Gagnrýnin sérstök Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. ágúst 2024 22:59 Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Mennta- og barnamálaráðherra segir gagnrýni umboðsmanns barna í hans garð sérstaka enda sé hún meðvituð um stöðu málsins. Umboðsmaður fái kynningu á samræmdu matsferli grunnskóla í næstu viku. Umboðsmaður barna sendi í vikunni bréf til mennta- og barnamálaráðherra þar sem hún segir óafsakanlegt að ekkert samræmt námsmat hafi tekið við þegar samræmd könnunarpróf voru afnumin í grunnskólum. Segir hún að óvissan sem hafi skapast sé með öllu óviðunandi. „Það er auðvitað sérstakt þegar við erum að tala um innleiðingu á nýju matskerfi sem liggja fyrir frumvarpsdrög um. Alþingi Íslendinga þarf að fjalla um það mál. Það er alveg ljóst að innleiðing á þessu mun byggja endanlega á ákvörðun Alþingis Íslendinga sem getur tekið breytingum við meðferð þingsins. Umboðsmaður talar um að það sé ekki til innleiðingaráætlun. Við höfum látið umboðsmann vita að slík áætlun liggi fyrir,“ segir Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra. En er þetta ekki allt of seint gert? „Það liggur fyrir að við erum með lagafrumvarp um frestun samræmdra prófa, samræmdra prófa sem ekki voru að virka lengur. Þess vegna erum við að taka upp nýtt og betra matskerfi. Innleiðingaráform þess liggja fyrir, Alþingi þarf að fjalla um það og svo munum við innleiða það og byrja af krafti næsta skólaár. Það er algjörlega í samræmi við áætlanir.“ Þá hefur umboðsmaður áhyggjur af því að ráðherra sinni ekki lögbundnum skyldum sínum þar sem skýrsla um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum hafi ekki verið lögð fyrir Alþingi þrátt fyrir að slík skýrsla átti lögum samkvæmt að koma fram árið 2022. „Skýrslur sem eru væntanlegar inn í þingið í næsta mánuði. Það liggur ljóst fyrir að því hefur verið svarað. Við höfum farið yfir vegna hvers það hefur dregist.“ Hann hafi meiri áhyggjur af ójöfnuði barna og orðræðu um að gjaldfrjálsar skólamáltíðir séu óskynsamlegar. „Það er eitthvað sem við sameiginlega ættum að hafa meiri áhyggjur af heldur en eitthvað sem liggur skýrt fyrir, liggur fyrir í ráðuneytinu og umboðsmaður mun fá kynningu á í næstu viku.“ Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Börn og uppeldi Réttindi barna Framsóknarflokkurinn Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Umboðsmaður barna sendi í vikunni bréf til mennta- og barnamálaráðherra þar sem hún segir óafsakanlegt að ekkert samræmt námsmat hafi tekið við þegar samræmd könnunarpróf voru afnumin í grunnskólum. Segir hún að óvissan sem hafi skapast sé með öllu óviðunandi. „Það er auðvitað sérstakt þegar við erum að tala um innleiðingu á nýju matskerfi sem liggja fyrir frumvarpsdrög um. Alþingi Íslendinga þarf að fjalla um það mál. Það er alveg ljóst að innleiðing á þessu mun byggja endanlega á ákvörðun Alþingis Íslendinga sem getur tekið breytingum við meðferð þingsins. Umboðsmaður talar um að það sé ekki til innleiðingaráætlun. Við höfum látið umboðsmann vita að slík áætlun liggi fyrir,“ segir Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra. En er þetta ekki allt of seint gert? „Það liggur fyrir að við erum með lagafrumvarp um frestun samræmdra prófa, samræmdra prófa sem ekki voru að virka lengur. Þess vegna erum við að taka upp nýtt og betra matskerfi. Innleiðingaráform þess liggja fyrir, Alþingi þarf að fjalla um það og svo munum við innleiða það og byrja af krafti næsta skólaár. Það er algjörlega í samræmi við áætlanir.“ Þá hefur umboðsmaður áhyggjur af því að ráðherra sinni ekki lögbundnum skyldum sínum þar sem skýrsla um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum hafi ekki verið lögð fyrir Alþingi þrátt fyrir að slík skýrsla átti lögum samkvæmt að koma fram árið 2022. „Skýrslur sem eru væntanlegar inn í þingið í næsta mánuði. Það liggur ljóst fyrir að því hefur verið svarað. Við höfum farið yfir vegna hvers það hefur dregist.“ Hann hafi meiri áhyggjur af ójöfnuði barna og orðræðu um að gjaldfrjálsar skólamáltíðir séu óskynsamlegar. „Það er eitthvað sem við sameiginlega ættum að hafa meiri áhyggjur af heldur en eitthvað sem liggur skýrt fyrir, liggur fyrir í ráðuneytinu og umboðsmaður mun fá kynningu á í næstu viku.“
Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Börn og uppeldi Réttindi barna Framsóknarflokkurinn Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira