Hvað veldur verðbólgunni? Indriði Stefánsson skrifar 8. ágúst 2024 09:00 Verðbólga á Íslandi er þrálátt vandamál sem birtist okkur með margvíslegum hætti, í hærra húsnæðisverði, í hærra verði á vörum og þjónustu og ekki síst í hærra vaxtastigi. Við finnum lang flest illa fyrir því þegar verðbólga eykst. Þetta á ekki síst við núna þegar launahækkanir kjarasamninga eru langt undir verðbólgu. Erum við ekki öll í þessu saman? Í umræðunni í kringum kjarasamninga var skýrt að launahækkanir yrðu að vera hóflegar annars kæmu þær beint inn í verðlag. Meira að segja Seðlabankastjóri steig fram og gerði öllum ljóst að annað en hóflegar launahækkanir kölluðu á stýrivaxtahækkanir. Niðurstaðan voru samningar Þar sem hinn almenni launamaður fékk um það bil helminginn af verðbólgunni í hækkun. Þeir samningar voru samþykktir væntanlega á þeim forsendum að smásalar myndu nýta það svigrúm sem skapaðist til að lækka verð, enda hagsmunir allra landsmanna að halda aftur af verðbólgu. Hagnaður og hækkanir Nú er að ganga í garð það tímabil þar sem fyrirtæki birta afkomu sína á öðrum ársfjórðungi einhver fyrirtæki eru búin að birta sínar afkomutölur önnur eiga það eftir. Nokkur umræða hefur skapast um uppgjör festi á öðrum ársfjórðungi, afkoma fyrirtækisins hefur raunar verið mjög góð hagnaður fyrirtækisins á 3 mánuðum er tæpur milljarður sem er 2,6% af eigin fé á ársgrundvelli væri það 10,5% af eigin fé. Nú er ekkert að því að fyrirtæki séu vel rekin né að þau skili hagnaði, það er raunar mjög æskilegt að svo sé. Í þessu samhengi vekur líka athygli að nýjustu verðbólgu mælingar hafa vakið nokkur vonbrigði. Er hagnaður Festi einsdæmi Svo virðist ekki vera Hagar virðast ekki vera búnir að birta uppgjör annars ársfjórðung en á fyrsta ársfjórðungi var afkoma Haga sambærileg við afkomu Festi á öðrum ársfjórðungi. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5% en báðir smásölurisarnir kláruðu það á einum ársfjórðungi og því ætti að vera ljóst að svigrúmið er ekki nýtt til að draga úr verðbólgu. Arðsemi eigin fjár Landsbankans á öðrum ársfjórðungi var 10,5% og afkoma hinna bankana var svipuð, þannig eru smásölurisarnir að skila svipaðri afkomu og bankarnir sem er ekki í neinu samræmi við verðbólgumarkmið. Viðbrögð Seðlabankans Það má færa rök fyrir því að Seðlabankinn ætti almennt ekki að vera að blanda sér í umræðu um þjóðfélagsmál. Undanfarið hefur Seðlabankastjóri tekið þó nokkurn þátt í þjóðfélagsumræðu allt frá því að hafa skoðun á því hvort fólk taki myndir af tánum á Tene yfir í hvert svigrúmið sé í kjarasamningum til launahækkana. Því má velta því fyrir sér hvort Seðlabankinn ætti ekki með sama hætti að gefa fyrirtækjum leiðbeiningar um það hversu mikill hagnaður sé æskilegur og hvaða viðbragða megi vænta frá Seðlabankanum verði farið út fyrir þann ramma, það hefur hins vegar lítið slíkt heyrst þaðan. Það er rétt að halda því til haga að þessi uppgjör ná yfir stutt tímabil en það hlýtur að vekja athygli að þegar launþegar sýna ábyrgð og semja um hóflegar launahækkanir virðast ráðandi fyrirtæki á markaði ófær um að nýta svigrúmið sem skapast til annars en að auka sinn hagnað, það strax á næsta ársfjórðungi. Það er semsagt eina ferðina enn almenningur sem tekur ábyrgðina. Höfundur er trúnaðarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Verðbólga á Íslandi er þrálátt vandamál sem birtist okkur með margvíslegum hætti, í hærra húsnæðisverði, í hærra verði á vörum og þjónustu og ekki síst í hærra vaxtastigi. Við finnum lang flest illa fyrir því þegar verðbólga eykst. Þetta á ekki síst við núna þegar launahækkanir kjarasamninga eru langt undir verðbólgu. Erum við ekki öll í þessu saman? Í umræðunni í kringum kjarasamninga var skýrt að launahækkanir yrðu að vera hóflegar annars kæmu þær beint inn í verðlag. Meira að segja Seðlabankastjóri steig fram og gerði öllum ljóst að annað en hóflegar launahækkanir kölluðu á stýrivaxtahækkanir. Niðurstaðan voru samningar Þar sem hinn almenni launamaður fékk um það bil helminginn af verðbólgunni í hækkun. Þeir samningar voru samþykktir væntanlega á þeim forsendum að smásalar myndu nýta það svigrúm sem skapaðist til að lækka verð, enda hagsmunir allra landsmanna að halda aftur af verðbólgu. Hagnaður og hækkanir Nú er að ganga í garð það tímabil þar sem fyrirtæki birta afkomu sína á öðrum ársfjórðungi einhver fyrirtæki eru búin að birta sínar afkomutölur önnur eiga það eftir. Nokkur umræða hefur skapast um uppgjör festi á öðrum ársfjórðungi, afkoma fyrirtækisins hefur raunar verið mjög góð hagnaður fyrirtækisins á 3 mánuðum er tæpur milljarður sem er 2,6% af eigin fé á ársgrundvelli væri það 10,5% af eigin fé. Nú er ekkert að því að fyrirtæki séu vel rekin né að þau skili hagnaði, það er raunar mjög æskilegt að svo sé. Í þessu samhengi vekur líka athygli að nýjustu verðbólgu mælingar hafa vakið nokkur vonbrigði. Er hagnaður Festi einsdæmi Svo virðist ekki vera Hagar virðast ekki vera búnir að birta uppgjör annars ársfjórðung en á fyrsta ársfjórðungi var afkoma Haga sambærileg við afkomu Festi á öðrum ársfjórðungi. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5% en báðir smásölurisarnir kláruðu það á einum ársfjórðungi og því ætti að vera ljóst að svigrúmið er ekki nýtt til að draga úr verðbólgu. Arðsemi eigin fjár Landsbankans á öðrum ársfjórðungi var 10,5% og afkoma hinna bankana var svipuð, þannig eru smásölurisarnir að skila svipaðri afkomu og bankarnir sem er ekki í neinu samræmi við verðbólgumarkmið. Viðbrögð Seðlabankans Það má færa rök fyrir því að Seðlabankinn ætti almennt ekki að vera að blanda sér í umræðu um þjóðfélagsmál. Undanfarið hefur Seðlabankastjóri tekið þó nokkurn þátt í þjóðfélagsumræðu allt frá því að hafa skoðun á því hvort fólk taki myndir af tánum á Tene yfir í hvert svigrúmið sé í kjarasamningum til launahækkana. Því má velta því fyrir sér hvort Seðlabankinn ætti ekki með sama hætti að gefa fyrirtækjum leiðbeiningar um það hversu mikill hagnaður sé æskilegur og hvaða viðbragða megi vænta frá Seðlabankanum verði farið út fyrir þann ramma, það hefur hins vegar lítið slíkt heyrst þaðan. Það er rétt að halda því til haga að þessi uppgjör ná yfir stutt tímabil en það hlýtur að vekja athygli að þegar launþegar sýna ábyrgð og semja um hóflegar launahækkanir virðast ráðandi fyrirtæki á markaði ófær um að nýta svigrúmið sem skapast til annars en að auka sinn hagnað, það strax á næsta ársfjórðungi. Það er semsagt eina ferðina enn almenningur sem tekur ábyrgðina. Höfundur er trúnaðarmaður
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun