Bjóða upp á langlægsta verðið en samkeppnisaðilar óttast ekkert Bjarki Sigurðsson skrifar 9. ágúst 2024 22:00 Martin Tansøy, rekstrarstjóri Bolt á Íslandi, og Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík. Vísir/Ívar Fannar Bolt, eitt stærsta deilirafskútufyrirtæki heims, hefur hafið starfsemi á Íslandi. Leiguverðið er mun lægra en það sem þekkist hér á landi, þó það gæti breyst á næstu mánuðum. Samkeppnisaðili óttast ekki innkomu risans á markað. Bolt er með starfsemi í tæplega fimmtíu löndum um allan heim og leigja út um 250 þúsund farartæki. Í gær var rafskútum frá þeim dreift um götur Reykjavíkurborgar og innreið þeirra á íslenskan markað hafin. „Borgin er góð, hún er flöt og með góða innviði, það er þokkalegur fólksfjöldi. Svo er ekki svo mikil samkeppni svo það var kominn tími til að við kæmum hingað,“ segir Martin Tansøy, rekstrarstjóri Bolt á Íslandi. Martin Tansø er rekstrarstjóri Bolt í Noregi og Íslandi.Vísir/Ívar Fannar Leiguverðið hjá Bolt er töluvert lægra en hjá samkeppnisaðilunum Zolo og Hopp. Til að mynda er startgjaldið hjá þeim 110 og 115 krónur en hjá Bolt núll krónur. Hver mínúta hjá hinum kostar 38 og 39 krónur en hjá Bolt fimmtán krónur. „Þetta er sennilega ekki sjálfbært verð allt árið en til að byrja með, til að fá fólk til að nota þjónustu okkar, byrja að nota rafhlaupahjólin, hlaða niður appinu, er rétt að gera þetta. Og í framtíðinni, þótt við verðum kannski ekki með þetta verð eftir tvö ár, þá viljum við alltaf vera ódýrasta fyrirtækið,“ segir Martin. En eru allir ánægðir með þessa komu Bolt á markaðinn? „Við erum klárlega að fíla þetta. Við höfum alltaf talað fyrir því að góð og heilbrigð samkeppni sé það besta fyrir neytendann, sama hvort það sé á leigubílamarkaði eða öðru, þannig við erum alveg kampakát. Við trúðum á þennan markað þegar við komum hérna fyrir fjórum árum og að fá svona stóran aðila, sem trúir á hann líka, styrkir okkur. Við lítum mjög björtum augum á þetta,“ segir Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir er framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík.Vísir/Ívar Fannar Hún segir viðbrögð Hopp fara alfarið eftir því hvernig hlutirnir þróast. „Þannig við munum aldrei fara eitthvað að taka niður okkar þjónustustig bara til þess að bregðast við einhverri bólu sem þeir ætla að koma með í einhvern tíma, það er bara ekki þannig. Þetta er ekki fyrsti aðilinn sem reynir fyrir sér á þessum markaði,“ segir Sæunn. Samgöngur Rafhlaupahjól Neytendur Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Bolt er með starfsemi í tæplega fimmtíu löndum um allan heim og leigja út um 250 þúsund farartæki. Í gær var rafskútum frá þeim dreift um götur Reykjavíkurborgar og innreið þeirra á íslenskan markað hafin. „Borgin er góð, hún er flöt og með góða innviði, það er þokkalegur fólksfjöldi. Svo er ekki svo mikil samkeppni svo það var kominn tími til að við kæmum hingað,“ segir Martin Tansøy, rekstrarstjóri Bolt á Íslandi. Martin Tansø er rekstrarstjóri Bolt í Noregi og Íslandi.Vísir/Ívar Fannar Leiguverðið hjá Bolt er töluvert lægra en hjá samkeppnisaðilunum Zolo og Hopp. Til að mynda er startgjaldið hjá þeim 110 og 115 krónur en hjá Bolt núll krónur. Hver mínúta hjá hinum kostar 38 og 39 krónur en hjá Bolt fimmtán krónur. „Þetta er sennilega ekki sjálfbært verð allt árið en til að byrja með, til að fá fólk til að nota þjónustu okkar, byrja að nota rafhlaupahjólin, hlaða niður appinu, er rétt að gera þetta. Og í framtíðinni, þótt við verðum kannski ekki með þetta verð eftir tvö ár, þá viljum við alltaf vera ódýrasta fyrirtækið,“ segir Martin. En eru allir ánægðir með þessa komu Bolt á markaðinn? „Við erum klárlega að fíla þetta. Við höfum alltaf talað fyrir því að góð og heilbrigð samkeppni sé það besta fyrir neytendann, sama hvort það sé á leigubílamarkaði eða öðru, þannig við erum alveg kampakát. Við trúðum á þennan markað þegar við komum hérna fyrir fjórum árum og að fá svona stóran aðila, sem trúir á hann líka, styrkir okkur. Við lítum mjög björtum augum á þetta,“ segir Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir er framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík.Vísir/Ívar Fannar Hún segir viðbrögð Hopp fara alfarið eftir því hvernig hlutirnir þróast. „Þannig við munum aldrei fara eitthvað að taka niður okkar þjónustustig bara til þess að bregðast við einhverri bólu sem þeir ætla að koma með í einhvern tíma, það er bara ekki þannig. Þetta er ekki fyrsti aðilinn sem reynir fyrir sér á þessum markaði,“ segir Sæunn.
Samgöngur Rafhlaupahjól Neytendur Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira