Óbreyttir stýrivextir í enn eitt skiptið Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2024 08:31 Seðlabankinn hefur verið undir verulegum þrýstingi að lækka vexti þrátt fyrir að verðbógla mælist viðvarandi há. Vísir/Vilhelm Stýrivextir Seðlabankans verða óbreyttir í að minnsta kosti sex vikur til viðbótar. Þeir hafa nú verið óbreyttir í 9,25 prósentum í meira en ár. Bankinn varar við því að það gæti tekið tíma að ná niður verðbólgu. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti um ákvörðun sínum um að halda meginvöxtum sínum, vöxtum á sjö daga bundnum innlánum, í 9,25 prósentum í morgun. Í yfirlýsingu nefndarinnar er vísað til þess að verðbólga hafi aukist lítillega frá síðasta fundi nefndarinnar í maí eftir að hafa hjaðnað fram eftir ári. Undirliggjandi verðbólga er enn metin mikil og verðhækkanir séu á breiðum grunni þótt húsnæðisliðurinn vegi enn þungt. Verðbólguvæntingar hafi einnig lítið breyst og haldist yfir markmiði. Þó að hægt hafi á innlendri eftirspurn undanfarið í ár í takt við aukið peningalegt taumhald sé nokkur spenna enn til staðar í þjóðarbúinu. Lítið hafi dregið úr henni frá því í maí. Nefndin telur horfur á því að það geti tekið nokkurn tíma að ná fram ásættanlegri hjöðnun verðbólgunnar. Núverandi aðhaldsstig sé hæfilegt til þess að koma verðbólgunni niður í markmið bankans en þrálát verðbólga og kraftur í innlendri eftirspurn kalli eftir varkárni. Peningastefnunefnd tekur næst ákvörðun um stýrivexti 2. október, eftir sex vikur. Ákvörðunarinnar í dag hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu jafnvel þótt að greinendur hefðu spáð því réttilega að bankinn hróflaði ekki við vöxtunum í ljósi viðvarandi verðbólgu. Hún mældist 6,3 prósent á ársgrundvelli í síðustu mælingu Hagstofunnar sem var birt 24. júlí. Bæði fulltrúar atvinnulífs og launþega hafa þrýst opinberlega á bankann að lækka stýrivexti sína. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Rannveig Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill formanns og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, gera grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar og kynna efni Peningamála á kynningarfundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með útsendingu frá fundinum í spilaranum að neðan. Efnahagsmál Seðlabankinn Verðlag Íslenska krónan Mest lesið Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Fleiri fréttir Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti um ákvörðun sínum um að halda meginvöxtum sínum, vöxtum á sjö daga bundnum innlánum, í 9,25 prósentum í morgun. Í yfirlýsingu nefndarinnar er vísað til þess að verðbólga hafi aukist lítillega frá síðasta fundi nefndarinnar í maí eftir að hafa hjaðnað fram eftir ári. Undirliggjandi verðbólga er enn metin mikil og verðhækkanir séu á breiðum grunni þótt húsnæðisliðurinn vegi enn þungt. Verðbólguvæntingar hafi einnig lítið breyst og haldist yfir markmiði. Þó að hægt hafi á innlendri eftirspurn undanfarið í ár í takt við aukið peningalegt taumhald sé nokkur spenna enn til staðar í þjóðarbúinu. Lítið hafi dregið úr henni frá því í maí. Nefndin telur horfur á því að það geti tekið nokkurn tíma að ná fram ásættanlegri hjöðnun verðbólgunnar. Núverandi aðhaldsstig sé hæfilegt til þess að koma verðbólgunni niður í markmið bankans en þrálát verðbólga og kraftur í innlendri eftirspurn kalli eftir varkárni. Peningastefnunefnd tekur næst ákvörðun um stýrivexti 2. október, eftir sex vikur. Ákvörðunarinnar í dag hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu jafnvel þótt að greinendur hefðu spáð því réttilega að bankinn hróflaði ekki við vöxtunum í ljósi viðvarandi verðbólgu. Hún mældist 6,3 prósent á ársgrundvelli í síðustu mælingu Hagstofunnar sem var birt 24. júlí. Bæði fulltrúar atvinnulífs og launþega hafa þrýst opinberlega á bankann að lækka stýrivexti sína. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Rannveig Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill formanns og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, gera grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar og kynna efni Peningamála á kynningarfundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með útsendingu frá fundinum í spilaranum að neðan.
Efnahagsmál Seðlabankinn Verðlag Íslenska krónan Mest lesið Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Fleiri fréttir Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Sjá meira