Verslanir hafi haft með sér „þögult samkomulag“ um verð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. ágúst 2024 20:32 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Einar Formaður Neytendasamtakanna segir útlit fyrir að lágvöruverðsverslanir hér á landi hafi haft með sér þögult samkomulag um verð. Hann fagnar aukinni samkeppni með tilkomu nýrrar verslunar, sem ætti að draga vöruverð niður um allt land. Lágvöruverðsverslunin Prís opnaði á laugardaginn, og boðaði harða samkeppni við lágvöruverðsverslanir á borð við Krónuna og Bónus. Á þriðjudag greindi verðlagseftirlit ASÍ svo frá því að verð á matvöru hefði lækkað í mánuðinum, í fyrsta sinn frá undirritun kjarasamninga í mars, og að sú þróun hafi verið vel á veg komin fyrir opnun Prís, sem væri þó með lægra vöruverð en hinar tvær verslanirnar í 96 prósent tilfella. Formaður Neytendasamtakanna tekur aukinni samkeppni fagnandi. „Og það er alveg ljóst að miðað við viðtökurnar hefur þeim tekist að lækka vöruverð ansi mikið, og fólk virðist flykkjast í búðina til að fá matvöru á lægra vöruverði,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Samtökin fái upplýsingar frá verðlagseftirliti ASÍ, sem sjái aðrar verslanir fylgja eftir komu Prís með því að lækka verð hjá sér. „Sem er gott, og öllum neytendum til hagsbóta. Því hinar verslanirnar hafa nú lofað því að vera með sama verð um allt land. Innkoma Prís hefur ekki bara áhrif á höfuðborgarsvæðið, heldur ætti að hafa áhrif á verðlækkun um allt land.“ Gott svigrúm virðist hafa verið til verðlækkana. „En hvatinn kom ekki fyrr en Prís kom á markað, og það er eitthvað sem við hljótum að fagna.“ Útlit sé fyrir að á samkeppninni slakni með tímanum. „Það lítur þannig út að verslanirnar sem hafa verið fyrir á markaði, hafi haft með sér nokkurs konar þögult samkomulag um að hafa þetta eins og þetta er. Þess vegna er svo gott að það komi einhver nýr inn á markaðinn af miklu afli, til þess að lækka vöruverðið,“ segir Breki. Verslun Tengdar fréttir Verðlag á matvöru lækkar í fyrsta sinn frá því í mars Verðlag á matvöru hefur lækkað, samkvæmt greiningu verðlagseftirlits ASÍ, í fyrsta sinn frá því að nýir kjarasamningar voru undirritaðir í mars. Þróunin var komin vel á leið fyrir opnun lágvöruverðsverslunarinnar Prís um helgina. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ. 20. ágúst 2024 14:28 Reiknar með því að Bónus sjái Prís sem áskorun Fjöldi fólks lagði leið sína í nýja lágvöruverslun sem opnaði í Kópavogi í dag. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að grannt verði fylgst með Prís, og vonar að aðrar líti á verð hennar sem áskorun. 17. ágúst 2024 19:22 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár Sjá meira
Lágvöruverðsverslunin Prís opnaði á laugardaginn, og boðaði harða samkeppni við lágvöruverðsverslanir á borð við Krónuna og Bónus. Á þriðjudag greindi verðlagseftirlit ASÍ svo frá því að verð á matvöru hefði lækkað í mánuðinum, í fyrsta sinn frá undirritun kjarasamninga í mars, og að sú þróun hafi verið vel á veg komin fyrir opnun Prís, sem væri þó með lægra vöruverð en hinar tvær verslanirnar í 96 prósent tilfella. Formaður Neytendasamtakanna tekur aukinni samkeppni fagnandi. „Og það er alveg ljóst að miðað við viðtökurnar hefur þeim tekist að lækka vöruverð ansi mikið, og fólk virðist flykkjast í búðina til að fá matvöru á lægra vöruverði,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Samtökin fái upplýsingar frá verðlagseftirliti ASÍ, sem sjái aðrar verslanir fylgja eftir komu Prís með því að lækka verð hjá sér. „Sem er gott, og öllum neytendum til hagsbóta. Því hinar verslanirnar hafa nú lofað því að vera með sama verð um allt land. Innkoma Prís hefur ekki bara áhrif á höfuðborgarsvæðið, heldur ætti að hafa áhrif á verðlækkun um allt land.“ Gott svigrúm virðist hafa verið til verðlækkana. „En hvatinn kom ekki fyrr en Prís kom á markað, og það er eitthvað sem við hljótum að fagna.“ Útlit sé fyrir að á samkeppninni slakni með tímanum. „Það lítur þannig út að verslanirnar sem hafa verið fyrir á markaði, hafi haft með sér nokkurs konar þögult samkomulag um að hafa þetta eins og þetta er. Þess vegna er svo gott að það komi einhver nýr inn á markaðinn af miklu afli, til þess að lækka vöruverðið,“ segir Breki.
Verslun Tengdar fréttir Verðlag á matvöru lækkar í fyrsta sinn frá því í mars Verðlag á matvöru hefur lækkað, samkvæmt greiningu verðlagseftirlits ASÍ, í fyrsta sinn frá því að nýir kjarasamningar voru undirritaðir í mars. Þróunin var komin vel á leið fyrir opnun lágvöruverðsverslunarinnar Prís um helgina. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ. 20. ágúst 2024 14:28 Reiknar með því að Bónus sjái Prís sem áskorun Fjöldi fólks lagði leið sína í nýja lágvöruverslun sem opnaði í Kópavogi í dag. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að grannt verði fylgst með Prís, og vonar að aðrar líti á verð hennar sem áskorun. 17. ágúst 2024 19:22 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár Sjá meira
Verðlag á matvöru lækkar í fyrsta sinn frá því í mars Verðlag á matvöru hefur lækkað, samkvæmt greiningu verðlagseftirlits ASÍ, í fyrsta sinn frá því að nýir kjarasamningar voru undirritaðir í mars. Þróunin var komin vel á leið fyrir opnun lágvöruverðsverslunarinnar Prís um helgina. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ. 20. ágúst 2024 14:28
Reiknar með því að Bónus sjái Prís sem áskorun Fjöldi fólks lagði leið sína í nýja lágvöruverslun sem opnaði í Kópavogi í dag. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að grannt verði fylgst með Prís, og vonar að aðrar líti á verð hennar sem áskorun. 17. ágúst 2024 19:22