu matsferli grunnskóla í næstu viku. Umboðsmaður barna sendi í vikunni bréf til mennta- og barnamálaráðherra þar sem hún segir óafsakanlegt að ekkert samræmt námsmat hafi tekið við þegar samræmd könnunarpróf voru afnumin í grunnskólum. Segir hún að óvissan sem hafi skapast sé með öllu óviðunandi. „Það er auðvitað sérstakt þegar við erum að tala um innleiðingu á nýju matskerfi sem liggja fyrir frumvarpsdrög um. Alþingi Íslendinga þarf að fjalla um það mál. Það er alveg ljóst að innleiðing á þessu mun byggja endanlega á ákvörðun Alþingis Íslendinga sem getur tekið breytingum við meðferð þingsins. Umboðsmaður talar um að það sé ekki til innleiðingaráætlun. Við höfum látið umboðsmann vita að slík áætlun liggi fyrir,“ segir Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra. En er þetta ekki allt of seint gert? „Það liggur fyrir að við erum með lagafrumvarp um frestun samræmdra prófa, samræmdra prófa sem ekki voru að virka lengur. Þess vegna erum við að taka upp nýtt og betra matskerfi. Innleiðingaráform þess liggja fyrir, Alþingi þarf að fjalla um það og svo munum við innleiða það og byrja af krafti næsta skólaár. Það er algjörlega í samræmi við áætlanir.“ Þá hefur umboðsmaður áhyggjur af því að ráðherra sinni ekki lögbundnum skyldum sínum þar sem skýrsla um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum hafi ekki verið lögð fyrir Alþingi þrátt fyrir að slík skýrsla átti lögum samkvæmt að koma fram árið 2022. „Skýrslur sem eru væntanlegar inn í þingið í næsta mánuði. Það liggur ljóst fyrir að því hefur verið svarað. Við höfum farið yfir vegna hvers það hefur dregist.“ Hann hafi meiri áhyggjur af ójöfnuði barna og orðræðu um að gjaldfrjálsar skólamáltíðir séu óskynsamlegar. „Það er eitthvað sem við sameiginlega ættum að hafa meiri áhyggjur af heldur en eitthvað sem liggur skýrt fyrir, liggur fyrir í ráðuneytinu og umboðsmaður mun fá kynningu á í næstu viku.“ Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Börn og uppeldi Réttindi barna Framsóknarflokkurinn Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Fimm karlmenn handteknir eftir byssuskot Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira
Umboðsmaður barna sendi í vikunni bréf til mennta- og barnamálaráðherra þar sem hún segir óafsakanlegt að ekkert samræmt námsmat hafi tekið við þegar samræmd könnunarpróf voru afnumin í grunnskólum. Segir hún að óvissan sem hafi skapast sé með öllu óviðunandi. „Það er auðvitað sérstakt þegar við erum að tala um innleiðingu á nýju matskerfi sem liggja fyrir frumvarpsdrög um. Alþingi Íslendinga þarf að fjalla um það mál. Það er alveg ljóst að innleiðing á þessu mun byggja endanlega á ákvörðun Alþingis Íslendinga sem getur tekið breytingum við meðferð þingsins. Umboðsmaður talar um að það sé ekki til innleiðingaráætlun. Við höfum látið umboðsmann vita að slík áætlun liggi fyrir,“ segir Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra. En er þetta ekki allt of seint gert? „Það liggur fyrir að við erum með lagafrumvarp um frestun samræmdra prófa, samræmdra prófa sem ekki voru að virka lengur. Þess vegna erum við að taka upp nýtt og betra matskerfi. Innleiðingaráform þess liggja fyrir, Alþingi þarf að fjalla um það og svo munum við innleiða það og byrja af krafti næsta skólaár. Það er algjörlega í samræmi við áætlanir.“ Þá hefur umboðsmaður áhyggjur af því að ráðherra sinni ekki lögbundnum skyldum sínum þar sem skýrsla um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum hafi ekki verið lögð fyrir Alþingi þrátt fyrir að slík skýrsla átti lögum samkvæmt að koma fram árið 2022. „Skýrslur sem eru væntanlegar inn í þingið í næsta mánuði. Það liggur ljóst fyrir að því hefur verið svarað. Við höfum farið yfir vegna hvers það hefur dregist.“ Hann hafi meiri áhyggjur af ójöfnuði barna og orðræðu um að gjaldfrjálsar skólamáltíðir séu óskynsamlegar. „Það er eitthvað sem við sameiginlega ættum að hafa meiri áhyggjur af heldur en eitthvað sem liggur skýrt fyrir, liggur fyrir í ráðuneytinu og umboðsmaður mun fá kynningu á í næstu viku.“
Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Börn og uppeldi Réttindi barna Framsóknarflokkurinn Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Fimm karlmenn handteknir eftir byssuskot Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira