Hverjir eru alvöru feður og hverjir ekki? 16. ágúst 2024 18:01 Það var athyglisvert að lesa grein Gests Vilhjálmssonar um hið nýja orð: Fjölskyldu-útilokun í þessu blaði. Orð sem var ekki til um það fyrr á tímum. En var auðvitað algengur veruleiki á mínum tímum á landinu til ársins 1987. Að hafa átt föður fæddan snemma á síðustu öld. Einstakling sem hafði allt aðrar þarfir þegar hann var ekki í vinnunni. Með allt annað viðhorf en þá þrá að vera líkamlega að knúsa eða vera félagslega neitt að ráði með börnum sínum. Karlmenn áttu ekki að láta sjá sig keyra barnavagn eða kerru. Og það að sjá feður eina með börn sín í kring um verslanir gerðist ekki. Eða kannski bara ef þeir voru ekklar og fengu að halda börnum sínum. Það var sjómaður sem bjó fyrir ofan okkur þegar ég var unglingur, og annar í næsta húsi. Ég veit ekki hvort þessir karlmenn hafi sinnt neinu foreldra hlutverki barna sinna. Þeir voru næstum aldrei heima, og þegar þeir droppuðu inn var það ekki alltaf neinn tími að ráði. Svo að þeir myndu hafa verið meira eins og gestir heima hjá sér. Þar sem eiginkonan varð að sjá um allt sem þurfti, og lifa sérstöku vanrækslu tilfinningalífi sem einstæð móðir. Kona sem samt átti að teljast hafa lífsförunaut. Sá sem ég svo giftist um árið frá sérkennilegu dæmi, hafði tækifæri til að vera við fæðingu barns númer tvö. Það var af því að Fæðingarheimilið undir stjórn Huldu Jensdóttur hafði opnað og hafði mun mannlegri viðhorf fyrir börn að koma í heiminn en var árið 1971 á Fæðingardeildinni. Þar var reiknað með að feður deildu gleði komu barns síns með konunni, og væru viðstaddir fæðinguna. En hann flýði af því að hann var greinilega ekki tilfinningalega tilbúinn að upplifa það að sjá barn birtast úr móðurlífi. Það voru mikil vonbrigði fyrir mig að hann valdi að flýja. Hann hafði verið klæddur upp í slopp og allt til að sjá barn sitt koma í heiminn. Það voru ólýsanleg vonbrigði um tækifæri til sameiginlegrar gleði. Þegar ég skildi svo við hann árið 1977 sagði ég honum að hann ætti að vera í lífi barnanna og taka þau út. Ég var ekki með neina sorg yfir skilnaði á hjónabandi sem ég hafði endað í á ótilbúnum forsendum frá, frá slæmum þrýstingi. Hann tók börnin út í örfá skipti, en hætti svo að sinna þeim, af því að önnur kona kom inn í líf hans. Þau eignuðust börn sem enduðu í fóstri og ættleiðingu. Flestir geta sett börn í heiminn. En ekki nærri allir eru með gráðu upp á vera með færni í því sem fylgir. Þá er ættleiðing ljúf útkoma fyrir börnin, þó að þau vilji auðvitað á sínum tíma læra hvaðan þau koma. Þetta með að kunna að vera gott foreldri. Er á hinn veginn athyglisverð hugsun. Ég vitnaði ekki neitt að gagni að foreldrar væru almennt það fullkomin foreldri þegar kæmi að því að byggja sjálf barna sinna upp, og koma augu á hæfileika þeirra og eiginleika. En þeir foreldrar, feður og mæður sem reyndust rétt fyrir börn sín voru það af því að þau höfðu fengið góða foreldra sjálf. Og börn þeirra nutu þess. Önnur viðhorf um að eignast börn en hvernig verður líðan þeirra Auðvitað myndu flestir hafa elskað börnin sín. Svo eru ungar konur í dag stundum að velja að verða mæður, án þess að vilja hafa maka. Atriði sem var bannað víða um heim í langan tíma og börn ógiftra kvenna tekin af þeim af því að þær voru ekki séðar sem geta verið góðar og réttar mæður. Nú er öldin önnur. Þær fara í IFV og slíkt til að fá þau.Ég hef séð sögur um það hér og víðar og er það hugsanlega vegna fjölda skilnaða. Og kannski frá að hafa ekki átt föður eða hann hafi verið slæmur eða vanrækt þær. Eða þær verið óheppnar með þá karlmenn sem þær höfðu kynnst. Það er því yndislegt að sjá svo marga unga feður hér í Adelaide með börnum sínum. Þeir eru ekki að því af einhverri skyldu, heldur af því að þeir sjá það sem mikilvægan hluta af lífi sínu, og vilja þekkja börn sín frá unga aldri. Hinsvegar er sorglegt að það sé þörf fyrir að vera í stríði yfir leyfi til að umgangast þau, og deila forræði þeirra. Sem greinilega er af því að fyrrverandi maki, kannski kona vilji ekki hafa áhrif hans á börn þeirra. Hversu langt eru þessi mál komin á Íslandi í dag? Það var árið 1975 þegar ég fór í jafnréttisgönguna miklu. Þá var sá draumur í huga mínum, að eftir hana myndi það nást að foreldrar barna myndu skipta vinnuvikunni á milli sín. Með því myndu börnin sjá bæði kyn vera fær um að sinna öllu á heimili, og auðvitað í uppeldi. Það reyndist því miður óraunsær draumur um fullkomnun. Þá rís spurningin um ástæðu þess, að konan vilji fyrrverandi mann sinn ekki hafa hlutverk í lífi þeirra barna sem hann átti hluta í að koma í heiminn. Þær gætu verið af ýmsu tagi og toga.Því miður er heimilisofbeldi of oft ástæða fyrir vantrausti, en auðvitað ekki nærri alltaf. Það geta verið allskonar atriði. Það var ekki í mínu tilfelli. Það var bara að blessaður maðurinn var minna tilbúinn í hlutverkið en ég. Og ég gat ekki látið það rúlla. Öfgatrú á ævilangt hjónaband að enda með morðum Hér í Ástralíu er það of algengt að menn þola ekki að konan hafi ekki ætlað að vera með þeim út ævina. Hugsunin um að það reynist ekki eins og þeir trúðu að það ætti að verða. Þá verður það því miður of oft til þess að sumir ákveða að drepa konuna og stundum líka börnin. Veruleika mynd þeirra hefur ekki rými fyrir að sambandið gangi ekki upp. Það eru svo mörg atriði sem eru í dæminu þegar maður og kona koma saman. Það eru þrjú atriði sem virðast vera algeng í þeim tilfellum þegar sambönd enda. Of mikil áhersla á kynferðislegt aðdráttarafl án neinna tjáskipta um önnur mikilvæg atriði. Ofuráhersla á ytra útlit hvers annars án frekari dýfingar í það sem býr hið innra. Skortur á sjálfvirði og ótti við að enginn annar vilji hana eða hann. Eða bara að færa sig inn í samskonar óheppin dæmi og voru með foreldrum við getnað þeirra og verið algengara en flestir vilji sjá eða viðurkenna. Það eru atriði sem ég lærði að sjá áratugum síðar. Hver er þá grunnur þess að þessi fjölskyldu-aðskilnaður gerist á Íslandi? Það er greinilegt að það hefur orðið þróun til batnaðar í yngri kynslóðum karlkyns varðandi það að verða feður sem eru tilfinningalega inni í dæmi meðgöngu og fæðingar. Atriði sem var ekki hjá minni kynslóð sem vorum fædd um miðja síðustu öld. Þegar karlmönnum var haldið frá að vera viðstaddir komu barna sinna í heiminn þangað til að Hulda Jensdóttir opnaði nýja stofnun sem hét Fæðingarheimilið. Fyrir þann tíma voru margir með skrýtnar hugmyndir um það að eiginmenn sæu þann hluta líkama konu sinnar. Ég heyrði þá sögu sagða, að það að sjá konuna í þeirri stöðu væri slæmt fyrir þá af því að þá myndu þeir tapa öllum kynlífsáhuga fyrir henni. Það eru nokkur afbrigði af þessu með karlkyn. Og hvort þeir eigi skilið orðið og titilinn. Faðir. Menn sem vilja bara kynlífið, og forða sér svo. Menn sem veita konum sem í dag biðja um sæði. Ástæða þeirra er að þær vilja barn en ekki maka. En eru heiðarlegar og opnar um það og segja barninu svo frá þeim manni. Svo eru það menn sem hverfa og sinna börnum sínum aldrei. En þeir sem eru með í öllu dæminu og sinna og elska, vilja, og þrá að sinna, kynnast oglæra hvernig persónuleikar börn þeirra eru. Veruleiki sem ég hef sem betur fer líka séð dæmi um síðari árin. Tilfinningar sem var ekki algengt að sjá á þann hátt sem veruleika í feðrum fyrr á tímum. Ég hef heyrt og séð menn í sjónvarpinu hér viðurkenna að þeir kynntust eigin börnum ekki af því að þeir voru alltaf að vinna og sáu eftir því, iðruðust þess. En sjá svo um að bæta það upp með barnabörnum. Afkvæmi þeirra sem ég leyfi mér að kalla sæðisdreifara upplifa oft mikinn tómleika við að vita ekki hvaðan hráefnið í þá og þau kom. Af því að þau voru ættleidd og lærðu aldrei um uppruna sinn. Það var algengur veruleiki í þáttunum „Long Lost Family“ Löngu týnd fjölskylda frá Bretlandi. Ég er viss um að maður sem ég þekkti var einn af þeim og leið fyrir það, þó á ómeðvitaðan hátt væri. Matthildur Björnsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það var athyglisvert að lesa grein Gests Vilhjálmssonar um hið nýja orð: Fjölskyldu-útilokun í þessu blaði. Orð sem var ekki til um það fyrr á tímum. En var auðvitað algengur veruleiki á mínum tímum á landinu til ársins 1987. Að hafa átt föður fæddan snemma á síðustu öld. Einstakling sem hafði allt aðrar þarfir þegar hann var ekki í vinnunni. Með allt annað viðhorf en þá þrá að vera líkamlega að knúsa eða vera félagslega neitt að ráði með börnum sínum. Karlmenn áttu ekki að láta sjá sig keyra barnavagn eða kerru. Og það að sjá feður eina með börn sín í kring um verslanir gerðist ekki. Eða kannski bara ef þeir voru ekklar og fengu að halda börnum sínum. Það var sjómaður sem bjó fyrir ofan okkur þegar ég var unglingur, og annar í næsta húsi. Ég veit ekki hvort þessir karlmenn hafi sinnt neinu foreldra hlutverki barna sinna. Þeir voru næstum aldrei heima, og þegar þeir droppuðu inn var það ekki alltaf neinn tími að ráði. Svo að þeir myndu hafa verið meira eins og gestir heima hjá sér. Þar sem eiginkonan varð að sjá um allt sem þurfti, og lifa sérstöku vanrækslu tilfinningalífi sem einstæð móðir. Kona sem samt átti að teljast hafa lífsförunaut. Sá sem ég svo giftist um árið frá sérkennilegu dæmi, hafði tækifæri til að vera við fæðingu barns númer tvö. Það var af því að Fæðingarheimilið undir stjórn Huldu Jensdóttur hafði opnað og hafði mun mannlegri viðhorf fyrir börn að koma í heiminn en var árið 1971 á Fæðingardeildinni. Þar var reiknað með að feður deildu gleði komu barns síns með konunni, og væru viðstaddir fæðinguna. En hann flýði af því að hann var greinilega ekki tilfinningalega tilbúinn að upplifa það að sjá barn birtast úr móðurlífi. Það voru mikil vonbrigði fyrir mig að hann valdi að flýja. Hann hafði verið klæddur upp í slopp og allt til að sjá barn sitt koma í heiminn. Það voru ólýsanleg vonbrigði um tækifæri til sameiginlegrar gleði. Þegar ég skildi svo við hann árið 1977 sagði ég honum að hann ætti að vera í lífi barnanna og taka þau út. Ég var ekki með neina sorg yfir skilnaði á hjónabandi sem ég hafði endað í á ótilbúnum forsendum frá, frá slæmum þrýstingi. Hann tók börnin út í örfá skipti, en hætti svo að sinna þeim, af því að önnur kona kom inn í líf hans. Þau eignuðust börn sem enduðu í fóstri og ættleiðingu. Flestir geta sett börn í heiminn. En ekki nærri allir eru með gráðu upp á vera með færni í því sem fylgir. Þá er ættleiðing ljúf útkoma fyrir börnin, þó að þau vilji auðvitað á sínum tíma læra hvaðan þau koma. Þetta með að kunna að vera gott foreldri. Er á hinn veginn athyglisverð hugsun. Ég vitnaði ekki neitt að gagni að foreldrar væru almennt það fullkomin foreldri þegar kæmi að því að byggja sjálf barna sinna upp, og koma augu á hæfileika þeirra og eiginleika. En þeir foreldrar, feður og mæður sem reyndust rétt fyrir börn sín voru það af því að þau höfðu fengið góða foreldra sjálf. Og börn þeirra nutu þess. Önnur viðhorf um að eignast börn en hvernig verður líðan þeirra Auðvitað myndu flestir hafa elskað börnin sín. Svo eru ungar konur í dag stundum að velja að verða mæður, án þess að vilja hafa maka. Atriði sem var bannað víða um heim í langan tíma og börn ógiftra kvenna tekin af þeim af því að þær voru ekki séðar sem geta verið góðar og réttar mæður. Nú er öldin önnur. Þær fara í IFV og slíkt til að fá þau.Ég hef séð sögur um það hér og víðar og er það hugsanlega vegna fjölda skilnaða. Og kannski frá að hafa ekki átt föður eða hann hafi verið slæmur eða vanrækt þær. Eða þær verið óheppnar með þá karlmenn sem þær höfðu kynnst. Það er því yndislegt að sjá svo marga unga feður hér í Adelaide með börnum sínum. Þeir eru ekki að því af einhverri skyldu, heldur af því að þeir sjá það sem mikilvægan hluta af lífi sínu, og vilja þekkja börn sín frá unga aldri. Hinsvegar er sorglegt að það sé þörf fyrir að vera í stríði yfir leyfi til að umgangast þau, og deila forræði þeirra. Sem greinilega er af því að fyrrverandi maki, kannski kona vilji ekki hafa áhrif hans á börn þeirra. Hversu langt eru þessi mál komin á Íslandi í dag? Það var árið 1975 þegar ég fór í jafnréttisgönguna miklu. Þá var sá draumur í huga mínum, að eftir hana myndi það nást að foreldrar barna myndu skipta vinnuvikunni á milli sín. Með því myndu börnin sjá bæði kyn vera fær um að sinna öllu á heimili, og auðvitað í uppeldi. Það reyndist því miður óraunsær draumur um fullkomnun. Þá rís spurningin um ástæðu þess, að konan vilji fyrrverandi mann sinn ekki hafa hlutverk í lífi þeirra barna sem hann átti hluta í að koma í heiminn. Þær gætu verið af ýmsu tagi og toga.Því miður er heimilisofbeldi of oft ástæða fyrir vantrausti, en auðvitað ekki nærri alltaf. Það geta verið allskonar atriði. Það var ekki í mínu tilfelli. Það var bara að blessaður maðurinn var minna tilbúinn í hlutverkið en ég. Og ég gat ekki látið það rúlla. Öfgatrú á ævilangt hjónaband að enda með morðum Hér í Ástralíu er það of algengt að menn þola ekki að konan hafi ekki ætlað að vera með þeim út ævina. Hugsunin um að það reynist ekki eins og þeir trúðu að það ætti að verða. Þá verður það því miður of oft til þess að sumir ákveða að drepa konuna og stundum líka börnin. Veruleika mynd þeirra hefur ekki rými fyrir að sambandið gangi ekki upp. Það eru svo mörg atriði sem eru í dæminu þegar maður og kona koma saman. Það eru þrjú atriði sem virðast vera algeng í þeim tilfellum þegar sambönd enda. Of mikil áhersla á kynferðislegt aðdráttarafl án neinna tjáskipta um önnur mikilvæg atriði. Ofuráhersla á ytra útlit hvers annars án frekari dýfingar í það sem býr hið innra. Skortur á sjálfvirði og ótti við að enginn annar vilji hana eða hann. Eða bara að færa sig inn í samskonar óheppin dæmi og voru með foreldrum við getnað þeirra og verið algengara en flestir vilji sjá eða viðurkenna. Það eru atriði sem ég lærði að sjá áratugum síðar. Hver er þá grunnur þess að þessi fjölskyldu-aðskilnaður gerist á Íslandi? Það er greinilegt að það hefur orðið þróun til batnaðar í yngri kynslóðum karlkyns varðandi það að verða feður sem eru tilfinningalega inni í dæmi meðgöngu og fæðingar. Atriði sem var ekki hjá minni kynslóð sem vorum fædd um miðja síðustu öld. Þegar karlmönnum var haldið frá að vera viðstaddir komu barna sinna í heiminn þangað til að Hulda Jensdóttir opnaði nýja stofnun sem hét Fæðingarheimilið. Fyrir þann tíma voru margir með skrýtnar hugmyndir um það að eiginmenn sæu þann hluta líkama konu sinnar. Ég heyrði þá sögu sagða, að það að sjá konuna í þeirri stöðu væri slæmt fyrir þá af því að þá myndu þeir tapa öllum kynlífsáhuga fyrir henni. Það eru nokkur afbrigði af þessu með karlkyn. Og hvort þeir eigi skilið orðið og titilinn. Faðir. Menn sem vilja bara kynlífið, og forða sér svo. Menn sem veita konum sem í dag biðja um sæði. Ástæða þeirra er að þær vilja barn en ekki maka. En eru heiðarlegar og opnar um það og segja barninu svo frá þeim manni. Svo eru það menn sem hverfa og sinna börnum sínum aldrei. En þeir sem eru með í öllu dæminu og sinna og elska, vilja, og þrá að sinna, kynnast oglæra hvernig persónuleikar börn þeirra eru. Veruleiki sem ég hef sem betur fer líka séð dæmi um síðari árin. Tilfinningar sem var ekki algengt að sjá á þann hátt sem veruleika í feðrum fyrr á tímum. Ég hef heyrt og séð menn í sjónvarpinu hér viðurkenna að þeir kynntust eigin börnum ekki af því að þeir voru alltaf að vinna og sáu eftir því, iðruðust þess. En sjá svo um að bæta það upp með barnabörnum. Afkvæmi þeirra sem ég leyfi mér að kalla sæðisdreifara upplifa oft mikinn tómleika við að vita ekki hvaðan hráefnið í þá og þau kom. Af því að þau voru ættleidd og lærðu aldrei um uppruna sinn. Það var algengur veruleiki í þáttunum „Long Lost Family“ Löngu týnd fjölskylda frá Bretlandi. Ég er viss um að maður sem ég þekkti var einn af þeim og leið fyrir það, þó á ómeðvitaðan hátt væri. Matthildur Björnsdóttir
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun