Hvað veldur verðbólgunni? Indriði Stefánsson skrifar 8. ágúst 2024 09:00 Verðbólga á Íslandi er þrálátt vandamál sem birtist okkur með margvíslegum hætti, í hærra húsnæðisverði, í hærra verði á vörum og þjónustu og ekki síst í hærra vaxtastigi. Við finnum lang flest illa fyrir því þegar verðbólga eykst. Þetta á ekki síst við núna þegar launahækkanir kjarasamninga eru langt undir verðbólgu. Erum við ekki öll í þessu saman? Í umræðunni í kringum kjarasamninga var skýrt að launahækkanir yrðu að vera hóflegar annars kæmu þær beint inn í verðlag. Meira að segja Seðlabankastjóri steig fram og gerði öllum ljóst að annað en hóflegar launahækkanir kölluðu á stýrivaxtahækkanir. Niðurstaðan voru samningar Þar sem hinn almenni launamaður fékk um það bil helminginn af verðbólgunni í hækkun. Þeir samningar voru samþykktir væntanlega á þeim forsendum að smásalar myndu nýta það svigrúm sem skapaðist til að lækka verð, enda hagsmunir allra landsmanna að halda aftur af verðbólgu. Hagnaður og hækkanir Nú er að ganga í garð það tímabil þar sem fyrirtæki birta afkomu sína á öðrum ársfjórðungi einhver fyrirtæki eru búin að birta sínar afkomutölur önnur eiga það eftir. Nokkur umræða hefur skapast um uppgjör festi á öðrum ársfjórðungi, afkoma fyrirtækisins hefur raunar verið mjög góð hagnaður fyrirtækisins á 3 mánuðum er tæpur milljarður sem er 2,6% af eigin fé á ársgrundvelli væri það 10,5% af eigin fé. Nú er ekkert að því að fyrirtæki séu vel rekin né að þau skili hagnaði, það er raunar mjög æskilegt að svo sé. Í þessu samhengi vekur líka athygli að nýjustu verðbólgu mælingar hafa vakið nokkur vonbrigði. Er hagnaður Festi einsdæmi Svo virðist ekki vera Hagar virðast ekki vera búnir að birta uppgjör annars ársfjórðung en á fyrsta ársfjórðungi var afkoma Haga sambærileg við afkomu Festi á öðrum ársfjórðungi. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5% en báðir smásölurisarnir kláruðu það á einum ársfjórðungi og því ætti að vera ljóst að svigrúmið er ekki nýtt til að draga úr verðbólgu. Arðsemi eigin fjár Landsbankans á öðrum ársfjórðungi var 10,5% og afkoma hinna bankana var svipuð, þannig eru smásölurisarnir að skila svipaðri afkomu og bankarnir sem er ekki í neinu samræmi við verðbólgumarkmið. Viðbrögð Seðlabankans Það má færa rök fyrir því að Seðlabankinn ætti almennt ekki að vera að blanda sér í umræðu um þjóðfélagsmál. Undanfarið hefur Seðlabankastjóri tekið þó nokkurn þátt í þjóðfélagsumræðu allt frá því að hafa skoðun á því hvort fólk taki myndir af tánum á Tene yfir í hvert svigrúmið sé í kjarasamningum til launahækkana. Því má velta því fyrir sér hvort Seðlabankinn ætti ekki með sama hætti að gefa fyrirtækjum leiðbeiningar um það hversu mikill hagnaður sé æskilegur og hvaða viðbragða megi vænta frá Seðlabankanum verði farið út fyrir þann ramma, það hefur hins vegar lítið slíkt heyrst þaðan. Það er rétt að halda því til haga að þessi uppgjör ná yfir stutt tímabil en það hlýtur að vekja athygli að þegar launþegar sýna ábyrgð og semja um hóflegar launahækkanir virðast ráðandi fyrirtæki á markaði ófær um að nýta svigrúmið sem skapast til annars en að auka sinn hagnað, það strax á næsta ársfjórðungi. Það er semsagt eina ferðina enn almenningur sem tekur ábyrgðina. Höfundur er trúnaðarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Verðbólga á Íslandi er þrálátt vandamál sem birtist okkur með margvíslegum hætti, í hærra húsnæðisverði, í hærra verði á vörum og þjónustu og ekki síst í hærra vaxtastigi. Við finnum lang flest illa fyrir því þegar verðbólga eykst. Þetta á ekki síst við núna þegar launahækkanir kjarasamninga eru langt undir verðbólgu. Erum við ekki öll í þessu saman? Í umræðunni í kringum kjarasamninga var skýrt að launahækkanir yrðu að vera hóflegar annars kæmu þær beint inn í verðlag. Meira að segja Seðlabankastjóri steig fram og gerði öllum ljóst að annað en hóflegar launahækkanir kölluðu á stýrivaxtahækkanir. Niðurstaðan voru samningar Þar sem hinn almenni launamaður fékk um það bil helminginn af verðbólgunni í hækkun. Þeir samningar voru samþykktir væntanlega á þeim forsendum að smásalar myndu nýta það svigrúm sem skapaðist til að lækka verð, enda hagsmunir allra landsmanna að halda aftur af verðbólgu. Hagnaður og hækkanir Nú er að ganga í garð það tímabil þar sem fyrirtæki birta afkomu sína á öðrum ársfjórðungi einhver fyrirtæki eru búin að birta sínar afkomutölur önnur eiga það eftir. Nokkur umræða hefur skapast um uppgjör festi á öðrum ársfjórðungi, afkoma fyrirtækisins hefur raunar verið mjög góð hagnaður fyrirtækisins á 3 mánuðum er tæpur milljarður sem er 2,6% af eigin fé á ársgrundvelli væri það 10,5% af eigin fé. Nú er ekkert að því að fyrirtæki séu vel rekin né að þau skili hagnaði, það er raunar mjög æskilegt að svo sé. Í þessu samhengi vekur líka athygli að nýjustu verðbólgu mælingar hafa vakið nokkur vonbrigði. Er hagnaður Festi einsdæmi Svo virðist ekki vera Hagar virðast ekki vera búnir að birta uppgjör annars ársfjórðung en á fyrsta ársfjórðungi var afkoma Haga sambærileg við afkomu Festi á öðrum ársfjórðungi. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5% en báðir smásölurisarnir kláruðu það á einum ársfjórðungi og því ætti að vera ljóst að svigrúmið er ekki nýtt til að draga úr verðbólgu. Arðsemi eigin fjár Landsbankans á öðrum ársfjórðungi var 10,5% og afkoma hinna bankana var svipuð, þannig eru smásölurisarnir að skila svipaðri afkomu og bankarnir sem er ekki í neinu samræmi við verðbólgumarkmið. Viðbrögð Seðlabankans Það má færa rök fyrir því að Seðlabankinn ætti almennt ekki að vera að blanda sér í umræðu um þjóðfélagsmál. Undanfarið hefur Seðlabankastjóri tekið þó nokkurn þátt í þjóðfélagsumræðu allt frá því að hafa skoðun á því hvort fólk taki myndir af tánum á Tene yfir í hvert svigrúmið sé í kjarasamningum til launahækkana. Því má velta því fyrir sér hvort Seðlabankinn ætti ekki með sama hætti að gefa fyrirtækjum leiðbeiningar um það hversu mikill hagnaður sé æskilegur og hvaða viðbragða megi vænta frá Seðlabankanum verði farið út fyrir þann ramma, það hefur hins vegar lítið slíkt heyrst þaðan. Það er rétt að halda því til haga að þessi uppgjör ná yfir stutt tímabil en það hlýtur að vekja athygli að þegar launþegar sýna ábyrgð og semja um hóflegar launahækkanir virðast ráðandi fyrirtæki á markaði ófær um að nýta svigrúmið sem skapast til annars en að auka sinn hagnað, það strax á næsta ársfjórðungi. Það er semsagt eina ferðina enn almenningur sem tekur ábyrgðina. Höfundur er trúnaðarmaður
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar