Hákon hitti úr 23 af 25 skotum í öllum þremur umferðum gærdagsins, var í 22. sæti og ljóst að möguleikar á því að komast áfram væru litlir.
Hann byrjaði daginn í dag á því að hitta úr 22 af 25 skotum en kláraði lokaumferðina með stæl og gengur stoltur frá keppni.
Hákon lauk keppni með 116 stig, sem er besti árangur Íslendings í greininni á Ólympíuleikum en Alfreð Karl Alfreðsson fékk 111 stig þegar hann hafnaði í 47. sæti á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000.
Efstu sex keppendur komust áfram í úrslit. Sá sem er í fyrsta sæti er Bandaríkjamaður að nafni Conner Lynn Prince en hann hitti úr öllum sínum skotum nema einu.
Ljóst er að Hákon verður ekki meðal þeirra sem halda áfram en endanleg niðurröðun mun liggja fyrir síðar í dag þegar allir keppendur hafa lokið af sér.