Hvað veldur verðbólgunni? Indriði Stefánsson skrifar 8. ágúst 2024 09:00 Verðbólga á Íslandi er þrálátt vandamál sem birtist okkur með margvíslegum hætti, í hærra húsnæðisverði, í hærra verði á vörum og þjónustu og ekki síst í hærra vaxtastigi. Við finnum lang flest illa fyrir því þegar verðbólga eykst. Þetta á ekki síst við núna þegar launahækkanir kjarasamninga eru langt undir verðbólgu. Erum við ekki öll í þessu saman? Í umræðunni í kringum kjarasamninga var skýrt að launahækkanir yrðu að vera hóflegar annars kæmu þær beint inn í verðlag. Meira að segja Seðlabankastjóri steig fram og gerði öllum ljóst að annað en hóflegar launahækkanir kölluðu á stýrivaxtahækkanir. Niðurstaðan voru samningar Þar sem hinn almenni launamaður fékk um það bil helminginn af verðbólgunni í hækkun. Þeir samningar voru samþykktir væntanlega á þeim forsendum að smásalar myndu nýta það svigrúm sem skapaðist til að lækka verð, enda hagsmunir allra landsmanna að halda aftur af verðbólgu. Hagnaður og hækkanir Nú er að ganga í garð það tímabil þar sem fyrirtæki birta afkomu sína á öðrum ársfjórðungi einhver fyrirtæki eru búin að birta sínar afkomutölur önnur eiga það eftir. Nokkur umræða hefur skapast um uppgjör festi á öðrum ársfjórðungi, afkoma fyrirtækisins hefur raunar verið mjög góð hagnaður fyrirtækisins á 3 mánuðum er tæpur milljarður sem er 2,6% af eigin fé á ársgrundvelli væri það 10,5% af eigin fé. Nú er ekkert að því að fyrirtæki séu vel rekin né að þau skili hagnaði, það er raunar mjög æskilegt að svo sé. Í þessu samhengi vekur líka athygli að nýjustu verðbólgu mælingar hafa vakið nokkur vonbrigði. Er hagnaður Festi einsdæmi Svo virðist ekki vera Hagar virðast ekki vera búnir að birta uppgjör annars ársfjórðung en á fyrsta ársfjórðungi var afkoma Haga sambærileg við afkomu Festi á öðrum ársfjórðungi. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5% en báðir smásölurisarnir kláruðu það á einum ársfjórðungi og því ætti að vera ljóst að svigrúmið er ekki nýtt til að draga úr verðbólgu. Arðsemi eigin fjár Landsbankans á öðrum ársfjórðungi var 10,5% og afkoma hinna bankana var svipuð, þannig eru smásölurisarnir að skila svipaðri afkomu og bankarnir sem er ekki í neinu samræmi við verðbólgumarkmið. Viðbrögð Seðlabankans Það má færa rök fyrir því að Seðlabankinn ætti almennt ekki að vera að blanda sér í umræðu um þjóðfélagsmál. Undanfarið hefur Seðlabankastjóri tekið þó nokkurn þátt í þjóðfélagsumræðu allt frá því að hafa skoðun á því hvort fólk taki myndir af tánum á Tene yfir í hvert svigrúmið sé í kjarasamningum til launahækkana. Því má velta því fyrir sér hvort Seðlabankinn ætti ekki með sama hætti að gefa fyrirtækjum leiðbeiningar um það hversu mikill hagnaður sé æskilegur og hvaða viðbragða megi vænta frá Seðlabankanum verði farið út fyrir þann ramma, það hefur hins vegar lítið slíkt heyrst þaðan. Það er rétt að halda því til haga að þessi uppgjör ná yfir stutt tímabil en það hlýtur að vekja athygli að þegar launþegar sýna ábyrgð og semja um hóflegar launahækkanir virðast ráðandi fyrirtæki á markaði ófær um að nýta svigrúmið sem skapast til annars en að auka sinn hagnað, það strax á næsta ársfjórðungi. Það er semsagt eina ferðina enn almenningur sem tekur ábyrgðina. Höfundur er trúnaðarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Verðbólga á Íslandi er þrálátt vandamál sem birtist okkur með margvíslegum hætti, í hærra húsnæðisverði, í hærra verði á vörum og þjónustu og ekki síst í hærra vaxtastigi. Við finnum lang flest illa fyrir því þegar verðbólga eykst. Þetta á ekki síst við núna þegar launahækkanir kjarasamninga eru langt undir verðbólgu. Erum við ekki öll í þessu saman? Í umræðunni í kringum kjarasamninga var skýrt að launahækkanir yrðu að vera hóflegar annars kæmu þær beint inn í verðlag. Meira að segja Seðlabankastjóri steig fram og gerði öllum ljóst að annað en hóflegar launahækkanir kölluðu á stýrivaxtahækkanir. Niðurstaðan voru samningar Þar sem hinn almenni launamaður fékk um það bil helminginn af verðbólgunni í hækkun. Þeir samningar voru samþykktir væntanlega á þeim forsendum að smásalar myndu nýta það svigrúm sem skapaðist til að lækka verð, enda hagsmunir allra landsmanna að halda aftur af verðbólgu. Hagnaður og hækkanir Nú er að ganga í garð það tímabil þar sem fyrirtæki birta afkomu sína á öðrum ársfjórðungi einhver fyrirtæki eru búin að birta sínar afkomutölur önnur eiga það eftir. Nokkur umræða hefur skapast um uppgjör festi á öðrum ársfjórðungi, afkoma fyrirtækisins hefur raunar verið mjög góð hagnaður fyrirtækisins á 3 mánuðum er tæpur milljarður sem er 2,6% af eigin fé á ársgrundvelli væri það 10,5% af eigin fé. Nú er ekkert að því að fyrirtæki séu vel rekin né að þau skili hagnaði, það er raunar mjög æskilegt að svo sé. Í þessu samhengi vekur líka athygli að nýjustu verðbólgu mælingar hafa vakið nokkur vonbrigði. Er hagnaður Festi einsdæmi Svo virðist ekki vera Hagar virðast ekki vera búnir að birta uppgjör annars ársfjórðung en á fyrsta ársfjórðungi var afkoma Haga sambærileg við afkomu Festi á öðrum ársfjórðungi. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5% en báðir smásölurisarnir kláruðu það á einum ársfjórðungi og því ætti að vera ljóst að svigrúmið er ekki nýtt til að draga úr verðbólgu. Arðsemi eigin fjár Landsbankans á öðrum ársfjórðungi var 10,5% og afkoma hinna bankana var svipuð, þannig eru smásölurisarnir að skila svipaðri afkomu og bankarnir sem er ekki í neinu samræmi við verðbólgumarkmið. Viðbrögð Seðlabankans Það má færa rök fyrir því að Seðlabankinn ætti almennt ekki að vera að blanda sér í umræðu um þjóðfélagsmál. Undanfarið hefur Seðlabankastjóri tekið þó nokkurn þátt í þjóðfélagsumræðu allt frá því að hafa skoðun á því hvort fólk taki myndir af tánum á Tene yfir í hvert svigrúmið sé í kjarasamningum til launahækkana. Því má velta því fyrir sér hvort Seðlabankinn ætti ekki með sama hætti að gefa fyrirtækjum leiðbeiningar um það hversu mikill hagnaður sé æskilegur og hvaða viðbragða megi vænta frá Seðlabankanum verði farið út fyrir þann ramma, það hefur hins vegar lítið slíkt heyrst þaðan. Það er rétt að halda því til haga að þessi uppgjör ná yfir stutt tímabil en það hlýtur að vekja athygli að þegar launþegar sýna ábyrgð og semja um hóflegar launahækkanir virðast ráðandi fyrirtæki á markaði ófær um að nýta svigrúmið sem skapast til annars en að auka sinn hagnað, það strax á næsta ársfjórðungi. Það er semsagt eina ferðina enn almenningur sem tekur ábyrgðina. Höfundur er trúnaðarmaður
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun