Dýr fýluferð í Kórinn: „Seint sagt að sjóðir KR-klúbbsins séu digrir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. ágúst 2024 12:31 Hilmar Örn Hafsteinsson, formaður KR-klúbbsins, var á meðal þeirra sem fór í fýluferð í gærkvöld. Samsett/Vísir Fjölmargir fóru í fýluferð í Kórinn í Kópavogi í gærkvöld þar sem leikur HK og KR í Bestu deild karla átti að fara fram. Það var dýrt spaug fyrir KR-klúbbinn sem gerði sér rútuferð á leikinn. Líkt og greint var frá á Vísi í gær þurfti að aflýsa fyrirhuguðum leik KR við HK þar sem annað markið í Kórnum reyndist brotið. Varamark HK-inga passaði ekki í hólfin fyrir markstangirnar í grasinu og þá uppfyllti annað varamark sem trillað var inn á völlinn ekki kröfur. Fjölmargir gerðu sér ferð í Kórinn í gær til að sjá leikinn, þar á meðal var stuðningssveit KR-inga sem gerðu sér rútuferð í Kórinn. Slík ferð hefur verið farin á alla útileiki sumarsins. „Eins og fyrir alla útileiki bauð KR-klúbburinn stuðningsmönnum upp á fljótandi veigar fyrir stuðningsmenn á Rauða Ljóninu fyrir leik og rútuferð á völlinn. Það var fín mæting í gær þrátt fyrir dapurt gengi í sumar og galvösk sveit stuðningsmanna sem var ferjuð í Kórinn,“ segir Hilmar Örn Hafsteinsson, formaður KR-klúbbsins í samtali við Vísi. Ljóst er að kostnaðurinn er þónokkur af slíku en KR-ingar fengu ekki mikið fyrir peninginn. Þetta var dýrt spaug. „Það verður seint sagt að sjóðir KR-klúbbsins séu digrir en alls fésins í sjóðnum var aflað á fjáröflunarkvöldi stuttu áður en tímabilið hófst. Það er því bagalegt að hluti af fjármunum klúbbsins hafi verið nýttir til að skapa stemningu og ferja stuðningsfólk á viðburð sem fór svo ekki fram vegna klúðurs heimaliðsins,“ segir Hilmar. Þjálfarar KR ákváðu að slá upp æfingu á vellinum fyrst leikurinn gat ekki farið fram og tóku stuðningsmennirnir því upp á því að syngja til sinna manna á meðan þeir æfðu. „Menn gerðu gott úr þessu og hvöttu sitt lið til dáða á æfingunni,“ segir Hilmar sem er þakklátur fyrir góðar móttökur í Kórnum. „Við í KR-klúbbnum viljum skila sérstökum þökkum til starfsfólks og sjálfboðaliða HK sem tóku vel á móti stuðningsfólki og vildu allt fyrir þau gera.“ Besta deild karla KR HK Kópavogur Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
Líkt og greint var frá á Vísi í gær þurfti að aflýsa fyrirhuguðum leik KR við HK þar sem annað markið í Kórnum reyndist brotið. Varamark HK-inga passaði ekki í hólfin fyrir markstangirnar í grasinu og þá uppfyllti annað varamark sem trillað var inn á völlinn ekki kröfur. Fjölmargir gerðu sér ferð í Kórinn í gær til að sjá leikinn, þar á meðal var stuðningssveit KR-inga sem gerðu sér rútuferð í Kórinn. Slík ferð hefur verið farin á alla útileiki sumarsins. „Eins og fyrir alla útileiki bauð KR-klúbburinn stuðningsmönnum upp á fljótandi veigar fyrir stuðningsmenn á Rauða Ljóninu fyrir leik og rútuferð á völlinn. Það var fín mæting í gær þrátt fyrir dapurt gengi í sumar og galvösk sveit stuðningsmanna sem var ferjuð í Kórinn,“ segir Hilmar Örn Hafsteinsson, formaður KR-klúbbsins í samtali við Vísi. Ljóst er að kostnaðurinn er þónokkur af slíku en KR-ingar fengu ekki mikið fyrir peninginn. Þetta var dýrt spaug. „Það verður seint sagt að sjóðir KR-klúbbsins séu digrir en alls fésins í sjóðnum var aflað á fjáröflunarkvöldi stuttu áður en tímabilið hófst. Það er því bagalegt að hluti af fjármunum klúbbsins hafi verið nýttir til að skapa stemningu og ferja stuðningsfólk á viðburð sem fór svo ekki fram vegna klúðurs heimaliðsins,“ segir Hilmar. Þjálfarar KR ákváðu að slá upp æfingu á vellinum fyrst leikurinn gat ekki farið fram og tóku stuðningsmennirnir því upp á því að syngja til sinna manna á meðan þeir æfðu. „Menn gerðu gott úr þessu og hvöttu sitt lið til dáða á æfingunni,“ segir Hilmar sem er þakklátur fyrir góðar móttökur í Kórnum. „Við í KR-klúbbnum viljum skila sérstökum þökkum til starfsfólks og sjálfboðaliða HK sem tóku vel á móti stuðningsfólki og vildu allt fyrir þau gera.“
Besta deild karla KR HK Kópavogur Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti