Fór út fyrir umboð sitt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 21. ágúst 2024 08:01 Haustið 2012 fór fram ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem spurt var hvort vilji væri fyrir því að tillögur stjórnlagaráðs yrðu „lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“. Var það samþykkt með atkvæðum tæplega 31% kjósenda á kjörskrá en kjörsókn var einungis 48,4%. Frumvarpið var í kjölfarið lagt fram á Alþingi en náði hins vegar ekki fram að ganga áður en þingkosningar fóru fram næsta vor. Fyrir kosningarnar var tekizt harkalega á um málið á Alþingi. Niðurstaða þeirra varð hins vegar sú að þeir tveir flokkar sem beittu sér gegn því að stjórnarskrá lýðveldisins yrði skipt úr fyrir aðra byggða á tillögum stjórnlagaráðs. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, fengu meirihluta þingsæta og mynduðu í kjölfarið ríkisstjórn. Ólíkt þjóðaratkvæðinu var kjörsókn í þingkosningunum 81,4%. Fátt ef eitthvað er til marks um það að sérstakur áhugi sé á því hjá íslenzku þjóðinni að skipta stjórnarskrá lýðveldisins út fyrir aðra. Þvert á móti bendir flest til þess að kjósendur hafi í bezta falli takmarkaðan áhuga á málinu. Ekki sízt fylgi flokka hlynntum því að skipta um stjórnarskrá. Nú síðast stórjókst fylgi Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum meðal annars eftir að flokkurinn lagði áherzlu á málið á hilluna. Kjósendur upplýstir um leikreglurnar Talsmenn þess að skipt verði um stjórnarskrá halda gjarnan á lofti þeirri sögufölsun að samþykkt hafi verið í þjóðaratkvæðinu að tillögur stjórnlagaráðs skyldu lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá en ekki frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Þar á milli er eðli málsins samkvæmt grundvallarmunur. Veruleikinn er sá að þjóðaratkvæðið var í reynd uppfyllt enda var frumvarpið lagt fram. Það var hins vegar ekki samþykkt. Tekið var fram á kjörseðlinum og í kynningarefni sem sent var til kjósenda í aðdraganda þjóðaratkvæðisins að Alþingi ætti síðasta orðið um það hvort og að hvaða marki breytingar yrðu gerðar á stjórnarskránni í samræmi við stjórnskipun landsins. Enn fremur að þjóðaratkvæðið væri lögum samkvæmt ráðgefandi, þingið gæti ekki framselt löggjafarvald sitt og þingmenn væru aðeins bundnir af sannfæringu sinni. Tal sömu aðila um það að Alþingi ráði ekki við stjórnarskrárbreytingar er óneitanlega nokkuð sérstakt í ljósi þess að í tillögum stjórnlagaráðs er gert ráð fyrir lykilhlutverki þingsins við slíkar breytingar. Þannig segir í 113. grein tillagnanna um stjórnarskrárbreytingar að samþykki Alþingi frumvarp um breytingar á stjórnarskrá skuli bera það undir kjósendur. Forsendan er þannig sem fyrr frumkvæði þingsins í þeim efnum. Tvennt hægt að gera við tillögurnar Mikilvægt er annars að hafa í huga í þessu sambandi að stjórnlagaráði var aldrei falið að semja nýja stjórnarskrá og hafði fyrir vikið ekkert umboð til þess. Ráðið fékk þannig einungis það verkefni að „gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands“ eins og fram kemur í þingsályktun Alþingis um skipun þess. Hins vegar tók ráðið sér það vald að semja frumvarp að nýrri stjórnarskrá í trássi við umboð sitt. Tvennt er hægt að gera við tillögur stjórnlagaráðs með tilliti til umboðs ráðsins og þeirra forsendna sem lágu til grundvallar ráðgefandi þjóðaratkvæðinu. Annað hvort að líta á tillögurnar eins og þær voru alltaf hugsaðar, sem innlegg í þá vinnu að gera breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins þar sem þess er talin þörf, eða að hafa þær einfaldlega að engu þar sem umrædd vinna var ekki í samræmi við umboð ráðsins. Stefna stjórnvalda, um að gerðar verði þær breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins sem talin er þörf á í sem breiðastri sátt og með hliðsjón af þeirri vinnu sem fram hefur farið í þeim efnum, er ekki aðeins í hæsta máta lýðræðisleg heldur í fullu samræmi bæði við þingsályktun Alþingis um skipun stjórnlagaráðs sem og þær forsendur sem lágu til grundvallar ráðgefandi þjóðaratkvæðinu um tillögur ráðsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Stjórnarskrá Alþingi Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Haustið 2012 fór fram ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem spurt var hvort vilji væri fyrir því að tillögur stjórnlagaráðs yrðu „lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“. Var það samþykkt með atkvæðum tæplega 31% kjósenda á kjörskrá en kjörsókn var einungis 48,4%. Frumvarpið var í kjölfarið lagt fram á Alþingi en náði hins vegar ekki fram að ganga áður en þingkosningar fóru fram næsta vor. Fyrir kosningarnar var tekizt harkalega á um málið á Alþingi. Niðurstaða þeirra varð hins vegar sú að þeir tveir flokkar sem beittu sér gegn því að stjórnarskrá lýðveldisins yrði skipt úr fyrir aðra byggða á tillögum stjórnlagaráðs. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, fengu meirihluta þingsæta og mynduðu í kjölfarið ríkisstjórn. Ólíkt þjóðaratkvæðinu var kjörsókn í þingkosningunum 81,4%. Fátt ef eitthvað er til marks um það að sérstakur áhugi sé á því hjá íslenzku þjóðinni að skipta stjórnarskrá lýðveldisins út fyrir aðra. Þvert á móti bendir flest til þess að kjósendur hafi í bezta falli takmarkaðan áhuga á málinu. Ekki sízt fylgi flokka hlynntum því að skipta um stjórnarskrá. Nú síðast stórjókst fylgi Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum meðal annars eftir að flokkurinn lagði áherzlu á málið á hilluna. Kjósendur upplýstir um leikreglurnar Talsmenn þess að skipt verði um stjórnarskrá halda gjarnan á lofti þeirri sögufölsun að samþykkt hafi verið í þjóðaratkvæðinu að tillögur stjórnlagaráðs skyldu lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá en ekki frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Þar á milli er eðli málsins samkvæmt grundvallarmunur. Veruleikinn er sá að þjóðaratkvæðið var í reynd uppfyllt enda var frumvarpið lagt fram. Það var hins vegar ekki samþykkt. Tekið var fram á kjörseðlinum og í kynningarefni sem sent var til kjósenda í aðdraganda þjóðaratkvæðisins að Alþingi ætti síðasta orðið um það hvort og að hvaða marki breytingar yrðu gerðar á stjórnarskránni í samræmi við stjórnskipun landsins. Enn fremur að þjóðaratkvæðið væri lögum samkvæmt ráðgefandi, þingið gæti ekki framselt löggjafarvald sitt og þingmenn væru aðeins bundnir af sannfæringu sinni. Tal sömu aðila um það að Alþingi ráði ekki við stjórnarskrárbreytingar er óneitanlega nokkuð sérstakt í ljósi þess að í tillögum stjórnlagaráðs er gert ráð fyrir lykilhlutverki þingsins við slíkar breytingar. Þannig segir í 113. grein tillagnanna um stjórnarskrárbreytingar að samþykki Alþingi frumvarp um breytingar á stjórnarskrá skuli bera það undir kjósendur. Forsendan er þannig sem fyrr frumkvæði þingsins í þeim efnum. Tvennt hægt að gera við tillögurnar Mikilvægt er annars að hafa í huga í þessu sambandi að stjórnlagaráði var aldrei falið að semja nýja stjórnarskrá og hafði fyrir vikið ekkert umboð til þess. Ráðið fékk þannig einungis það verkefni að „gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands“ eins og fram kemur í þingsályktun Alþingis um skipun þess. Hins vegar tók ráðið sér það vald að semja frumvarp að nýrri stjórnarskrá í trássi við umboð sitt. Tvennt er hægt að gera við tillögur stjórnlagaráðs með tilliti til umboðs ráðsins og þeirra forsendna sem lágu til grundvallar ráðgefandi þjóðaratkvæðinu. Annað hvort að líta á tillögurnar eins og þær voru alltaf hugsaðar, sem innlegg í þá vinnu að gera breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins þar sem þess er talin þörf, eða að hafa þær einfaldlega að engu þar sem umrædd vinna var ekki í samræmi við umboð ráðsins. Stefna stjórnvalda, um að gerðar verði þær breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins sem talin er þörf á í sem breiðastri sátt og með hliðsjón af þeirri vinnu sem fram hefur farið í þeim efnum, er ekki aðeins í hæsta máta lýðræðisleg heldur í fullu samræmi bæði við þingsályktun Alþingis um skipun stjórnlagaráðs sem og þær forsendur sem lágu til grundvallar ráðgefandi þjóðaratkvæðinu um tillögur ráðsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar