Fá 34 milljóna sekt vegna vanskila á losunarheimildum Lovísa Arnardóttir skrifar 21. ágúst 2024 20:13 Síðasti dagur til að gera upp losunarheimildir fyrir losun sem átti sér stað á árinu 2022 var 30. apríl 2023. Flugrekandinn hafði ekki gert það á þeim tímapunkti. Vísir/Getty Umhverfisstofnun hefur lagt rúmlega 34 milljóna króna stjórnvaldssekt á flugfélagið Nomadic Aviation Group LLC vegna vanrækslu flugrekandans á að standa skil á losunarheimildum fyrir árið 2022. Í tilkynningu á vef Umhverfisstofnunar segir að fjárhæð stjórnvaldssektarinnar sé lögbundin og samsvari 100 evrum í íslenskum krónum vegna hverrar losunarheimildar sem ekki er staðið skil á, en eitt tonn af CO2 jafngildir einni losunarheimild. Þá segir einnig að Umhverfisstofnun hafi heimild til að áætla losun ef flugrekandi standi ekki skil á vottaðri losunarskýrslu fyrir tilgreindan frest eða skýrslan er ófullnægjandi. Þessi heimild var nýtt og heildarlosun áætluð, í samræmi við gögn frá Eurocontrol, sem 2.307 tonn CO2 og því sektin að upphæð 34.397.370 króna. Síðasti dagur til að gera upp losunarheimildir fyrir losun sem átti sér stað á árinu 2022 var 30. apríl 2023. Á þeim tímapunkti hafði flugrekandinn samkvæmt tilkynningu Umhverfisstofnunar ekki staðið skil á neinum losunarheimildum. Stjórnvaldssektin var lögð á í samræmi við lög um loftslagsmál nr. 70/2012 og ETS tilskipun Evrópuþingsins og -ráðsins 2003/87/EB. Nomadic hefur rétt á að skjóta ákvörðuninni til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins innan þriggja mánaða frá móttöku hennar. Ísland er aðili að viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) sem miðar að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaði og flugi. Meginreglan er, samkvæmt tilkynningu Umhverfisstofnunar, að sá borgi sem mengar. Þeir aðilar sem losa meira en áætlað var þurfa að kaupa sér fleiri losunarheimildir. Álagning sektarinnar hefur ekki áhrif á skyldur flugrekandans til að standa skil á losunarheimildum eða kaupa nýjar losunarheimildir sem samsvara losun frá rekstri flugrekandans á árinu 2022. Umhverfismál Loftslagsmál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Sektar WOW air um fjóra milljarða: „Sá borgar sem mengar“ Umhverfisstofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á þrotabú flugfélagsins WOW Air að upphæð 3.798.631.250 króna vegna vanrækslu flugrekanda á að standa skil á losunarheimildum fyrir árið 2018. 4. júlí 2019 14:07 Mest lesið Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Fleiri fréttir Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Sjá meira
Í tilkynningu á vef Umhverfisstofnunar segir að fjárhæð stjórnvaldssektarinnar sé lögbundin og samsvari 100 evrum í íslenskum krónum vegna hverrar losunarheimildar sem ekki er staðið skil á, en eitt tonn af CO2 jafngildir einni losunarheimild. Þá segir einnig að Umhverfisstofnun hafi heimild til að áætla losun ef flugrekandi standi ekki skil á vottaðri losunarskýrslu fyrir tilgreindan frest eða skýrslan er ófullnægjandi. Þessi heimild var nýtt og heildarlosun áætluð, í samræmi við gögn frá Eurocontrol, sem 2.307 tonn CO2 og því sektin að upphæð 34.397.370 króna. Síðasti dagur til að gera upp losunarheimildir fyrir losun sem átti sér stað á árinu 2022 var 30. apríl 2023. Á þeim tímapunkti hafði flugrekandinn samkvæmt tilkynningu Umhverfisstofnunar ekki staðið skil á neinum losunarheimildum. Stjórnvaldssektin var lögð á í samræmi við lög um loftslagsmál nr. 70/2012 og ETS tilskipun Evrópuþingsins og -ráðsins 2003/87/EB. Nomadic hefur rétt á að skjóta ákvörðuninni til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins innan þriggja mánaða frá móttöku hennar. Ísland er aðili að viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) sem miðar að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaði og flugi. Meginreglan er, samkvæmt tilkynningu Umhverfisstofnunar, að sá borgi sem mengar. Þeir aðilar sem losa meira en áætlað var þurfa að kaupa sér fleiri losunarheimildir. Álagning sektarinnar hefur ekki áhrif á skyldur flugrekandans til að standa skil á losunarheimildum eða kaupa nýjar losunarheimildir sem samsvara losun frá rekstri flugrekandans á árinu 2022.
Umhverfismál Loftslagsmál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Sektar WOW air um fjóra milljarða: „Sá borgar sem mengar“ Umhverfisstofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á þrotabú flugfélagsins WOW Air að upphæð 3.798.631.250 króna vegna vanrækslu flugrekanda á að standa skil á losunarheimildum fyrir árið 2018. 4. júlí 2019 14:07 Mest lesið Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Fleiri fréttir Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Sjá meira
Sektar WOW air um fjóra milljarða: „Sá borgar sem mengar“ Umhverfisstofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á þrotabú flugfélagsins WOW Air að upphæð 3.798.631.250 króna vegna vanrækslu flugrekanda á að standa skil á losunarheimildum fyrir árið 2018. 4. júlí 2019 14:07